Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Qupperneq 16
Þingmenn skrópa í vinnunni föstudagur 23. mars 200716 Fréttir DV Dagný Jónsdóttir framsóknarkona fær lökustu einkunn fyrir mætingu á þingfundi þennan veturinn, þeg- ar teknar eru saman upplýsing- ar um fjarvistir þingmanna. Dagný hefur misst úr nítján þingfundi af 96. Þannig hefur hún verið fjarver- andi á fimmta hverjum þingfundi. Fast á hæla hennar kemur Rann- veig Guðmundsdóttir, Samfylkingu. Hún mætti ekki í sextán daga alls. Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, sleppti þrettán dögum. Næst koma þau Mar- grét Frímannsdóttir, Jón Kristjánsson og Jónína Bjartmarz, en þau slepptu því að mæta í tólf daga í vetur. Ekki öll sagan sögð Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis eru fjarvistar- skrár þingmanna ekki alls kostar ná- kvæmar. Allar líkur eru þannig á því að Dagný Jónsdóttir hafi verið sam- viskusömust við að tilkynna fjarvistir sínar í stað þess að hafa flestar fjar- vistirnar. Strangt til tekið er þingmönnum aðeins skylt að vera viðstaddir at- kvæðagreiðslur. Þannig geta þing- menn haldið ræður fyrir tómum sal án þess að nokkuð teljist athugavert við það. Svo eru þeir sem bara líta við í upphafi fundar, en fara svo og skila sér ekki aftur yfir daginn. Þessir ein- staklingar eru ekki skráðir í kladd- ann. „Ég veit það ekki“ :Bjarni Bendiktsson starfar fyrir Olíufélagið. Hann hefur verið fjar- verandi frá þinginu svo vikum skipt- ir. Sama gildir um Guðlaug Þór Þórð- arson, en hann er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Þeir þing- menn sem sjaldnast sjást í þinginu koma þó jafnan til leiks þegar mik- ilvæg mál eru til afgreiðslu sem til- heyra nefndum sem þeir sitja í. Bjarni banadiktsson var spurð- ur hvort allar fjarvistir væru skráð- ar. „Ég bara veit það ekki, þú verður að spurja þau út í þetta niður í þingi,“ sagði Bjarniþ Ráherrarnir sér á parti Oft bregður við að ráðherrar rík- isstjórnarinnar eru ekki viðstadd- ir þingfundi. Oft er mikið að gera hjá ráðherrunum annars staðar en í þing- inu. Þannig er oftast horft til þess að þeir séu að minnsta kosti við þegar þeir þurfa að svara fyrirspurnum. Úr ráðherraliðinu eru skráðar fjarvistir Jónínu Bartmarz umhverf- isráðherra flestar. Á kjölfarið kemur Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, sem var fjarverandi í níu daga. Aðrir ráherrar sem koamast á fjarvistal- istann eru þau GeirHaarde forsæt- isráðherra, Siv Friðleifsdóttir heil- brigðisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra. Aðrir sem hurfu :Aðrir þingmenn sem misst hafa úr í vetur eru þeir Lúðvík Bergvins- son, Samfylkingu, Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, go gunnar Örlygs- son, Sjálfstæðisflokki. Eftir því var tekið meðal þing- manna að Birkir Jón Jónsson hvarf frá störfum í nokkurn tíma í kjölfar þess að málefni Byrgisins komust í hámæli nú eftir áramótin. Varamað- ur var kallaður inn. Frá vegna veikinda „Ég var veik í síðustu viku, það skýrir eitthvað af þessu,“ segir Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokk- inn. Hún var með þrettán skráðar fjarvistir á síðasta þingi og er það mesti fjöldi hjá stjórnarþingmanni. Þá var hún í útlöndum, á eigin veg- um, í fimm daga í febrúar og segir Ásta varaþingmenn helst ekki kall- aða til fyrir svo stuttan tíma. Fjarvistarskrá Alþingis tekur aðeins til þeirra þingmanna sem láta vita að þeir ætli ekki að mæta. Hinir, sem bara sleppa því að mæta, komast ekki á skránna. Dæmi eru um þingmenn hafi lítið mætt í vetur en séu samt með nær óaðfinnanlegan kladda. Var að vinna fyrir þingið „Ég mæti alltaf og ef búið er að taka fjarvistir vegna ferða á vegum þings og veikinda þá eru þetta mis- tök,“ segir Rannveig Guðmundsdótt- ir þingmaður Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi en hún var með næst verstu mætingu á þing á eft- ir Dagnýju Jónsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins. „Fjarvistir mínar eru vegna þess að ég er að að vinna fyrir þingið. Annar norðurlandaráðs og hinsveg- ar norðurskautssamstarfinu. Hugs- anlega er að ég hafi farið meira á vegum þingsins.“ SiGtRyGGuR ARi JóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Slapp með skrekkinn Lúðvík Bergvinsson sleppti því að mæta í átta daga í vetur samkvæmt kladdanum. Hann var þó fjarverandi mun lengur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.