Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 15

Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 15
Ráðleggingar varðandi munnþurrk Lyfjameðferö og geislameðferð við krabbameini i höfði og háls getur minnkað flæði munnvatns og orsakað munnþurrk. Þegar það á sér stað er erfiðara að tyggja mat og gleypa. Munnþurrkur getur einnig breytt skynjun á bragði matar. Eftirfarandi hugmyndir geta hjálpað við að minnka sárindi i munni og hálsi: • Fáðu þér vatnssopa á nokkurra mínútna fresti til þess að hjálpa þér að gleypa og tala. íhugaðu að hafa vatnsflösku við hendi öllum stundum. • Prófaðu að borða mjög sætan mat og drekka sæta eða súra drykki, t.d. limonaði. Þess lags matur getur hjálpað við framleiðslu munnvatns. • Borðaðu mjúka eða púrraða fæðu, sem er auðveldara að gleypa. • Haltu vörum þínum rökum með varasalva. • Gerðu matinn þinn mýkri með sósum, þá er auðveldara að kyngja. • Ef munnþurrkurinn er mjög mikill, spurðu þá lækninn þinn eða tannlækni um vörur sem hjúpa, verja og bleyta munn þinn og háls. Stundum eru þessar vörur kallaðar „gervimunnvatn". Munnskol Ejginleikan • Óáfengt, bakteriueyðandi og hreinsar og endurnærir án þess að svíða. • Inniheldur fjögur náttúruleg bakteríueyðandi ensim sem drepa bakteríur sem finnast i munnholssýkingum og tannholdsbólgu án aukaverkanna. • Sérstaklega þróað til þess að róa jafnhliða þvi sem það hreinsar • Snöggverkandi til þess að uppræta andremmu. • Eykur tannholdsheilsu án leysiefna, sterkra bragðefna og stingandi áhrif áfengis. • Kemur með hreinlætisaukandi loki sem má hella úr i glas eða beint upp i munn. • Virkar án þess að upplita. Ráðleggingan Bioténe munnskolið er sérstaklega áhrifarikt fyrir einstaklinga sem eiga við munnþurrk eða aðra munnholsörðugleika að striða. Lýsing: (myndaðu þér munnskol með mjúku, þægilegu bragði sem inniheldur sterk sýklaeyðandi efni. Munnvatn sem, i stað þess að erta viðkvæmar vefjar, eykur heilbrigði þeirra. Eingöngu Bioténe inniheldur munnvatnsensimi sem styrkja varnarkerfið sem er fyrir hendi i munninum þínum. Saman hjálpa þau tönnum þinum og munnholsvefjum að batna. Notkuil: Notaðu 15ml (eina matskeið). Skolaðu vandlega í 30 sekúndur og hrækja. Ef að hálsinn er þurr má rólega gleypa eina matskeið af Bioténe munnskoli tvisvar til þrisvar á dag. Munnþurrkstannkrem Eiginleikan • Klíniskt sannað að það lamar skaðlegar örverur sem tengjast tannholdsbólgu og munnholsertingu. • Læknar blæðandi góma og bólgur. • Berst við bæði orsök og einkenni andremmu. • Sérstaklega hjálplegt fyrir rúmliggjandi sjúklinga eða fatlaða sem gætu átt í vandræðum með að hirða um tennur sínar. • Ekkert natriúmlaurýlsúlfat. • SLS-fría formúian er einkar góð við þurra vefi og kemur i veg fyrir munnangur og fleiður. • Freyðir litið og hreinsar og verndar án sterkra leysiefna. Ráðleggingan Bioténe er eina tannkremið i heimi sem virkar eins og náttúrulegar varnir líkamans til þess að berjast við holur í tönnum, tannholdssjúkdóma, og munnholssýkingar sem gætu orsakast af munnþurrki. Lýsing: Bioténe inniheldur þrjú höfuðensím - Glúkósaoxidasa, laktóperoxídasa og lýsósim, sem eru i vandlega völdum hlutföllum til þess að þau auki og endurnæri náttúrulegar varnir munnvatnsins. Þegar að það er notað daglega minnkar Bioténe hlutfall skaðlega bakteria, en lætur góðar bakteriur lifa áfram til þess að tennurnar og munnholið hatdist heilbrigt. Notkun: Notist i staðinn fyrir venjulegt tannkrem. Skola tannbursta i vatni áður en að Bioténe er sett á það. Bursta í tvær minútur og skola létt. Fyrir bestu niðurstöður skal það notað á morgnana eftir mat, og fyrir svefninn. Það er mikilvægt að sleppa þvi ekki að bursta, þar sem að ensimin i Bioténe getur hjálpað munninum þinum að ná heilbrigðu gerlajafnvægi. Hvers vegna Xylitol? • Xylitol er náttúrlegt sætuefni sem finnst í berjum, ávöxtum og sveppum. Það kemur líka fyrir í smáum skömmtum í mannslikamanum. • Það er náttúrulega sætuefnið í barnatönnunum. • Það hindrar vöxt meinvaldandi sýkla (þar sem að sýklarnir geta ekki stundað efnaskipti) • Ýtir ekki undir tanneyðingu. • Það eru ýmsar vísbendingar sem benda til þess að það hindri áhrif meinvaldandi sýkla i munnholinu og hálsinum. Rannsóknir og upplýsingar sem koma fram í þessu blaði eru m.a. byggðar á aðgengilegum opinberum upplýsingum. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar það sem Krafti finnst mikilvægt að fólk sé meðvitað um. Rannsóknir og niðurstöður geta breyst án fyrirvara. 1 5

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.