Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Page 22
föstudagur 23. mars 200722 Fréttir DV Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins kom á óvenjulegum tíma og með óvenjulegum hætti inn í hringiðu stjórnmála, þegar Halldór Ásgrímsson ákvað að hætta sem for- maður flokksins. Jón tók sæti í rík- isstjórn og var nokkru síðar kjörinn formaður flokksins þegar hann bar sigurorð af Siv Friðleifsdóttur í for- mannskjörinu. Jón tók við stjórnartaumunum eftir að flokkurinn hafði nánast beð- ið afhroð í borgarstjórnarkosning- unum síðasta vor. Nú þegar fimmtíu dagar eru til kosninga benda flest- ar kannanir til þess að flokkurinn sé enn langt undir kjörfylgi frá síðustu Alþingiskosningum. Jón Sigurðsson á því erfitt verk fyrir höndum. Rótækustu breytingar sem þjóðfélagið hefur séð Jón Sigurðsson lýsir Framsóknar- flokknum sem alhliða umbótaflokki á miðju stjórnmálanna og bend- ir á að flokkurinn hafi mótað þró- un stjórnmálanna í gegnum tíðina. „Lengst af var Framsóknarflokkur- inn forystuafl þeirra sem tókust á við mjög sterkan Sjálfstæðisflokk, en síð- ustu ár höfum við starfað með þeim við að gera mjög róttækar breytingar á íslensku atvinnulífi, viðskiptalífi og þjóðfélagi. Þetta eru sennilega rót- tækustu breytingar sem þjóðfélagið hefur gengið í gegnum á jafn stutt- um tíma.“ Jón bendir á að framþróun hafi verið á öllum sviðum samfélagsins, í fjármálakerfinu, þekkingargreinum, þjónustugreinum og menningarlífi. „Það er óhætt að segja að síðustu tólf ár séu mesta hagvaxtar- og umbóta- skeið sem þjóðin hefur augum litið. VANDAMÁLIN HLUTI AF ÁRANGRI STJÓRNARINNAR DV-MYND GÚNDI ValGeIR ÖRN RaGNaRssoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Jón sigurðsson, formaður Framsókn- arflokksins, leiðir flokkinn í fyrsta sinn í kosningum í vor. Fylgi flokksins hefur mælst lítið í skoðanakönnunum en Jón segir sömu stöðu hafa verið uppi fyrir fjórum árum. Þá jók flokkurinn fylgi sitt verulega á lokasprettinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.