Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 34
FösTUdagUr 23. mars 200734 Sport DV Í litlum bæ sem heitir Vail og er staðsettur í Colorado í Bandaríkjun- um má finna mann sem gegnt hef- ur lykilhlutverki í íþróttaheiminum. Aðeins 5.000 manns búa í þessum bæ og ekki er mikið af íþróttamann- virkjum þar þótt aðstaða til skíða- iðkunar sé góð. Þarna má einnig finna endurhæfingarstöð og hvíld- araðstöðu og þar hafa fjölmarg- ir þekktir íþróttamenn dvalið. Þar hefur Dr. Richard Steadman, þekkt- asti sérfræðingur í hnéaðgerðum í heiminum, aðsetur. Á þessum stað bjargaði hann meðal annars ferli Alans Shearer árið 2000 og hefur hjálpað fjölmörgum öðrum þekkt- um íþróttamönnum. Þegar biðstofa Steadmans er skoðuð sést vel hversu ótrúlegrar virðingar hann nýtur í þessum bransa. Þar má meðal annars finna mynd af Alan Shearer á veggn- um sem hann hefur áritað: „Þegar ég var við það að gefast upp vegna meiðsla þá tókstu þau í burtu, margfaldar þakkir.“ Þar eru einnig innrömmuð skilaboð frá Martinu Navratilovu tenniskonu: „Takk fyr- ir að hafa kallað fram bros á andliti mínu, í hjartanu og hnénu.“ Annast afreksfólk Það er athyglisvert að Steadman, sem er 68 ára, hefur afrekað það að hafa framkvæmt aðgerðir á öllum bandarískum skíðamönnum sem hafa unnið til ólympíuverðlauna síðan 1978. „Þegar fólk velur sér- fræðing til að annast meiðsli horfir það oftast til þess hve stór hluti aðgerða hans hef- ur borið árangur. Við höfum búið til gott kerfi í starfsemi okkar og pró- sentan yfir vel heppnaðar að- gerðir er mjög há,“ sagði Steadman mjög hógvær í samtali við BBC-frétta- stofuna. „Það má ekki gleyma því að hér hef ég bestu aðstöðu sem hægt er að finna. Hvergi er betra að gangast undir endurhæf- ingu en hjá okkur. Skurðstofan er fyrsta flokks og við leggjum mikinn metnað í það sem við gerum. Þó það er heims- frægt íþróttafólk hjá okkur þá hugs- um við ekkert út í það heldur ein- beitum við okkur alfarið að því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að það nái að jafna sig,“ sagði Stead- man. Ef íþróttamenn vilja fá bestu hugsanlegu meðhöndlun á meiðsl- um sínum leita þeir til hans. Hefur enn ekki mætt á leik Á háskólaárum sínum í Texas lék Steadman amerískan fótbolta. Eftir útskrift starfaði hann í tvö ár í her- num og svo á sjúkrahúsi í New Or- leans. Eftir það fór hann að mennta sig í lækningum á hnémeiðslum og var ekki lengi að klifra upp metorð- astigann. Steadman byrjaði að vinna með íþróttamenn í kringum 1970 þeg- ar hann vann fyrir skíðalandslið Bandaríkjanna. „Ég bjó þá í Kali- forníu og var boðið að taka þetta starf að mér. Ég ákvað að slá til og eftir það fór ég að öðlast nafn í þessu. Eftir það höfðu lið í NFL- deildinni samband við mig og ég fór að vinna með fótboltakappa. Þegar ég flutti til Vail öðlaðist ég síð- an tækifæri til að sinna evrópskum knattspyrnumönnum og íþrótta- mönnum í nánast hvaða íþrótt sem er,“ sagði Steadman. Steadman varð ekki frægur á einu kvöldi en frammistaða hans vakti fljótt athygli og fór að spyrjast út. „Þrátt fyrir að ég leggi áherslu á að skera upp íþróttamenn þá eru aðeins fáir þeirra vel þekktir. Það er mikilvægt að ég sé ekki bara að skera upp íþróttamenn því þeir eru frægir,“ sagði Steadman. Hann er mjög þekktur hjá íþróttafélögum í Bretlandi og hefur framkvæmt aðgerðir á fjöldamörg- um leikmönnum í ensku úrvals- deildinni í fótbolta. Það er því frekar furðulegt að hann hefur aldrei farið á leik í deild- inni. „Ég stefni samt klárlega á það að fara á leik bráðlega,“ sagði Stead- man brosandi, en hann var meðal annars settur í frægðarhöll skíða- sambands Bandaríkjanna fyrir færni sína í að meðhöndla meiðsli. Læknirinn Richard Steadman er maður sem flestir íþrótta- áhugamenn hafa heyrt minnst á. Margar stórstjörnur íþróttaheimsins hafa leitað til hans enda er hann þekktasti sérfræðingur í hnémeiðslum. Meðal annarra íþróttaManna seM hann hefur skorið upp: John elway, Joe Montana, Dan Marino, Vitali klitschko, kobe bryant, Michael Vaughan, greg norMan, boDe Miller, picabo street, pernilla wiberg, anJa pärsson, Martina naVratiloVa, Monica seles. frægir knattspyrnuMenn seM steaDMan hefur skorið upp Vegna Meiðsla á hné: craig bellaMy, patrik berger, JiMMy bullarD, John kenneDy, henrik larsson, Martin laursen, Joleon lescott, lothar Matthäus, ian Durrant, ruuD Van nistelrooy, Michael owen, alessanDro Del piero, ronalDo, alan shearer, JaMes Vaughan, JaMie reDknapp, roy keane. Greg Norman - golf. Vitali Klitschko - hnefaleikar. Martina Navratilova - tennis. Alan Shearer - fótbolti. Kobe Bryant - körfubolti. Vitali Klitschko - hnefaleikar. MeðhÖnDlar stórstJÖrnur Richard Steadman Hefur meðhöndlað marga leikmenn í ensku úrvalsdeildinni en þó aldrei mætt á leik í henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.