Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Side 20
Það er ótrúlegt hvað núverandi ríkisstjórn er ónýt. Er
hægt að hugsa sér fjögur ár til viðbótar? Glænýtt Írans-
tríð, fleiri milljónir í Baugsævintýri (jafnvel að athuga
hvort ekki sé hægt að borga það úr framkvæmdasjóði
aldraðra, enda farið að slá talsvert í Davíð og félaga) og
meiri hráefnisframleiðslu í áliðnaði svo við séum nú al-
veg eins og hin bananalýð-
veldin. En svo við skoðum
nú stöðuna, fyrir nokkru
virtist fólk almennt vera að ná þessu og það fór að sjást í
könnunum. Í kjölfarið leit maður yfir liðssöfnun stjórn-
arandstöðunnar til að sjá hvernig yrði raðað upp fyr-
ir komandi kosningar. Staðan þá var ansi athyglisverð.
Jú, Frjálslyndir virtust vera að klofna og Margrét Sverr-
is bað að heilsa. Öryrkjar og gamalmenni funduðu um
sérframboð, tvö slík meira að segja. Það var talað um
framboð Framtíðarlandsins. Jón Baldvin lýsti opinber-
lega yfir efasemdum um að Samfylkingin væri að gera
sig. Allt í rugli og stutt í kosningar.
Heimboð ekki framboð
Núna er þetta orðið skýrara og hefur sem betur fer
einfaldast til muna. Eftirfarandi eru valkostirnir eins og
þeir birtast í dag: Frjálslyndir virka sem einhver karla-
klúbbur sem kastar í sjóinn einu píunni sem var um
borð. Útlendingastefnan þeirra, að minnsta kosti í til-
felli Jóns Magnússonar er einnig vafasöm. Síðan er það
Samfylkingin sem er ennþá að reyna að slíta sig út úr
þessu Tony Blair Witch projecti sem átti að færa jafn-
aðarflokka evrópu nær nútíma og vinsældum. En rétt
eins og Linda Blair í Exorcist virkaði viðkunnaleg, þá var
hún andsetin af ógeði rétt eins og komið hefur á daginn
með Tony sem engin kallar lengur „von nútímajafnað-
arstefnu”. Loks er það Margrét Sverris, Jakob Frímann
og Ómar Ragnarsson með Íslandshreyfinguna. Hljóm-
ar eins og góð árshátíð en kannski ekki alveg sem fram-
boð. Loks eru það Vinstri grænir sem eru í dag mjög
feminískur flokkur, nauðsynlegt en auðmisskilið. Mik-
ið var gert úr því þegar Steingrímur talaði um stofnun
netlöggu. Ég hef ekki miklar áhyggjur af að Steingrím-
ur geri þetta að veruleika. Því Steingrímur veit að þótt
hann myndi stofna slíkt til að berjast gegn barnaklámi
þá þyrftu lærisveinar Björns Bjarna ekki nema eitt kjör-
tímabil til að fara að fylgjast með einhverju allt öðru
á netinu. En þótt maður sé ekki sammála öllu þá eru
Vinstri grænir samt lang skýrastir í sínu og erfitt að sjá
hvaða kostur annar er betri.
Ein Reich, ein Fuhrer und ein tausend Alumini-
um Fabriken.
Gallarnir sem ég hef talið upp hér að ofan eru ekki
það alvarlegir að þeir dæmi flokka alfarið úr leik eins
og Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk sem ég nefni ekki
einu sinni sem valkost. Núna er aðalmálið að stjórn-
arandstaðan reyni að ganga svona nokkurn veginn í
takt, allavega meirihluta af leiðinni að næstu kosning-
um. Helsti galli en jafnframt kostur vinstriflokka er að
taka lýðræðið alvarlega. Ef einhver nær ekki að koma
fram sinni stefnu innan einhvers flokks þá klýfur hann
flokkinn. Þetta hefur oft verið jákvætt en ég er ekki að
sjá neina þörf á þessu árið 2007. Lýðræði og raunveruleg
sjálfstæðishugsun á ekki að vera dragbítur. Það er ekk-
ert heilbrigt við það hvernig menn í Sjálfstæðisflokkn-
um hlýða leiðtoganum jafnvel þótt skipanirnar komi úr
Seðlabankanum. Hvort sem það er evrópustefna eða
annað. Ein Reich, ein Volk, ein Fuhrer, und ein tausend
Aluminium Fabriken. Ömurlegt. Ísland hefur ekki al-
veg tíma fyrir 4 ár af þessu gríni. Minnugur hvernig R-
listinn molnaði á sínum tíma vegna innanbúðarbulls.
Hvernig félagshyggjuflokkarnir töpuðu þótt sameinað-
ir hefðu þeir meirihlutafylgi. Það var engum að kenna
nema þeim sjálfum.
föstudagur 23. mars 200720 Umræða DV
DV hefur flutt fréttir af vændi á Íslandi. Það tengist oftar en ekki
mansali. Því miður er fjöldi manna sem svífast einskis, hneppa
fólk í ánauð og neyða til vændis eða annarra vonda verka. Angi
þessa harða heims teygir sig til Íslands. Það er staðreynd og það
er mikilvægt að allt verði gert til að sporna við því að við verðum
þátttakendur í þessum hörðu og miskunnarlausu glæpum.
„Það er nær undantekningarlaust ungt fólk sem lendir í man-
sali,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesj-
um, í samtali við DV. Að sögn Jóhanns kom það fyrir á síðasta og
þarsíðasta ári að allnokkrir voru stöðvaðir í Leifsstöð vegna gruns
um mansal. Þá var hart tekið á vandamálinu og svo virðist sem
það hafi snarminnkað að sögn Jóhannesar. Í þeim tilvikum þegar
fólk var stöðvað þá var það ekki á leið til Íslands heldur var aðeins
um millilendingar að ræða.
Kynlífsþrælkun er staðreynd og í Evrópu er talsvert um að stúlk-
ur séu hnepptar í þannig þrældóm. Þær
eiga enga leið til baka eða möguleika að
strjúka frá djöflum sínum. Stúlkunum er
hótað að fjölskyldur þeirra verði heim-
sóttar og gert mein geri þær ekki eins og
skipað er. Vegna þeirra miskunnarlausu
manna, sem geta haft af því lifibrauð að murka lífsgleðina og allt
það sem fallegt er úr saklausu fólki, er ekki úr vegi að taka undir
með þeim sem segja að það eigi að vera refsivert að kaupa vændi.
Meðan það er refsilaust dregur ekki úr eftirspurninni og markað-
ur ómennanna eykst og eykst.
Jóhann Benediktsson segir að fólk sé flutt frá afar fátækum
löndum til Vesturlanda. Hann segir fólkið þurfa að borga 50 til
60 þúsund dollara. Það er síðan neytt til að borga skuldina með
vinnu, ekki venjulegri vinnu; með þrælavinnu í verksmiðjum,
vændi eða eitthvað þaðan af verra.
„Við lítum svo á að það starf sem við unnum á síðasta og þar-
síðasta ári hafi skilað miklum og góðum árangri,“ sagði Jóhann í
samtali við DV.
Seint verður hægt að stöðva hörðustu glæpamenn fyrir fullt
og allt. Hins vegar er vel mögulegt að gera þeim erfiðara fyrir. Ein
leiðin er að hafa þannig lög að það sæti refsingu að eiga viðskipti
við þá, viðskipti sem leggja líf saklausra stúlkna í rúst.
Reynslan segir að þær stúlkur sem verða fyrir þessum glæp-
um eigi erfitt með að lifa venjulegu lífi á ný. Brasilíska konan sem
var handtekin á Hótel Sögu fyrir að stunda vændi þar er trúlega
fórnarlamb mansals. Ef það er rétt er glæpur hennar enginn, hún
hefur hugsanlega talið sig vera að hlífa sínum nánustu við hefnd-
um verstu glæpamanna. Glæpurinn er fyrst og fremst þeirra sem
halda henni nauðugri og svo þeirra karla sem borguðu fyrir að
svívirða konuna.
Sigurjón M. Egilsson
Mansal og vændi
Hvaða gallsúra rugl er þetta?
KjallariHins vegar er vel
mögulegt að gera
þeim erfiðara fyrir
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að
birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
StjórnarforMaður: Hreinn loftsson fraMkVæMDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarMaður: Sigurjón M. Egilsson
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð
ERpuR Þ. EyvindARson
tónlistarmaður skrifar
„Það er ekkert heilbrigt
við það hvernig menn í
Sjálfstæðisflokknum hlýða
leiðtoganum jafnvel þótt
skipanirnar komi úr Seðla-
bankanum.“
samgönguráðherra fagnar
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra virðist í miklum metum
á ritstjórn-
arskrifstof-
um Frétta-
blaðsins og
Morgunblaðs-
ins. Þá virðist
mat þeirra á
málflutningi
Sturlu ekki
ósvipað. Það
má alla vega ráða af fyrirsögnum
í blöðunum í gær. Samgönguráð-
herra fagnar hugmyndum Faxa-
flóahafna, mátti lesa á síðu 2 í
Morgunblaðinu í gær. Samgöngu-
ráðherra fagnar frumkvæði Faxa-
flóahafna mátti svo lesa á forsíðu
Fréttablaðsins.
Barnið fætt
Íslandshreyfingin - lifandi land
er orðin að veruleika eftir langa
meðgöngu hjá Ómari Ragnars-
syni og Margréti Sverrisdótt-
ur. Segja má að beðið hafi verið
eftir framboði Ómars frá í haust
og þeirra beggja í nokkra mánuði.
Einhverjir héldu allt líf væri úr
þessu vegna þess hversu mjög það
tafðist að kynna framboðið. Sú
virðist þó ekki hafa verið raunin
því mikið líf og fjör var á kynning-
arfundinum í gær.
vín og listar
Stjórnarliðar hafa skammað stjórn-
arandstöðuna að undanförnu fyrir
að koma í veg
fyrir að ýmis
þjóðþrifamál
næðu í gegn,
kenna stjórn-
arandstöðunni
meðal annars
um að léttvín
og bjór verði
ekki selt í mat-
vörubúðum. Ögmundi Jónassyni
finnst lítið til koma og hrakyrð-
ir stuðningsmenn frumvarpsins
sem átelja að komið sé í veg fyrir
mannréttindi með að minna á, að
þeir hafi komið í veg fyrir að Ísland
yrði tekið af lista ríkja sem studdu
innrás í Írak, sem honum þykir öllu
meira mannréttindamál.
SandKorn
Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða
Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja
Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús