Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 23. mars 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Auðvitað er aldrei ásættanlegt að vera með biðlista. Við erum alltaf að reyna að finna pláss og í sumum til- vikum náum við að bjarga því strax en í öðrum tilvikum hafa foreldrar fund- ið aðrar lausnir. Mér finnst þetta lík- leg lokastaða á þessu skólaári,“ segir Steingerður Kristjánsdóttir, verkefn- isstjóri á skrifstofu tómstundamála hjá Íþrótta- og tómstundaráði. Frístundaheimili Reykjavíkur- borgar hafa náð að taka á móti rúm- lega tvö þúsund og þrjú hundruð grunnskólabörnum í vist eftir skóla. Það er tvö hundruð börnum fleiri en tókst að taka við á síðasta skólavetri. Tæplega fjörutíu börn hafa ekki enn fengið pláss á frístundaheimili í ár og ekki útlit fyrir að það breytist. Staðan hefur verið erfiðust í nýjum hverfum borgarinnar, Grafarholti og Norð- lingaholti, þar sem rúman helming allra þeirra barna sem komust ekki að er að finna. Steingerður vonast eftir því að ná betri árangri á næsta ári og er bjart- sýn á að fullkomnum árangir verði náð. „Við stóðum okkur nokkuð vel á þessum vetri, því mun fleiri börn komust að núna heldur en í fyrra. Að því gefnu viljum við gjarnan vera dálítið stolt af árangrinum. Á næsta ári verður þetta vonandi frábært hjá okkur,“ segir Steingerður. Líkleg lokastaða í frístundaheimilum borgarinnar: Fjörutíu börn fá ekki pláss Fá ekki pláss tæplega fjörtíu börn fá ekki pláss á frístunda- heimilum borgarinnar á þessu skólaári. Árangurinn í ár er betri en í fyrra og vonir standa til að gera enn betur næsta skólavetur. Stæði fatlaðra frátekin „Þetta er mikið réttlætismál og ég fagna því að það sé komið í lög,“ segir Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar um ný lög sem samþykkt voru á Alþingi á sunnu- daginn um að sekt fylgi því að leggja ólöglega í stæði fatlaðra. Sjálfsbjörg hefur lengi verið að berjast fyrir þess- ari lagasetningu og kemur það á óvart að hún hafi ekki verið til staðar. Kolbrún benti ennfremur á að stæði fyrir fatlaðra séu yfir- leitt of fá við opinberar bygging- ar og stærri þjónustukjarna. Bjartsýnir á efnahagslífið Meirihluti forráðamanna fyr- irtækja telja aðstæður í efna- hagslífinu fara batnandi eða tæplega áttatíu prósent, þrjú prósent telja þær verri. Þetta kemur fram í nýrri könnun, um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi, sem Capacent Gallup fram- kvæmdi fyrir frjármálaráðu- neytið, Seðlabankann og Samtök atvinnulífsins. Vísitala efnahagslífsins mælist nú 193 stig og er sú sama og í desember síðastlið- inum en hún mældist 173 stig í september 2006. Fyrirtæki í samgöngum, flutningum, byggingaiðnaði og sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnust á ástandið í efnahagslífinu. Stela bensíni og skemma eignir Bifreiða- og fyrirtækjaeigend- ur finna ítrekað fyrir óprúttn- um einstaklingum þessa dagana. Þrír bensínþjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Einn stal eldsneyti í Hafnarfirði, annar í vestur- bænum og sá þriðji í austur- bænum. Bensín er ekki það eina sem er stolið. Bíræfinn þjófur gekk inn í verslun í borginni og hafði á brott skjávarpa. Úr bíl í Hafnarfirði var stolið útvarpi og á sama stað var farið í fjóra bíla og læsingar skemmdar á tveimur þeirra. Skemmd- ir voru unnar á þremur bíl- um í Reykjavík en þeir voru staðsettir í Fossvogi, Árbæ og Grafarvogi. Í Kópavogi var brotist inn í nýbyggingu og miklar skemmdir unnar. ÓHEPPILEGT FYRIR JÓN STEINAR OG HÆSTARÉTT Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari stendur í opinberum deilum vegna aðkomu sinnar við upphaf Baugsmálsins. Hann hefur verið sakaður um að fara með rangt mál og að um hagsmunaárekstra hafi verið að ræða, þar sem hann sinnti verkefnum fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur, unnustu Jóns Ásgeirs Jóhannesson, forstjóra Baugs, þeg- ar hann tók að sér undirbúning og málarekstur fyrir Jón Gerald Sullen- berger. Fá, ef nokkur fordæmi, eru fyr- ir því að hæstaréttardómari standi í opinberum deilum með þessum hætti. Lárus Jóhannesson, fyrrver- andi hæstaréttardómari, lenti í deil- um á sjöunda áratug síðustu aldar við tímaritið Frjáls þjóð vegna skrifa um meint misferli í fyrri störfum. Hann fann sig knúinn til að segja starfi sínu lausi til að geta varið æru sína opinberlega. Afar óheppilegt Í siðareglum lögmanna segir að lögmaður megi ekki fara með hags- muni tveggja eða fleiri skjólstæðinga í sama máli eða taka að sér nýjan skjólstæðing þar sem hætt er á hags- munaárekstrum. Jón Steinar útilokar alfarið að hann hafi brotið siðareglur. Hann segist hafa að langmestu leyti lokið þeim verkefnum sem hann sinnti fyrir Ingibjörgu og benti jafn- framt á að þau mál hefðu ekki verið umfangsmikil. Atli Gíslason lögmaður hefur áhyggjur af því að hæstaréttardóm- ari standi í opinberum deilum. Hann segir þær koma niður á trúverðug- leika bæði dómarans og dómstólsins. „Þátttaka dómara í svona umræðu er afar óheppileg og með þessu er Jón Steinar búinn að gera sig vanhæf- an í tugum mála, sem hafa nokkra minnstu tengingu við verjendur málsins, forsvarsmenn fyrirtækisins eða fyrirtækið sjálft,“ segir Atli. Vilja ekki úrskurða Ingimar Ingason, framkvæmda- stjóri Lögmannafélags Íslands, telur mikilvægt að hagmunaárekstrar lög- manna séu til umræðu. Hann treyst- ir sér ekki til að skera úr um hvort um árekstra sé að ræða í þessu tilviki eða hvort réttlætanlegt sé að gefa upp þau rök á verkefnum fyrir aðila, með andstæða hagsmuni, að þeim hafi næstum því verið lokið. „Ef aðilar tengjast með einhverju móti er alltaf hætta hagsmuna- árekstri, það liggur í augum uppi. Lögmaður verður að leggja sjálf- stætt mat á það hverju sinni hvort um hagsmunatengsl sé að ræða, sú er meginreglan og almennt tryggja lögmenn sig fyrir þessu,“ segir Ingi- mar. „Í þessu máli höfum við ekki forsendur til að skera úr um þessi rök eða setjast í dómarasætið. Full- nægjandi upplýsingar þurfa að liggja fyrir hendi til þess að við getum lagt mat á þetta. Félagið mun ekki tjá sig um þetta mál fyrr en þegar, og ef, það kemur í heild inn á borð til okkar.“ Dugir ekki til Hreinn Loftsson, stjórnar- formaður Baugs, telur Jón Steinar fara með rangt mál í yfirlýsingum sín- um og að fullyrðingar hans hafi verið hraktar með eiðssvörnum vitn- isburðum fyrir dómi. Jón Steinar hefur bent á að hann hafi ekki vit- að um tengsl Ingibjargar við Baug sem gætu valdið árekstrum. Atli er hissa á því og tel- ur sam- band Ingibjargar við forstjóra fyrirtækisins hafa verið á allra vitorði. „Þau voru Séð og Heyrt par og þetta var ekkert leynisamband. Lögmenn eiga að vera varkárir í að taka að sér mál, þar sem minnsti vafi leikur á því að lögmaður sé báður megin við borðið. Það dug- ir ekki til að halda því fram að mál- in hafi nánast verið búin,“ segir Atli. „Á alla kanta er það afar óheppilegt að dómari sé að tjá sig með þessum hætti. Jón Steinar á örugglega ekki eftir að missa starfið vegna deiln- anna en með þessu er hann að draga úr trúverðugleika sínum og réttarins. Það er grafalvarlegt mál.“ Fá, ef engin, fordæmi eru fyrir því að hæstaréttardómari standi í opinberum deilum. Á sjöunda áratug síðustu aldar sagði hæstaréttardómi starfi sínu lausu til að verja æru sína opinberlega. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari stendur í opinberum deilum vegna aðkomu sinnar í upphafi Baugsmálsins: Atli Gíslason „Þátttaka dómara í svona umræðu er afar óheppileg og með þessu er Jón steinar búinn að gera sig vanhæfan í tugum mála.“ TrAusTi hAFsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Aðstoðar í Níkaragva „Ég hef áður búið í Níkaragva því ég kom hingað til að læra spænsku,“ segir Gerður Gests- dóttir mannfræðingur og nýráð- inn sérfræðingur Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í Ník- aragva. Gerður sérhæfði sig í efnahags- legri og pólitískri þróunaraðstoð í Níkaragva þegar hún var við nám í Manchester. Hún bjó um árabil í þessu Mið- Ameríkuríki og var meðal annars að vinna fyrir finnsku ríkisstjórn- ina og Sameinuðu Þjóðirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.