Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 14
2007 Fáfnir sækir opinberlega um aðild að Hells Angels og fær stöðu áhangenda, hangarounds, og nafnið Fafner MC-Iceland. 2007  nóvember Lögreglan á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra gerir húsleit í húsakynnum Fáfnis MC-Iceland í leit að fíkniefnum en finna ekki. 2009  mars Fáfnir opnar nýtt klúbbhús í Hafnarfirði. Þrettán erlendir gestir vélhjólasamtakanna fengu ekki landvistarleyfi og var vísað úr landi. 2009  ágúst Fáfnir opinberlega lagður niður og klúbburinn tekur upp nafnið MC Iceland. Jón Trausti Lúthers- son hættir sem forseti klúbbsins vegna agabrota og Einar „Boom“ Marteinsson tekur við. 2009  haustmánuðir Helstu forsprakkar MC Iceland bjóða fyrirtækjum í Hafnarfirði upp á öryggisgæslu að nóttu til gegn 3.500 króna mánaðargjaldi. Lögreglan stöðvar þá vegna þess að þeir hafa ekki tilskilin leyfi. 2010  ársbyrjun Yfirvöld ákveða að vísa öllum meðlimum Hells Angels sem hingað koma úr landi, hvort sem þeir ferðast í hópum eða einir. 2010  janúar Tveimur á vegum Hells Angels vísað úr landi. Íslensku Vítisenglarnir eru fámennur en þaulskipu- lagður klúbb- ur manna á miðjum aldri – reyndar allt að sextugu. Talið er að þeir séu ekki færri en fimmtán. V élhjólaklúbburinn MC Iceland er á þröskuldi fullrar aðildar að sam- tökum vítisengla, eða Hells Angels, undir handleiðslu norskra Vítisengla. Vít- isenglar þvertaka fyrir að þeir séu glæpasamtök en lögregluyfirvöld um allan heim hafa vakandi auga með þeim og fullyrða að samtökin séu full af glæpamönnum. Hér á landi eru þau flokkuð sem glæpasamtök í skýrslu ríkislögreglustjóra. Þau eru sögð tengjast fjárkúgunum, fíkniefnavið- skiptum, vændi og ofbeldisbrotum. Þá er því haldið fram að glæpastarf- semi Vítisengla á Norðurlöndum fari vaxandi og lesa má um blóðug átök fé- laga í ólíkum gengjum vélhjólamanna á Norðurlöndum í norrænum miðlum. Starfseminni er sögð fylgja fíkniefna- neysla og ógn við frið og allsherjar- reglu. Því er spurt hvers vegna íslensk vélhjólasamtök vilji vera í slagtogi við Vítisengla. Stefnir í svona ástand hér á landi. Eitt er í það minnsta ljóst. Norska rannsóknarlögreglan telur að and- stæðingar Vítisengla séu einnig að fóta sig hér á landi. Hún fékk í sept- ember þá vitneskju að Outlaws MC Norway hefðu gert sér ferð til lands- ins til að hefja inntökuferli vélhjóla- samtakanna Black Pistons MC hér á landi. Outlaws, eða Útlagarnir, séu nú einnig með stuðningsklúbb í Hauga- sundi í Noregi sem stýrt sé af Íslend- ingi. MC Iceland, hvað er það? Íslensku Vítisenglarnir eru fámennur en þaulskipulagður klúbbur manna á miðjum aldri – reyndar allt að sex- tugu. Talið er að þeir séu ekki færri en fimmtán. Ljóst þykir að innan vébanda þeirra séu allir með dóma á bakinu, misalvarlega og marga – nema einn. Hópurinn er einnig talinn skiptast upp. Innan hans munu vera sex með fulla aðild, álíka margir við það að fá fulla aðild, eru prospects, og svo þrír, svo vitað sé, sem sækja fast að vera með, og teljast því til svokallaðra hang- arounds. Þeir ganga í verkin – sýna undirgefni, eins og einn sagði. Fyrir hópnum fer Einar „Boom“ Marteinsson sem er rétt tæplega fer- tugur. Hann tók við vélhjólaklúbbn- um Fáfni af Jóni Trausta Lútherssyni, sem nú býr í Noregi og staðfestir að hann stjórni þar Black Pistons, áhang- endum Outlaws. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum, sem gefin var út í mars, segir að ljóst sé að þar sem MC Iceland hafi hlotið viðurkenningu sem stuðningsklúbbur Vítisengla í Noregi hafi hópur manna stofnað til formlegra tengsla við alþjóðleg glæpa- samtök. Norsku samtökin stjórni inn- vígslu íslenska klúbbsins. Reynt að ná fótfestu í átta ár Embætti ríkislögreglustjóra metur það svo að í átta ár hafi Hells Angels reynt að ná fótfestu á Íslandi. „Koma foringja vítisengla frá Nor- egi hingað til lands í febrúarmánuði 2010 er til marks um þá áherslu sem samtökin leggja á að festa sig í sessi,“ segir í skýrslunni og einnig að alls staðar þar sem vítisenglum hafi tekist að skjóta rótum hafi aukin skipulögð glæpastarfsemi fylgt í kjölfarið. Ríkislögreglustjóri berst gegn þró- uninni. Lögregla og tollgæslan hafa ítrekað stöðvað hópa erlendra Vítis- engla við komu til landsins og sent þá beina leið til baka aftur. En þessar aðgerðir lögreglu koma þó ekki í veg fyrir að íslensku vélhjólamennirnir komist í samband við þá norsku. Þeir fara út. Með ferðum sínum til útlanda, þar sem þeir sinna þeim verkefnum sem fyrir þá eru lögð, vinna þeir félagi sínu sess innan Hells Angels. Verkefnin sem þeim eru fengin eru ekki endi- lega glæpsamleg heldur sinna þeir öryggisgæslu og vinna á börum, svo dæmi séu nefnd. Í ágúst í fyrra gaf ríkislögreglustjóri út tilkynningu um að nú í haust eða fyrripart vetrar væri búist við að ís- lensku vélhjólasamtökin MC Iceland yrðu vígð inn. Enn eru meðlimir MC Iceland, sem einhverjir gætu talið að stæði fyrir mótorhjólaklúbbur en er þó túlkað sem karlaklúbbur (e. men’s club), merktir sem líklegir inn, það er prospects. Samkvæmt heim- ildum Frétta- tím- ans er íslenski klúbburinn þó farinn að hegða sér sem fullgildur Vítis- engla-klúbbur, enda hefur hann í tvö og hálft ár sóst eftir inngöngu, fyrst sem hangarounds og nú prospects. Á heimasíðu Hells Angels er ís- lenski klúbburinn MC Iceland list- aður sem prospect. Sjá má að ýmsir klúbbar, til dæmis í Litháen, eru taldir til hangarounds – eru því styttra á veg komnir í inntökuferlinu. Ekki aukin glæpatíðni Þrátt fyrir að íslenski klúbburinn sé í dyragættinni er ekki hægt að merkja að ofbeldisverkum hafi fjölgað hér á landi vegna samtakanna. Þvert á móti hafa samtökin losað sig við menn sem hafa verið áberandi í undirheimunum, þekkta handrukkara og fyrrnefndan Jón Trausta Lúthersson. Hann hefur verið bannfærður í samtökunum og fengið stimpilinn banned standing. Samkvæmt heimildum Fréttatímans fór hann ekki í góðu. Innan samtak- anna munu gilda reglur sem menn lúta hvar sem þeir standa í goggunar- röðinni. Til dæmis megi hvorki ljúga eða stela frá félögunum né ágirnast konur vina sinna; núverandi eða fyrr- verandi. Bræðralagið megi ekki van- virða með slíku. Hann eigi því ekki upp á pallborðið lengur. Menn velta því fyrir sér hvort þessi stefnubreyting hjá MC Iceland sé áróðurstaktík – hvort stefnt sé að því að skapa aðra ímynd af starfinu en raun sé eða hvort það sé samtök- unum í hag að vera til fyrirmyndar á meðan þau ná fót- festu. Mennirnir sjást orðið í miðbæn- um um helg- ar í vestunum merktum og þeim fylgja áhangendur. Þeir eru meðlimir í öðr- um vélhjólaklúbbum sem farnir eru að bera merki í jökkum sem eiga að sýna að þeir styðji MC Iceland. Sagt er að allt snúist þetta um lífs- stíl útlagans og hvernig lífsstíllinn sé fjármagnaður. Ýmsir sem eru hliðholl- ir samtökunum og þekkja til segja að þótt menn séu á skjön við samfélagið sé ekki þar með sagt að það þurfi að berja þá niður með lögregluvaldi. Þeir séu ekki hættulegir. En af hverju að sækjast eftir sambandi við erlend samtök sem full eru af glæpamönn- um? Tölur norsku lögreglunnar benda til þess að 75 prósent meðlima Vítis- engla þar séu dæmdir menn. Einn heimildamanna Fréttatím- ans segir að lögreglan óttist að þótt félagar MC Iceland rúnti nú rólegir um á vélfákum sínum hafi þeir getu, þekkingu og jafnvel löngun til að gera allt mögulegt. Með tengslanetinu sem þeir hafi byggt upp síðustu ár efli þeir fjárhag sinn og tengsl sem auðveldi þeim til að mynda fíkniefnainnflutn- ing. Þá megi vænta þess að með full- gildingu klúbbsins í Hells Angels fari fram uppgjör í undirheimunum þar sem menn skipti með sér verkum og svæðum. Það sé reynsla annarra þjóða. Alls óvíst sé að það verði gert í góðu. Því er nú spurt hvort þessi staða sé komin upp eða hvort íslensku Vítisengla-samtökin feti aðra braut en erlendir vinir þeirra – sem þeir vilja vera í slagtogi við.  NærmyNd mC ICelaNd-VélhjólasamtökIN Ísland eignast Vítisengla MC Iceland hefur í tvö og hálft ár sóst eftir inngöngu í Vítisengla, vélhjólamsamtökin víðfrægu. Lögregluyfirvöld óttast þróunina og uppgjör innan undirheimanna þegar þau verða fullgild. Á þessum tíma hefur glæpum hins vegar ekki fjölgað og dæmi eru um að dæmdum félögum hafi verið úthýst úr vélhjólasamtökunum. 2010  febrúar Forseta Hells Angels í Noregi vísað úr landi þegar hann ætlar að heimsækja MC Iceland. Hann kærir en dómstólar úrskurða að brottvísunin hafi verið lögum sam- kvæmt. Tveimur öðrum félögum einnig vísað úr landi þennan mánuðinn. 2010  febrúar Borgarstjórinn í Kaupmannahöfn varar Íslendinga við komu Hells Angels hingað til lands. 2010  ágúst Meðlimir MC Iceland fara til Eng- lands á ráðstefnu Evrópudeildar Hells Angels-vélhjólasamtakanna. Búist var við fullgildingu félaganna þar, en varð ekki. 2010  september Meðlim Hells Angels, sem kom ásamt félögum sínum að sækja bát, vísað heim. Báturinn ekki sagður tengjast fíkniefnainn- flutningi og var hann sá eini sem fékk ekki landgönguleyfi. 2010  fyrir árslok Stefnt að fullgildingu MC Iceland inn í Hells Angels. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Fréttatíminn náði þessari mynd af forseta MC Iceland, eINARI Marteinssyni t.h. ásamt félaga á Ingólfstorgi í síðustu viku – úr launsátri. 14 fréttaskýring Helgin 8.-10. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.