Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 17

Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 17
Texti og myndir: Maria Erla Pálsdóttir 104 — mm B» B1 ENDURHÆFING |ll 1P eftir krabbamein í Fossvogi Egvar vakin að vetrarmorgni með undarlegu símtali um að ég ætti viðtalstíma í endurhæfingu. Ég þóttist vita að það væri sjúkraþjálfun en ég átti ekki að fara bara í eitt viðtal heldur tvö, hjá sjúkraþjálfara og hjá iðjuþjálfa. „Iðjuþjálfa?" apaði ég eftir meðan hugurinn sveimaöi um myndasafnið. Hvernig sem ég reyndi sá ég ekki annað fyrir mér en glefsur innan af elliheimilum þar sem félk föndraði við að perla eða klippa útfagurrauða músastiga. „Á ég að fara til iðjuþjálfa?" endurtók ég við hinn endann á línunni sem eflaust skildi ekkert í þessari tregðu minni þann daginn. Mín fyrstu kynni af iðjuþjálfun voru því fordómar í mínu eigin höfði. Nú nokkrum mánuðum síðar er þakklæti það fyrsta sem kemur í hugann þegar ég hugsa um bæði iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun. Ég ákvað að skella mér í kaffi til kvennanna í endurhæfingunni ogfá þær í smá spjall um starfið. Móttaka endurhæfingar hjá Landspftala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi gegnir einnig hlutverki kaffistofu og þar er tekiö á móti mér meö bros á vör. En svo viö ávörpum mína kjánalegu fordóma, hvað er þaö sem felst i iðjuþjálfun? „Iðjuþjálfi fer í raun yfir hið daglega líf þess sem greinst hefur með krabbamein. Farið er i hvað viðkomandi er að gera, hvernig gengur, hvernig frumkvæðið og framtakssemin er og hvort viðkomandi haldi þeim hlutverkum sem hann hafði áður," segir Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi, yfir rjúkandi kaffibollanum. „Frumkvæðisleysi er stór þáttur sem oft fylgir veikindunum og getur valdið vanliðan og kviða sé ekkert að gert. Við reynum því að takast á við þann þátt í sameiningu," heldur Erna áfram. I boði eru einstaklingsviðtöl þar sem tími viðkomandi er skipulagður, reglu komið á hina ýmsu þætti daglegs lifs og þannig frumkvæði aukið með yfirsýn og stuðningi við verkefni sem erfitt er að sinna. Einnig eru listasmiðjur starfræktar af fullum krafti; þar má telja leirlist, tréútskurð, steinamáiun, málun og ýmsa trévinnu. I raun eru allar hugmyndir sem koma upp útfærðar svo að hópvinnan nýtist hverjum og einum. Erna segir markmiðið vera að efia félagsleg tengsl, gleyma sjúkdómum og erfiðleikum, draga úr kviða og streitu og vinna að heilsueflingu og betri liðan i gegnum skapandi vinnu. „Iðjuþjálfun gengur i raun út á það að fólk verði aftur virkir þjóðfélagsþegnar, fái félagslegt samneyti og aðstoð við það sem þörf er fyrir," segir Erna og vísar til ungrar stúlku sem kom reglulega til hennar i hópmeðferð en skrifaði lokaritgerðina sina í Háskóla íslands í þessi skipti sem hún kom. Það var það sem hún hafði þörf fyrir. Loks eru fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið haldin með reglulegu millibili þar sem hópum er skipt eftir aldri. Par eru aðildarfélög Krabbameinsfélagsins kynnt, farið er yfir mataræði, streitu og streitustjórnun, likamsímynd, kynlif og sjálfsímynd skoðuð i takt við sjálfstraust einstaklingsins, fjölskyldan rædd ásamt daglegri iðju og áhrif sjúkdómsins og/eða meðferðar á alla þessa þætti. Breytinga að vœnta? Árið 2004 fiutti LSH starfsemi endurhæfingarinnar úr Kópavoginum og í Fossvoginn þar sem aðstaðan er öllu þrengri. Litil kaffistofan hýsir listasmiðjur iðjuþjálfunarinnar en auk þess er tækjasalur inn af gangi og aðstaða fyrir hópleikfimi því að ekki má gleyma að sjúkraþjálfun er stór hluti af endurhæfingunni. Þegar ég minnist á aðstöðuna við Margréti Stefánsdóttur sjúkraþjálfara er hún fljót til svars: „Ef allir sem greindust kæmu i dag væri þetta löngu sprungið." En endurhæfingin er þó opin fyrir alla sem greinst hafa með krabbamein. Það sem þarf er beiðni frá lækni sem er skráð hjá endurhæfingunni og þá er viðkomandi tekinn i viðtöl hjá sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Margrét segir mér þó að i dag sé biðlisti eftir að beiðnin kemur í hús. Það líða um það bil tvær til þrjár vikur eftir að beiðnin berst þangað til hægt er að taka viðkomandi í viðtal. „Fólk er siðan á hinum ýmsu stigum, með mismunandi krabbamein og ýmist í lyfjameðferð eða ekki. í dag er ekkert ákveðið ferli sem fer í gang um leið og viðkomandi greinist og þvi ekki í föstum skorðum hverjir komast i endurhæfingu," segir Margrét. Hún heldur þó áfram og talar um að verið sé að vinna i þessu. Faghópur sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, sálfræðinga, félagsráðgjafa, hjúkrunarfólks og lækna sé nú að greina það hvernig ferlið færi í gang. „Draumurinn er sá að ferlið færi í gang fyrir alla sem greinast. Þannig væri fræðsla mun meiri í alla staði og hægt að benda fólki i rétta átt strax í upphafi. Þannig myndi starfið nýtast best," segir Margrét. En það hlýtur þá að vera mikilvœgt að allir komist sem fyrst í endurhæfinsu? „Já, þvi öll virkni smitar út frá sér í heimilisstörf og daglegt lif," segir Erna. „Það er orkugefandi og þar sé ég hvað sköpunin skiptir miklu máli. Það er einnig mikilvægt fyrir fólk sem greinst hefur að hafa að minnsta kosti einn stað þar sem það getur komið og verið það sjálft. Það skiptir ekki máli hver er sköllóttur og hver ekki. Að koma saman á jafnréttisgrundvelli og hitta annað fólk í svipuðum eða sömu sporum er ótrúlega gefandi. Það er efling í alia staöi og getur þvi ekki verið annað en jákvætt!" Það er þröngt setið á kaffistofunni. Það er kaffipása hjá upprennandi leirlistarkonum en einnig hafa útskrifaðir skjólstæðingar verið að líta inn. En kaffibollinn minn er tæmdur og tími til kominn að kveðja. 1 7

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.