Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Page 40
föstudagur 23. mars 200740 Ættfræði DV
ættfræði Ættfræði DVKjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum liðna viku, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.isU m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n
N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s
Nú fyrir skömmu keypti athafna- og
fjármálamaðurinn Björgólfur Thor,
húsið Fríkirkjuveg 11 af Reykjavík-
urborg, en um þessar mundir eru
hundrað ár liðin frá því langafi hans,
Thor Jensen, lét hefjast handa um að
reisa þetta glæsilegasta einbýlishús
sem risið hefur á Íslandi.
Ættfaðir Thorsaranna
Hinn stórhuga húsbyggjandi
sem hét fullu nafni Thor Philip Axel
Jensen, fæddist í Kaupmannahöfn
3.12. 1863. Faðir hans var vel efn-
aður húsasmíðameistari sem þó
missti eigur sínar skömmu eftir að
Thor fæddist og lést er Thor var átta
ára. Thor stundaði nám við virtan
heimavistarskóla í Kaupmanna-
höfn, kom fjórtán ára til Íslands og
var þá verslunarsveinn á Borðeyri,
varð síðar verslunarstjóri í Borgar-
nesi, efnaðist umtalsvert á sauða-
sölu til Bretlands og var um skeið
mesti sauðabóndi á Vestur- og Suð-
urlandi, og stundaði útgerð og versl-
un á Akranesi um aldamótin 1900.
Þá missti hann aleiguna og varð
gjaldþrota.
Thor og kona hans, Margrét Þor-
björg Kristjánsdóttir, komu suð-
ur 1901 með tvær hendur tómar og
börnin sín sjö sem þá voru fædd.
Þau gerðu stuttan stans í Hafnar-
firði en fluttu síðar til Reykjavíkur
þar sem þau bjuggu meðal annars
í gamla pósthúsinu við Pósthús-
stræti.
Thor tók aftur til við kaup-
mennsku og braut þá blað í verslun-
arsögu bæjarins með því að bjóða
útgerðarbændum betri vörur á
lægra verði en dönsku kaupmenn-
irnir í Reykjavík höfðu komið sér
saman um. Hann hóf síðan þilskipa-
útgerð og á örfáum árum varð hann
einn helsti athafnamaður landsins,
átti eftir að stofna og reka um árabil,
ásamt sonum sínum, langstærsta
útgerðarfyrirtæki landsins, Kveld-
úlf, reisa síldarverksmiðjur og reka
búskap víða, meðal annars á Korp-
úlfsstöðum, þar sem hann reisti full-
komnasta kúabú á Norðurlöndum.
Thor var feikilega fjölhæfur mað-
ur, hugmyndaríkur, harðduglegur,
víðsýnn og víðlesinn. Hann lét sér
annt um hag starfsmanna sinna,
setti sín eigin Vökulög áður en slík
lög voru samþykkt á Alþingi og kom
upp eldhúsi og skipulagði matargjaf-
ir til fjölda Reykvískra fjölskyldna er
Spánska veikin geysaði hér 1918.
Nokkur hundruð Reykvíkingar þáðu
þar mat þegar mest var, þar af um
450 börn.
Landlæknistún verður
Hallargarður
Þegar Thor festi kaup á lóð undir
Fríkirkjuveg 11 í túni Jónasar Jónasen
landlæknis á svonefndum Útsuður-
svelli, náði Fríkirkjuvegurinn aðeins
að Fríkirkjunni. Vík úr Tjörninni náði
austur yfir núverandi Fríkirkjuveg
og inn í núverandi Hallargarð. Thor
keypti víkina af bænum, fyllti hana
upp, lét sjálfur framlengja Fríkirkju-
veginn að sínu húsi, og lét hlaða grjót-
garð meðfram Tjörinni. Um þetta
leyti voru nýrisin timburhúsin, vest-
an verðu Tjarnarinnar við Tjarnar-
götu, sem flest voru byggð af hásett-
um embættismönnum í bænum.
Teiknaði sjálfur húsið
Segja má með nokkrum rétti að
Thor hafi sjálfur teiknað Fríkirkju-
veg 11. Hann hafði mikinn áhuga
á byggingarlist, sökkti sér niður í
fræðigreinina á Landsbókasafninu
og teiknaði upp grófa hugmynd að
húsinu sem Einar Erlendsson húsa-
smíðameistari útfærði endanlega.
Húsið er í nýklassískum stíl, minn-
ir mjög á gamlar ítalskar villur, en
helstu ytri einkenni þess eru valma-
þakið, skrautlegar svalir og jónískar
súlur. Yfirsmiður við húsið var Stein-
grímur Guðmundsson húsasmíða-
meistari, tengdafaðir Hermanns
Jónassonar síðar forsætisráðherra,
föður Steingríms, fyrrv. forsætis-
ráðherra. Upp komið kostaði húsið
125.000,- krónur sem var álíka mikil
upphæð og öll gjöld Reykjavíkurbæj-
ar árið 1908.
Höfðingjahöll með nútíma
þægindum
Fyrsta hæð hússins er 268 fermetr-
ar en önnur hæðin 242. Að kjallar-
anum undanskildum voru fimmtán
herbergi í húsinu. Niðri voru eld-
hús og sex herbergi. Að austan verðu
var skrifstofa húsbóndans, dagstofa
og vinnustofa húsfreyjunnar en að
vestan verðu var borðstofa, salur og
Rauða stofan svo kallaða. Uppi voru
átta svefnherbergi og lestrarstofa.
Þá hafði Thor vínkjallara og billjard-
stofu í kjallaranum.
Í húsinu var vatnslögn fyrir heitt
og kalt vatn sem þá voru óþekkt þæg-
indi, göldrum líkust. Þá var rafmagn
leitt í húsið frá ljósavél bakatil, 16
árum áður en rafmagn var leitt í bæ-
inn frá Elliðaárvirkjun. Þótti sumum
nóg um og nánast ósmekklegt til-
dur að vera með rafljós inná nýtísku
vatnssalernum.
Frá flestum húsum við Tjörnina
var allt skolp leitt út í Tjörnina. Það
tók Thor hins vegar ekki í mál en
lét þess í stað grafa stóra rotþró fyr-
ir austan húsið. Hann var auk þess
með hesthús fyrir gæðinga sína, fjós
með nokkrum kúm og hlöðu á lóð-
inni.
Hugmyndir um seðlabanka
og ráðhús
Thor og Þorbjörg bjuggu í hús-
inu til 1937 er þau fluttu að Lága-
felli í Mosfellsbæ þar sem þau áttu
heima til dauðadags. Þorbjörg lést
1945 en Thor 1947. Einn sona þeirra
bjó með fjölskyldu sinni í húsinu um
skeið en 1942 eignaðist Góðtempl-
arareglan húsið sem þá var gjarnan
nefnt Templarahöllin. Reykjavíkur-
borg eignaðist svo húsið 1963 og hef-
ur það verið í eigu borgarinnar þar
til nú fyrir skemmstu að Björgólfur
Thor, einn niðja Thors og Þorbjargar,
festi kaup á því.
Árið 1967 gerði Reykjavíkurborg
samkomulag við Seðlabankann um
makaskipti á lóðunum Lækjargötu
4 og Fríkirkjuvegi 11 í því skyni að
Seðlabankinn risi í Hallargarðin-
um. Frá því var þó horfið árið 1971
vegna andmæla ýmissa málsmet-
andi manna og fékk Seðlabankinn
þá lóð sína nyrst í Arnarhólstúni þar
sem bankinn reis á endanum þrátt
fyrir öflug mótmæli.
Í löngu karpi um ráðhús við
Tjörnina var svo þeirri athyglisverðu
hugmynd nokkrum sinnum hreyft
að gera Fríkirkjuveg 11 að aðalbygg-
ingu ráðhúss Reykjavíkur en byggja
síðan baka til og að einhverju leyti
neðanjarðar, skrifstofuálmur í stíl við
húsið sjálft. Af þessu varð þó aldrei
en í staðinn byggt ráðhús við norður-
enda Tjarnarinnar sem óneitanlega
stingur í stúf við gömlu timburhúsin
við Tjörnina.
Nú er hins vegar þetta tæplega
hundrað ára gamla hús aftur komið í
eigu Thorsara. Líklega verður engum
betur treystandi en Björgólfi Thor til
að varðveita húsið og sögu þess og
halda í heiðri minningu Thors Jen-
sen, eins merkasta athafnamanns Ís-
landssögunnar.
Ættaróðal Thorsaranna við Tjörnina
Margrét Þorbjörg
Kristjánsdóttir
húsfreyja
Thor P.A. Jensen
athafnamaður
Camilla Thors
húsmóðr
Richard Thors,
Kveldúlfs
forstjóri
KjartanThors,
formaður VSÍ
ÓlafurThors,
forsætisráðherra
HaukurThors,
forstjóri í Rvík
KristínThors,
húsmóðir í Rvík
Kristjana Thors,
húsmóðir í
Svíþjóð
Margrét Þ.Thors,
húsmóðir í Rvík
Thor H.Thors,
sendiherra í
Washington
Lorentz Thors,
Korpúlfsstöðum
bústjóri á
Hilmar Thors,
lögfræðingur í
Rvík
Unnur T. Briem,
húsmóðir í Rvík
Richard Ó. Briem,
arkitekt í Rvík
Björn Thors,
blaðamaður í
Rvík
Stefán Thors,
skipulagsstjóri
ríkisins
Kjartan Thors
jarðfræðingur
ThorThors.
forstjóri Íslenskra
aðalverktaka
Marta Thors,
húsmóðir í Rvík
Guðrún
Pétursdóttir,
forstöðukona
Ólöf Pétursdóttir,
dómstjóri
Ragnheiður
Hafstein,
forsætisráðh.frú
Pétur Hafstein,
fyrrv. hæsta-
réttardómari
Örnólfur
Thorsson
forsetaritari
Guðmundur
Andri Thorsson
bókmenntafr.
Margrét Þóra
Hallgrímsson
húsm. í Rvík
Björgólfur Thor
Björgólfsson,
athafnamaður
Thor H.Thors,
bankastjóri í
Bandaríkjunum
JónThors,
fyrrv. deildarstj. í
dómsmálaráðun.
Ólafur B. Thors,
fyrrv. forstjóri og
forseti borgarstj.
BorghildurThors,
húsmóðir í Rvík
Hilmar Oddsson
tónskáld
Vilhjálmsson
rithöfundur
Thor
Börn Thors Philip Axel Jensen og
Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur
og nokkrir niðjar þeirra