Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 22
föstudagur 23. mars 200722 Fréttir DV Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins kom á óvenjulegum tíma og með óvenjulegum hætti inn í hringiðu stjórnmála, þegar Halldór Ásgrímsson ákvað að hætta sem for- maður flokksins. Jón tók sæti í rík- isstjórn og var nokkru síðar kjörinn formaður flokksins þegar hann bar sigurorð af Siv Friðleifsdóttur í for- mannskjörinu. Jón tók við stjórnartaumunum eftir að flokkurinn hafði nánast beð- ið afhroð í borgarstjórnarkosning- unum síðasta vor. Nú þegar fimmtíu dagar eru til kosninga benda flest- ar kannanir til þess að flokkurinn sé enn langt undir kjörfylgi frá síðustu Alþingiskosningum. Jón Sigurðsson á því erfitt verk fyrir höndum. Rótækustu breytingar sem þjóðfélagið hefur séð Jón Sigurðsson lýsir Framsóknar- flokknum sem alhliða umbótaflokki á miðju stjórnmálanna og bend- ir á að flokkurinn hafi mótað þró- un stjórnmálanna í gegnum tíðina. „Lengst af var Framsóknarflokkur- inn forystuafl þeirra sem tókust á við mjög sterkan Sjálfstæðisflokk, en síð- ustu ár höfum við starfað með þeim við að gera mjög róttækar breytingar á íslensku atvinnulífi, viðskiptalífi og þjóðfélagi. Þetta eru sennilega rót- tækustu breytingar sem þjóðfélagið hefur gengið í gegnum á jafn stutt- um tíma.“ Jón bendir á að framþróun hafi verið á öllum sviðum samfélagsins, í fjármálakerfinu, þekkingargreinum, þjónustugreinum og menningarlífi. „Það er óhætt að segja að síðustu tólf ár séu mesta hagvaxtar- og umbóta- skeið sem þjóðin hefur augum litið. VANDAMÁLIN HLUTI AF ÁRANGRI STJÓRNARINNAR DV-MYND GÚNDI ValGeIR ÖRN RaGNaRssoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Jón sigurðsson, formaður Framsókn- arflokksins, leiðir flokkinn í fyrsta sinn í kosningum í vor. Fylgi flokksins hefur mælst lítið í skoðanakönnunum en Jón segir sömu stöðu hafa verið uppi fyrir fjórum árum. Þá jók flokkurinn fylgi sitt verulega á lokasprettinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.