Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 2
Iðnhönnuðurinn Sruli Recht var í gær sýknaður af ákæru um brot á vopnalögum. Hann var ákærður fyrir að hafa í fórum sínum fjögur hnúajárn sem hann notaði sem handföng á svokallaðar Umbuster- regnhlífar. Dómarinn taldi að ekki stafaði meiri hættu af þessum reng- hlífum heldur en öðrum slíkum og sýknaði Sruli. Hann segir í sam- tali við Fréttatím- ann að hann sé ánægður með dóm- inn. Spurður hvort hann hyggi á að láta reyna á að fá einhverjar skaða- bætur segir hann svo ekki vera. “Ég horfi bara til framtíðar en dvel ekki í fortíðinni.” -óhþ Actavis tapaði 180 milljörðum Actavis Group tapaði 180 milljörðum á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins sem nú er opinber. Langstærsti hluti tapsins skýrist af virðisrýrnun vegna viðskiptavildar, eða 165 milljarðar. Eftir því sem Frétta- tíminn kemst næst er slíkt ekki óeðlilegt hjá félögum í fjárhagslegri endurskipulagningu. Skuldir félagsins nema um 4,2 milljörðum evra eða um 630 milljörðum króna. Fram kemur í ársreikningnum að búið sé að endursemja um skuldir félagsins við Deutsche Bank og eru þær ekki á gjalddaga fyrr en 2013 með möguleika á framlengingu til 2014. Vert er að hafa í huga að Actavis Group er í eigu Actavis eignarhaldsfélags sem er í eigu Novoator Pharma Holding 5, sem er í eigu Novator Pharma Holding 4, sem er í eigu Novator Pharma Holding 3, sem er í eigu Novator Pharma Holding 2, sem er í eigu Novator Pharma Holding 1, sem er 78% í eigu Novator Pharma Holding Sarl, sem er í eigu Novator Pharma Holdings Limited, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. -óhþ Novator skuldar BeeTeeBee sex milljarða Novotor ehf., sem er í eigu afla- ndsfélagsins BeeTeeBee Limited, sem er aftur í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, er með neikvætt eigið fé upp á rúma tvo milljarða samkvæmt ársreikn- ingi félagsins. Stærsta skuldin er við BeeTeeBee Limited sem nemur rúmum sex milljörðum. Á meðal eigna Novators eru fjarskiptafyrirtækið Nova, CCP, 42% hlutur í Verne Holding og F11 ehf., sem heldur utan um Fríkirkjuveg 11. -óhþ Nova tapar 800 milljónum Fjarskiptafyrirtækið Nova tapaði 765,7 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins sem birtur var á dögunum. Félagið hefur tapað rúmum tveimur milljörðum á þeim þremur árum sem það hefur starfað. Í samtali við Fréttatímann segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmda- stjóri Nova, að þessar tölur komi heim og saman við áætlanir. Hún segir að félagið muni skila jákvæðri rekstrarafkomu á þessu ári og hagnaði árið 2011. -óhþ J ón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar S. Pálmadóttur, aðal-eiganda og stjórnarformanns fjöl- miðlarisans 365, er á lista yfir gesti hinn- ar árlegu íþróttaefnissýningar í Mónakó sem hefst á mánudaginn. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst er Jón Ásgeir titlaður sem sérstakur ráðgjafi Ara Ed- wald, forstjóra 365. Jón Ásgeir er kameljón þegar kemur að ráðgjafahlutverkum fyrir 365. Greint hefur verið frá því í DV að Jón Ásgeir þáði ráðgjafa- greiðslur frá 365 fyrir fjármála- ráðgjöf. Jafnframt var Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær framlenginu gæsluvarðhalds til 1. nóvember yfir karli sem réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína í Hveragerði nýverið. Maðurinn er talinn hafa ráðist með barefli eða hnúa- járnum á konuna og beint árásinni fyrst og fremst að höfði og andliti hennar. Mat réttarmeinafræðings er að slík árás sé til þess fallin að geta valdið dauða þess er fyrir verður. Maðurinn er enn fremur grunaður um tvær líkamsárásir til viðbótar, annars vegar að hafa ráðist á mann og konu og hins vegar að hafa hrint fötluðum manni af reiðhjóli með þeim afleiðingum að hann mjaðma- grindarbrotnaði. Árásarmaðurinn á töluverðan sakaferil að baki. Fram kom hjá lögreglustjóranum á Selfossi að konan og vitni í málinu óttast hefndarað- gerðir af hans hálfu. -jh Hæstiréttur þyngdi dóm fyrir árás og rán Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu 42 ára karls vegna húsbrots og ráns í febrúar í fyrra. Maðurinn ruddist ásamt öðrum manni inn á heimili í Reykjanesbæ þar sem þeir gengu í skrokk á húsráðanda með höggum og spörkum í höfuð og líkama. Mennirnir höfðu síðan á brott með sér fartölvu. Héraðsdómur dæmdi manninn í tíu mánaða fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í árs fangelsi. Vegna alvarleika málsins voru ekki talin efni til að skilorðsbinda refsinguna. Samkvæmt sakavottorði á hinn dæmdi að baki nokkurn sakaferil allt frá árinu 1985. Hinn maðurinn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi og áfrýjaði ekki þeim dómi. Uppboðsstíflan er að bresta „Hér er stíf la að bresta,“ segir Þuríður Árnadóttir, sýslumaður í Reykjavík, því aðeins út þennan mánuð fá þeir sem ekki hafa áður sótt um frest leyfi til að fresta loka- uppboði á eignum sínum. Í vikunni sem er að líða og næstu þrjár voru vel yfir 100 eignir skráð- ar á lokauppboð hjá embættinu, en Þuríður segir að eigendur þeirra nái oft að afstýra uppboði nokkrum klukkustundum áður en þau eiga fara fram. Alls höfðu 270 fasteign- ir verið slegnar á uppboði fram að vikunni. „Það er töluverð aukning,“ segir hún. -gag  Dómsmál vopnaburður Hnúajárnsregnhlífar- maður sýknaður  mónaKó ÍÞróTTasÝnInG Jón Ásgeir íþróttaráð- gjafi 365 í Mónakó Eiginmaður stjórnarformanns og eiganda 365 heldur áfram ráðgjafarstörfum fyrir fjölmiðlafyrirtækið Jón Ásgeir og Ari Edwald stefna saman til Mónakó. hann á gestalista LA Screening fyrr á þessu ári í hluverki ráðgjafa um erlent sjónvarpsefni. Af einhverjum ástæðum mætti hann ekki þar. Nú stendur til að hann taki að sér ráðgjafahlutverk um íþróttaefni fyrir sjónvarpsstöð eiginkon- unnar. Og það er ekki komið að tómum kof- unum hjá Jóni Ásgeiri þegar íþróttir eru annars vegar. Þekktur er áhugi hans á ensku knattspyrnunni. Hann leigði sérstök herbergi á Upton Park, heimavelli West Ham, og St. James‘ Park, heimavelli Newcastle, til að fóðra knattspyrnuáhuga sinn. Alþekkt er að hann reyndi að kaupa Newcastle haustið 2007 án árangurs. Formúluáhugi Jóns Ásgeirs er vel þekktur. Hann hefur verið fasta- gestur á Mónakó-kappakstrinum undanfarin ár og leigði einkaþotu til að fljúga með vini sína til Sao Paulo í Brasilíu haustið 2006 til að sjá síðasta kappakstur Þjóð- verjans Michaels Schumacher. Port Hercules í Mónakó þar sem snekkjurnar safnast saman. Ljósmynd/Getty 2 fréttir Helgin 8.-10. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.