Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 12
Rúmlega þrítugur karlmaður og tvær konur undir fertugu eru þau yngstu sem látist hafa úr húðkrabbameini hér á landi. Hátt í tugur Íslendinga deyr vegna sortuæxla á hverju ári. Fimm- tíu greinast að meðaltali árlega með þennan húðsjúkdóm, tuttugu karlar og þrjátíu konur, allt niður í tíu ára aldur. Meðalaldur þeirra sem deyja vegna sortuæxla hér á landi er um sjötíu ár, sú elsta var 96 ára. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Krabbameinsskrá Íslands vann fyrir Fréttatímann. Bárður Sigurgeirsson, húðsjúk- dómalæknir á Húðlæknastöðinni, segir að sortuæxli virði engin mörk. Takist krabbameinsfrumum að dreifa sér um líkamann geti verið ógjörning- ur að vinna bug á þeim. Mjög einstak- lingsbundið sé á hve löngum tíma æxli dreifi sér. Þau vaxi inn í vefi, dýpra og dýpra inn í æðar, fitu og bein. Íslenskar konur eru líklegastar kvenna á Norðurlöndum til að greinast með sortuæxli, samkvæmt grein sem birtist í septemberhefti tímaritsins American Journal of Epidemiology. Þar segir að fram undir 1990 hafi Ís- lendingar verið ólíklegastir Norður- landabúa til að fá sortuæxli. Staðan sé því gjörbreytt. L ögreglan hefur ekki tekið eina einustu e-töflu af göt-unni það sem af er ári, en tók þúsundir stykkja síðuðustu ár. Mest árið 2007 þegar 26 þúsund töflur komust aldrei í hendur eiturlyfja- neytenda. Svo virðist einnig, þegar rýnt er í tölur upplýsinga- og áætlanadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, sem árangur lögreglunnar við að taka amfetamín úr umferð sé ekki sá sami og í fyrra. Þá náðust rúmlega 80 þúsund grömm á lands- vísu en það sem af er þessu ári eru þau tæplega ellefu þúsund. Eins náðust um 54 þúsund grömm af marijúana í fyrra en nú er magnið komið í tæplega 17 þúsund grömm á höfuðborgarsvæðinu, 19 þúsund á landinu öllu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar sem fíkniefnadeildin hafi skipt um taktík og leggi nú áhersluna á að taka heldur þá sem flytja efnin inn en þá sem neyta þeirra, sé erfitt að bera tölurnar saman. Hvert mál sé það stórt og mikið magn sem næst í hverju sinni. „Það er því algengt að rannsóknir hafi staðið yfir í eitt ár þegar kemur að handtöku,“ segir hann. „Við höfum einnig náð efnunum á vinnslustigi og sjáum að þau eru nú flutt hálfunnin inn í landið. Það er vísbending um meira skipulag fíkniefnamarkaðarins en áður og að menn hafi aflað sér sérfræðiþekk- ingar til að framleiða þau.“ Þannig tókst til að mynda að leggja hald á rúmlega tuttugu lítra af am- fetamín- basa sem hefði gefið af sér 200 kíló af amfeta- míni við götustyrkleika. Stökkbreyttur markaður Athygli vekur að á síðustu tveimur árum hefur fíkniefnalögreglan upp- rætt þúsundir kannabisplantna, sem styður þá kenningu lögreglunnar að fíkniefnin séu nú oftar framleidd hér á landi. Árið 2007 náðust ríflega 1.100 plöntur, færri 2008 en í fyrra voru þær 11.700 og fram til 25. sept- ember í ár hefur hún náð tæplega 7.700 stykkjum. Karl Steinar bendir á að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan stöðvað eina og eina ræktun, í lok árs 2008 hafi hún verið komin með upplýsingar um tuttugu framleiðslu- staði og endaði með að stöðva hátt í fimmtíu árið eftir: „Við teljum að hér séu hópar sem hafi haft þau plön að framleiða fíkniefni og selja út. Það á ekki aðeins við um marijúana held- ur einnig amfetamín,“ segir hann. Fíkniefnalögreglan hefur ekki úr miklu fjármagni að spila og verð- ur því að forgangsraða verkefnum. „Við komumst ekki yfir að vinna úr allri vitneskjunni sem við höfum á borðum okkar og höfum ekki gert í talsverðan tíma,“ segir Karl Stein- ar. Það sé pólitísk ákvörðun hversu miklu púðri eigi að eyða í baráttuna gegn fíkniefnum. „Við reynum að ná eins miklu og við getum.“ Karl Steinar segir álagið mikið á deildinni. „Erlendir samstarfsað- ilar eru gáttaðir á því hvað við náum miklu. Við getum verið stoltir af flottri rannsóknarvinnu eins og sjá má af viðbrögðum sem málin okkar fá í dómskerfinu.“ Hann segir að lít- ið sé um sýknanir þegar á hólminn sé komið. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag @frettatiminn.is  HúðkrAbbAmein vAxAndi vAndi Bjóðum heildarlausnir, þegar endurnýja á gól�eppi í stigagöngum í �ölbýlis- og sambýlishúsum. Aðeins ei� símtal og málið er komið í gang. Á rmú l a 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · F a x 533 5061 · www . s t epp . i s Teppalagt tækifæri fyrir stigaganga. Verð frá 5.980 kr. per m2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þé�ofin teppi sem auðvelt er að þrífa. Nýtið ykkur virðisauka- skattinn! KóKaín 2007 – 6.469 g 2009 – 5.391 g 2008 – 7.721 g 2010 – 4.364 g Ecstasy 2007 – 6.469 stk. 2009 – 10.221 stk. 2008 – 7.721 stk. 2010 – 0 stk. Kannabisplöntur 2007 – 4.810 g 2009 – 31.497 g 2008 – 4.382 g 2010 – 24,414 g Hass 2007 – 8.711 g 2009 – 5.391 g 2010 – 4.364 g 2008 – 233.443 g amfEtamín 2007 – 32.458 g 2009 – 80.069 g 2008 – 10.726 g 2010 – 10.514 g Efnin flutt hálf- unnin til landsins  LöGreGLAn finnur breytinGAr á fíkniefnAmArkAðnum Fíkniefnalögreglan nær eiturlyfjum nú á vinnslustigi úr höndum innflytjenda, sem hafa viðað að sér þekkingu á framleiðslu þeirra. Fíkniefnamarkaðurinn hefur stökkbreyst á stuttum tíma og er skipu- lagðari. Lögreglan útilokar ekki útflutning efna. Hún forgangsraðar nú verkefnum vegna fjárskorts. Karl Steinar Valsson Yfirmaður fíkniefnadeildar er sáttur við árangurinn. Tíu deyja vegna sortuæxla á ári Yfirlit (2004-2008) Karlar Konur Meðalfjöldi tilfella á ári 20 29 Meðalaldur við greiningu 59 ár 50 ár Meðalfjöldi látinna á ári 5 4 Fjöldi á lífi í árslok 2008 210 428 Heimild: Krabbameinsskrá Íslands Sortuæxli Hér má sjá sortuæxli í húð. Nærri 200 kílóa innflutningur tónleikahaldar- ans Þorsteins Kragh skýrir að mestu það mikla magn af hassi sem fíkniefnalög- reglan náði árið 2008. Hann fékk níu ára fangelsisdóm. 12 fréttir Helgin 8.-10. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.