Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 12

Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 12
„Andskotinn! Nú missi ég hárið." Eirikur greindist með krabbamein i eista í september 2000 og var skorinn upp tæpum mánuði síðar. Engan skugga ber þó á glaðlegt andlit hans þegar talið berst að baráttunni við krabbameinið. „Ég var búinn að finna fyrir eymslum og einhverjum seyðingi i smátima þarna niðri, eiginlega eins og einhver hefði rekið sig í millilærakonfektið. Þáverandi kærasta mín ber ábyrgðina á því að hafa rekið mig til læknis en hún sagði mér að ég skyldi hunskast sjálfur til læknisins eða hún kæmi með og leiddi mig. Og það verður bara vandræðalegt fyrir þig, sagði hún. Þannig að ég lét tilleiðast og fór til læknis," segir Eirikur og brosir. „Heimilislæknirinn sá strax að ekki var allt með felldu og var fljótur að senda mig í rannsókn. „Þetta er ekki gott," var það fyrsta sem læknirinn sagði. Sem betur fór kom ég til hans snemma þannig að batahorfurnar voru mjög góðar. Læknirinn sagði mér að oft kæmu karlmenn til hans þegar annað eistað væri kannski orðið helmingi stærra en hitt og þá væru þeir í slæmum málum. Ég fann bara að eitthvað var í ólagi, annað eistað var öðruvísi," segir Eiríkur. Varstu hrœddur vió aó greinast með krabbamein? „Nei veistu, það fyrsta sem ég bunaði upp úr mér hjá heimilislækninum var: „Andskotinn, nú missi ég hárið!" Einhverra hluta vegna var ég búinn að lesa um eistnakrabbamein og að það væri búið að finna upp nýja læknisaðferð til að vinna bug á því. Það eru þessar „hörkumeðferðir" eins og þeir kalla þær, langar og erfiðar lyfjagjafir eins og þær sem ég fékk. Fyrir bara 15-20 árum var dauðatíðnin mjög há af þessu krabbameini en það er sem betur fer ekki lengur. Ef menn eru hressir og hraustir og koma nógu snemma skilst mér að það séu 90% likur á bata. Ég var því eiginlega aldrei lifhræddur. Ég bara nennti þessu ekki! Mér fannst alveg hræðilega leiðinlegt að vera svona lengi á spítala og gera ekki neitt," segir þessi lifsglaði maður sem lauk siðustu meðferðinni á aðfangadag. Viðmót aðstandenda og vina til fólks breytist oft eftir að það greinist með alvarlega sjúkdóma og fór Eiríkur ekki varhiuta af þvi en hann var oft einmana i veikindum sinum. „Ég tók þetta eiginlega atit út í einu," segir Eirikur og dregur seiminn. „Ég var akkúrat ftuttur út frá fjötskytdunni minni og það verður atltaf svotítið erfitt þegar fólk skitur eftir svona tangan tíma. Sameigintegir vinir vita ekkert hvað þeir eiga að gera. Eiga þeir að vera meira hjá mér eða konunni eða jafn mikið? Það er kannski veisia og hvort eiga þeir að bjóða Eiriki eða Hetgu? Þetta var staðan á þeim tima og mér fannst ég einangrast dálitið þegar krabbameinið kom. Annars hetd ég að baráttan við krabbameinið hafi ekki enditega haft neikvæð áhrif. Svona eftir á að hyggja hetd ég að maður hafi haft gott af þessu. Ég er að sjátfsögðu þakktátur fyrir að hafa tæknast og unnið bug á þessu og það styrkir mig sem mann. Kannski er heimskutegt að segja það en mér fannst þetta vera góð reynsla að ganga i gegnum." Það fyrsta sem ég bunaði upp úr mér hjá heimilislækninum van „Andskotinn, nú missi ég hárið!“ - Eiríkur Hauksson

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.