Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 4
Ísland á tossalista AGS Ísland er á tossalista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), að því er fram kemur í nýrri hagspá hans. Þar kemur fram að efnahagslegur bati alheimshag- kerfisins sé enn á afar viðkvæmu stigi, segir Greining Íslandsbanka. Nýmarkaðsríki og þróunarlönd draga hagvaxtarvagninn. Þrátt fyrir að bati sé hafinn eru enn nokkur samdráttarríki. AGS býst við að hagkerfi Grikklands dragist saman um 4% á þessu ári, Ís- lands um 3% og Írlands og Spánar um 0,3%. Mestur vöxtur á þessu ári verður í Singapúr eða 15%. Þá spáir AGS því að atvinnuleysi verði 14% í Slóvakíu, 13,5% á Írlandi og 11,8% í Grikklandi. Atvinnuleysi verður minnst í Singapúr á þessu ári, eða 2,1%, sem er svipað og var á Íslandi fyrir hrun. AGS spáir að atvinnuleysi hér verði að meðaltali 8,6% á þessu ári og 8,4% á næsta ári. -jh 3% SAMdráttur á hAGkerfi ÍSlANdS SPÁ Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn Forlagið kynnir væntanlegar sp ennusögur í Eymundsson Skólavörðustíg í dag kl. 17-18 — verið velkomin! Glæpsamlega snemma? Árni Þórarinsson– Morgunengill Óskar Hrafn Þorvaldsson – Martröð millanna Þórunn Erlu-Valdimarsd. – Mörg eru ljónsins eyru veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SV-GolA, milt Veður oG úrkomuluSt, en SmáriGninG SunnAn oG SuðAuStAntil. HöfuðborGArSVæðið: BjArt veður oG Milt Í veðri bjArtViðri oG SólSkin um lAnd Allt. Hlýtt miðAð Við árStÍmA HöfuðborGArSVæðið: létt GolA oG hlýtt Í veðri. léttSkýjAð ekkert lát á GóðViðrinu ef mArkA má Spár. HöfuðborGArSVæðið: jAfNvel eNN hlýrrA eN á lAuGArdAG! óvejuleg hausthlýindi Ekki er hægt að segja annað en að tíðarfarið sé sérkennilegt þessa dagana. Um helgina eigum við í vændum sann- kallaðan sumarauka og allt að því óvenjulegt góðviðri sé miðað við árstíma. ekki nóg með að hitinn verði vænn, heldur kemur sólin til með að skína glatt víðast hvar, bæði á laugardag og sunnudag. 10 9 11 10 10 13 10 9 9 12 14 12 12 10 12 einar Sveinbjörnsson vedurvitinn@gmail.com r agnarssel er ekki geymsla fyrir börn eða frí-stundarúrræði. Þarna fer fram markviss þjálfun fyrir einhverf og fjölfötluð börn frá því að skóla- starfi lýkur,“ segir Inga Sveina Ásmundsdóttir, varafor- maður Þroskahjálpar á Suðurnesjum og móðir fimmtán ára einhverfs pilts, Bergs Edgars Kristinssonar. „Til að mynda þarf að kenna syni mínum hverja ein- ustu athöfn. Fái hann ekki þessa þjálfun minnkum við lífsgæði hans og þar með talið okkar fjölskyldu hans. Getum við beðið um það?“ spyr hún. Bergur sækir Ragnarssel þrjá tíma á dag og þarf að vera undir stöð- ugri gæslu í skóla og heima. Öllum tólf starfsmönnum Ragnarssels á Suðurnesj- um hefur verið sagt upp vegna óvissunnar um hvað tekur við þegar málefni fatlaðra færast af hendi ríkis- ins til sveitarfélaga. Uppsögnin tekur gildi um áramót. „Það er nú upp á sveitarfélagið komið hvernig staðið verður að starfinu í Ragnarsseli og hvort sveitarfélög á svæðinu ætla að vinna saman eða brjóta upp starfsem- ina. Ég hef áhyggjur af því sem foreldri og stjórnarmað- ur í Þroskahjálp að þekkingin í Ragnarsseli þynnist út og hverfi,“ segir Inga Sveina og bætir við: „Við foreldr- arnir höfum líka áhyggjur af því að börnin einangrist í sínu bæjarfélagi og fái ekki félagsskap meðal jafningja sem þau fá í Ragnarsseli.“ Þroskahjálp á Suðurnesjum rekur Ragnarssel og hef- ur þjónustusamning við ríkið, sem nú hefur verið sagt upp. „Þetta er eina félagið á landinu með svona rekstur,“ segir hún og bætir við að reksturinn sé betur kominn í höndum sveitarfélaga. „Mér finnst að sveitarfélögin á Suðurnesjum hefðu mátt byrja undirbúninginn fyrr. Flest önnur sveitarfélög eru komin lengra og eru því betur í stakk búin að taka við málefnum fatlaðra. Það er eins og menn hafi haldið að ríkið myndi fresta því að afhenda sveitarfélögum fatlaða.“ Allir foreldrar barnanna sextán í Ragnarsseli voru boðaðir á fund daginn sem uppsagnirnar voru tilkynnt- ar. Inga Sveina segir óvissuna sem nú taki við í lífi fjöl- skyldnanna naga þær að innan. „Óvissan er skelfileg. Við vitum ekki hver staðan verður. Við hjónin erum til dæmis bæði útivinnandi. Fái sonur okkar ekki vistun eftir skóla veit ég ekki hvernig við brúum það.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatíminn.is Svigrúm til frekari vaxtalækkunar Peningastefnunefnd Seðlabankans er sammála um að enn sé svigrúm til áfram- haldandi slökunar peningalegs aðhalds að því gefnu að gengi krónunnar haldist stöðugt eða styrkist og hjöðnun verðbólgu haldi áfram. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 3. nóvember og miðað við þær skoðanir sem koma fram í fundargerðinni mun bankinn lækka vexti enn frekar þá, segir í mati Greiningar Íslandsbanka. -jh fá peningana tveimur og hálfu ári eftir hrun Þeir sem áttu innlánsreikninga í lands- bankanum í lúxemborg mega búast við því að fá peningana sína, vaxtalaust, nú um áramótin. Innistæðurnar frusu inni þegar bankinn fór í þrot í október fyrir tveimur árum. lengi vel var ekki vitað hvort innlánseig- endur fengju eitthvað umfram lágmarks- tryggingu greidda, rúmar þrjár milljónir króna, en með samningi landsbanka Íslands og Seðlabanka lúxemborgar við tíu stærstu kröfuhafana í ágúst varð ljóst að innlánseigendur fengju sitt, samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd landsbankans. Hópur Íslendinga, flestir fjáðir, eiga pen- inga í þrotabúi landsbankans í lúxemborg en innlánin voru þó aðeins tíundi hluti allra krafna í búið. -gag Eiga erfitt með meðlagið á milli 150 og 250 meðlagsgreiðendur sækja í hverjum mánuði um greiðslufrest eða að fá að lækka greiðslurnar til Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga. „Það geta aldrei allir orðið ánægðir með afgreiðslu stofnunarinnar en ég held að ég geti fullyrt að langflestir séu sæmilega sáttir við afgreiðslu mála,“ segir jón ingvar Pálsson, forstjóri innheimtustofnunar- innar, spurður hvort margir fái neitun. Jón Ingvar segir æ fleiri sækja um breytingu greiðslnanna á hverju ári. „við hrunið breyttist þetta allt til hins verra,“ segir hann. Fólk hafi misst vinnuna, þurft að lækka starfshlutfall og/eða lent í öðrum hremmingum. Meðlagsgreiðendur eru um þrettán þúsund á landinu öllu. Þeir greiða ekki forsjárforeldri beint heldur sér Trygg- ingastofnun um það. Því hefur breyting á greiðslunum ekki áhrif á börnin. Meðlag er að lágmarki 21.657 kr. á mánuði. -gag  rekstur ragnarssels í uppnámi Óvissa á heimilum fatlaðra barna Alger óvissa ríkir um rekstur dagheimilis fyrir einhverf og fjölfötluð börn á Suðurnesjum. Öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp. Inga Sveina Ásmundsdóttir segir skelfilegt að vita ekki hvort hún og maðurinn hennar geti stundað fulla vinnu eða verði að vera heima með vökul augu á fimmtán ára einhverfum syni sínum. bergur edgar kristinsson og fjölskylda hans bíða í ofvæni eftir ákvörðun sveitarfélaga á Suðurnesjum um hvernig þau vilja haga rekstri Ragnarssels. Bergur sækir dagheimilið eftir skóla en nú er búið að segja öllum starfsmönnum upp og tekur uppsögnin gildi um áramót. Vorfiðringur er í staranum í októberblíð- unni og ýmsum virðist sem hann sé kom- inn í hreiðurgerð. Fuglafræðingur dregur það þó í efa. “Það er eins og það sé eitt- hvað vitlaus í þeim klukkan,” segir Ágúst Ísfjörð, sviðstjóri hjá Teiti hópferðum við Dalveg í Kópavogi, en þar er ekki annað að sjá en starar séu á fullu í vorverkum. Þeir hegða sér eins og í undirbúningi hreiðurgerðar. Ágúst segir hið sama eiga við um Reykjanesbæ þar sem hann býr. Þar sé vorstuð á staranum. Hann segir enn fremur að starfsmenn Frumherja við Dal- veg hafi fengið léðan lyftara á verkstæði hópferðafyrirtækisins til þess að hindra starann við að leita sér að smugum í þak- skeggi. Ágúst bætir því við að jarðargróð- ur sé einnig tímavilltur því gulltoppurinn sé farinn að blómstra í októberblíðunni í Keflavík. Höskuldur Sæmundsson, skoðurnar- maður ökutækja hjá Frumherja, segir starann djöflast mikið á þakskegginu í veðurblíðu hins milda hausts. “Við reynd- um að loka rifum en þeir hafa ekki látið sér segjast, reyna sjálfsagt aðrar leiðir því starinn er harður af sér. “Þeir hafa verið með hreiður hér árum saman, heilu fjöl- skyldurnar, á vorin og fram á sumarið,” segir Höskuldur sem aldrei hefur séð þá í þessum ham að hausti til. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fags- tjóri í dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun, segir hormónastjórnun hjá fuglum taka mið af dagsbirtu þannig að óþekkt sé á þessari breiddargráðu, nema með örfáum undantekningum, að fuglar verpi á mis- munandi árstímum. “Húsdúfan getur orpið allt árið og eins verpir krossnefur stundum á haustin og jafnvel á veturna þegar gre- nifræ eru nægilega þroskuð. Á suðlægari slóðum verpa fuglar oft á haustin eða snemma vetrar,” segir Kristinn Haukur. Eftir stendur þá aðeins hvort starinn lítur á Kópavog og Keflavík sem nægilega suðlægar slóðir til haustvarps. -JH Vorfiðringur í staranum þótt kominn sé október “Það er eins og það sé eitthvað vit- laus í þeim klukkan,” 4 fréttir helgin 8.-10. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.