Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 7

Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 7
Bandarískar staðreyndir um ungar konur og brjóstakrabbamein: -Ein af hverjum 250 konum á aldrinum 30-40 ára mun verða greind með brjóstakrabbamein á næstu 10 árum. -Brjóstakrabbamein er aðaldánarorsök af völdum krabba i konum á aldrinum 15-40 ára. -11.000 konur undir 40 ára munu greinast með brjóstakrabba á þessu ári, 1.300 munu deyja (ein á 12 mínútna fresti). Flestir vita að mikilvægt er að greina krabbamein á fyrstu stigum sjúkdómsins til að draga úr dánarlíkum. Hér á landi hefur nýgengi brjóstakrabbameins aukist á undanförnum áratugum en dánartíðnin hefur sem betur fer haldist í stað. í 80% tilvika er það konan sjálf sem uppgötvar meinið. Gott er þegar hún leitar strax til læknis og hann afgreiðir það á réttan máta en oft er raunin sú að konur líta framhjá einkennunum einhverra hluta vegna. Breskar tölur sýna að helmingur kvenna dregur það að leita til læknis þegar þær finna fyrir dularfullum einkennum. Pvi lengur sem það dregst að athuga málið, því stærra verður kannski vandamálið og ógnvænlegra sem leiðir til þess að undirmeðvitundin ýtir þessu lengra og lengra frá sér. Einnig hefur það gerst, sérstaklega hjá ungum konur, að læknirinn litur framhjá einkennunum. Klisjukennd eru orðin svörin: „Þú ert svo ung" og „Það er engin fjölskyldusaga". (Brjóstakrabbagenið er hins vegar aðeins til staðar i 7% tilvika brjóstakrabbameins.) Við skulum skoða hvernig reynslan getur verið mismunandi hjá konum. „Fann hnút i vinstra brjósti 27 ára gömul þegar ég var með barn á brjósti. Var sagt að hafa ekki áhyggjur þar sem ég væri svo ung (líklega hef ég ekki verið að spyrja á réttum stöðum). Um það bil ári síðar var ég farin að finna fyrir mjög mikilli þreytu, orkan búin snemma á kvöldin og ég átti mjög erfitt að vakna á morgnana. Annað ár leið og ég fór að taka eftir glærum vökva sem kom út úr geirvörtunni á vinstra brjósti. Hálfu ári seinna fann ég eymsli i vinstra brjósti eins og ég væri með strengi. Ég greindist i sama mánuði. Það hafa liðið um þrjú ár frá því að fyrstu einkenna var vart þangað til ég greindist." - Hildur Sif, 31 árs Önnur fékk upphaflega sýkingu í brjóstið 25 ára að aldri en vitað er að krabbamein getur legið að baki sýkingarinnar. Enginn nefndi það við hana þá og i mörg ár vildu læknar „bara bíða og sjá, skoðum aftur eftir eitt ár". Fjórum árum síðar var hnúturinn orðinn á stærð við kiwi-ávöxt og sársaukafullur, inndráttur var í húðinni sem er merki um að meinið sé komið í sogæðakerfið. Þegar greiningin kom loks hafði krabbinn breiðst út í eitla og full lyfja- og geislameðferð beið hennar. Hver ætli munurinn sé á kostnaði fyrir kerfið að greina konur á fyrri stigum samanborið við á seinni stigum? Ungar konur eru að sumu leyti í verri málum en þær eldri, þ.e. efnaskiptin eru hraðari, meira hormónaflæði (sérstaklega á meðgöngu) og þær eru oftar en þær eldri með Her2neo sem er vaxtarþáttur í brjóstakrabba. Svo eiga þær meira á hættu, eins og að verða ófrjóar af meðferðinni, og flestar þurfa að taka hormónabælandi lyf i nokkur ár sem setja þær á breytingaskeiðið með tiiheyrandi aukaverkunum. En einkennin geta verið margvísieg og jafnvel finnst ekki þykkildi við þreifingu eins og þessi fékk að reyna: „Ég hafði fundið fyrir einkennum i nokkur ár, þ.e. frá þvi að ég hafði verið með dóttur mina á brjósti hafði ég haft örlitla glæra útferð frá báðum brjóstum. Ég hafði tekið eftir því að útferðin frá hægra brjóstinu breyttist, varð þykkari og gulleitari. Ég veitti því samt ekkert sérstaklega athygli og veit í raun ekki hvenær það gerðist. Svo fór að koma blóðug útferð öðru hvoru frá hægra brjóstinu ásamt sviðatilfinningu en ég fann ekki fyrir hnútum eða þykkildum. Þegar ég dreif mig til læknis var ég einkennalaus en hann sendi mig í skoðun og myndatöku hjá krabbameinsfélaginu og þar sást vel á mynd krabbamein i hægra brjósti en það fannst ekki við þreifingu." - Hjördís, 39 ára Það sem ég vii ráðleggja öllum er að treysta innsæi sínu og treysta læknum ekki um of, þekkja vel sitt eigið brjóst þannig að viðvörunarbjöllur klingi ef eitthvert óeðli kemur upp eins og breyting í áferð eða útliti, hnúður, sársauki eða útferð frá geirvörtu. Látið fjariægja „meinlaust" góðkynja ber þvi að það hefur alla möguleika á að þróast út í illkynja krabbamein. Leitið læknis af minnsta tilefni, það er ekkert að þvi að fara út af einhverju sem reynist svo ekkert vera, það er það besta sem gæti hent. Hægt er að panta tíma hjá leitarstöðinni ef maður hefur áhyggjur og það þarf ekki að koma með sérstaka beiðni frá lækni. Hringið bara í 540-1900 eða bókið á netinu á slóðinni: www.krabb.is. Það er einkennilegt að hugsa til þess að fólki er annt um heilsu sina og böggiast viö að borða rétt, hreyfa sig og annað til að bæta heilsuna en trassar svo að fara i skoðun sem tekur 15 minútur á ári og gæti skipt sköpum um lifshorfur. V

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.