Fréttatíminn - 08.10.2010, Page 52

Fréttatíminn - 08.10.2010, Page 52
Bókadómar Bókamessan í Frankfurt hófst á miðvikudag og þá styttist í íslensku innrásina í ríki Þjóðverja eftir ár. Argentína skipar sæti heiðursgestsins ár og þangað verður flogið á sjöunda tug höfunda og skálda. Í ár fagnar landið tveggja alda sjálf- stæði frá Spáni. Stórátak stendur sem hæst: 300 rit eftir 230 höfunda koma út í þýðingum á þýsku og þrjátíu og tveimur öðrum tungumálum. Bókaiðnaður er sterkur í landinu: 22.600 titlar koma út ár hvert. Mörg verkanna sem koma nú út díla á einhvern hátt við harðstjórnarárin 1976 til 1983 og nöfn á borð við Bruzzone, Drucaroff, Kohan, Martinez, Schweblin og Pauls kunna að verða þekkt víða á komandi árum. Hefðarveldi í argentínskum bókmenntum á rætur víða: Þangað fluttust menn víða úr heiminum og það lýsir heim bóka þar í landi. -pbb Frá og með deginum í dag verður barnabók eftir Kim Fupz Aakeson reidd fram í 84 McDonald's-sjoppum í Danmörku. Danir fylgja fordæmi Svía, Finna og Norð- manna en þar hafa McDonald's gefið yfir tvær milljónir eintaka með barnaskömmtun undanfarin ár. Gagnrýnisraddir segja þetta gert til að bæta ímyndina, rétt eins og þegar auð- hringurinn reyndi að bjóða upp á hollari mat en borgarana sína um árið. Það sé ekki nóg að gefa bók, einhver verði að lesa hana ... -pbb Argentína toppar í FrankfurtBig Mac og bók Bók Þorgríms stendur verðskuldað undir barnabókaverðlaunum Ármanns Kr. Einarssonar. Höfundi er mikið niðri fyrir en höndlar efnið af næmleik og stillingu.  Vitavörðurinn Camilla Läckberg Sigurður Þór Salvarsson þýddi Undirheimar 2010 Að Fjallabaki Svíþjóðar Ágústsmellurinn var sjöunda saga Fjalla- baks-höfundarins Läck- berg: Vitavörðurinn. Á nær 500 síðum rekur sagan örlög systranna tveggja sem tengjast morðgátum með ólíku móti. Hefst sagan þar sem sjöttu bókinni lauk. Camilla er fimur plott- ari þótt sögurnar séu oft keimlíkar; hún notar oft tveggja tíma sýn og glæpir eiga upphaf í lífi barna sem bjuggu við harðræði. Sögur hennar eru spennandi en fjölskyldulíf Ericu og Patriks lögreglumanns þreytir mann sem uppi- staða í vefnum. -pbb  Aldrei framar frjáls Sara Blædel Árni Óskarsson þýddi Uppheimar 2010 Mellur á kjöttorgi Sara Blædel hin danska gerir mansal að megin- efni í Kaupmannahafn- arkrimma með Louisu Rick í aðalhlutverki. Krimmaskáldin hafa grætt mikið söguefni á Balkanstríðinu en hér er vikið að þeim fjölda austurevrópskra kvenna sem þjóna í kynlífs- iðnaði í Köben. Margt er hér kunnuglegt enda virðist útsaumsramma nýbylgjunnar í Norðran- um skorta fjörefnin. Þar er nákvæm lýsing á sóðalegri útþurrkun lífs talin vera kraftmesta kryddið. Þar eltir sagan filmuna. Á sama tíma er samfélag sýnt í snögg- leiftri, en krufning lifandi líks stórborgar- innar er fjarri Blædel hinni dönsku. -pbb  Blóðnætur Ása Larsson Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi JPV 2010 Kvennakirkja og morð Önnur bók Ásu Larsson er komin út: Blóðnætur. Hún rekur áfram feril Rebekku Martinsson eftir hina ægilegu at- burði Sólgoss sem kom þýdd í fyrra. Sviðið er sem fyrr Norður-Svíþjóð og nú dettur Rebekka inn í morðrannsókn sem Anna-María lögreglu- kona leiðir í einangruðu samfélagi. Larsson gerir umhverfið að áhrifaþætti rannsóknar á myrtum kvenpresti sem hefur snúið karla- samfélagi á hvolf með starfi sínu meðal kvenna í sókninni. En jafnvel kvennaguðfræð- ingar í hempu eiga sér leyndarmál. Persónu- lýsingar næmar, lyktir ófyrirsjáanlegar og pólitískt kórréttar. -pbb Almanak fyrir Ísland 2011 er komið út. Þetta er 175. árgangur ritsins. Höfundar eru Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur. AlmAnAk HÍ 2011 Samantha Schweblin er upprennandi stjarna frá Argentínu. Ljóðabálkar spyrtir saman af ramma, kirkjugarði, mánuði, þorp- inu, eru ekki ókunnir unnendum ljóðheima. Anton Helgi Jónsson hefur alltaf haft sérstaka sýn á lífið og megnað að binda hugsun sína og upplifun af veröldinni í persónu- legan stíl, ekki áleitinn í orðkynngi og stóryrðum, heldur þvert á móti á hófstilltan, jafnvel svolítið rolulegan máta sem reynist við ítrekaða skoð- un vera lágradda en lúmsk aðferð til að segja sögu í litlu ljóði. Oft stóra sögu, knippi af snöggum lýsingum, blæbrigði um þema sem lætur ekki mikið yfir sér. Ættarmótsljóðabókin hans nýja, sem leggur sig á 88 lessíður og geymir 55 ljóð telji ég rétt, er svona: í ættarmótinu og ættarmóti er falinn orðaleikur: þjóðin er undir í kvæða- safninu og því er hann margradda ljóðmælandinn, reikull, óviss oft og smeykur um sitt, ekki sterkur á svellinu, karlkyns, kvenkyns, mis- indismenn og níðingar í bland við hina sem súpa sár vonbrigðin og eru við enda línunnar orðnir þess áskynja að lífið fór hjá. Þetta er hollur skáldskapur. Mis- kunnarlaus í blíðlegu háði sem stikar ekki yfir auma blettina en lítur til þeirra af mildum skilningi og skýrri greiningu. Hér má víða hlæja en hláturinn er sprottinn af tragikómískum harmi trúðsins en ekki grodda gleðimannsins. Fín bók fyrir ferlega tíma. -pbb Bókadómur ljóð Af ættArmóti Anton Helgi jónsson Holl lesning  ljóð af ættarmóti Anton Helgi Jónsson Mál og menning 2010 Bókadómur ertu guð, Afi þorgrÍmur þráinsson Í síðustu viku fékk Þorgrímur Þráins-son Íslensku barnabókaverðlaunin sem Ármann Kr. Einarsson stofnaði til fyrir hartnær aldarfjórðungi. Fyrir tilstuðlan hans státa útgefendur og að- standendur af langri röð verka fyrir börn. Hvort Þorgrímur, sem á langan feril að baki sem höfundur bóka fyrir börn og unglinga, utan þess sem hann er einn hinna þekktu manna í þorpinu Íslandi, hefur áður lagt handrit í keppnina veit ég ekki. Sagan sem hann vann verðlaunin fyrir heitir Ertu Guð, afi? og er skondin lýsing á snöggum þroska stelpuskotts sem kemst í kynni við föðurafa sinn er hnigið er að kvöldi á ævi þessa veraldar- vana farmanns. Höfundurinn hendir sögunni beint inn í reykvískt hversdagslíf vestur við Landakot, helgi kirkjunnar og heimili stúlkunnar í túnfæti gamla Víkurkotsins gefa sögunni skemmtilegan blæ, ugg- laust framandlegan flestum lesendum en kunnuglegan okkur sem búum á þessum slóðum. Sögumaðurinn er stúlkan Emma Soffía, hennar undrun og undur eru okkar undur, við sjáum heim- inn með hennar augum og þroskumst eins og hún í gegnum frásöguna sem segir fallega frá heimkomu afans, sam- verustundum þeirra tveggja, sambandi hans við föður stúlkunnar og móður, og tekst höfundi að draga upp kosmos sem hverfist frá hinu smáa í upphafi sögunn- ar til víðari skilnings á heiminum, hér og handan skilvitundar. Stór markmið en afar sannfærandi um þau höndlað í kátlegum stíl, kot- rosknum og víða barnalegum í skynjun og hversdagslegum í lýsingum og upp- lifun. Heimur föðurins er fjær okkur, hann stundar sjóinn á frystitogara og er lengi fjarvistum frá sínu fólki, en móð- irin mæðist heima. Samband stúlkunnar og afans er í upphafi ekki að hennar skapi en hún umpólast á sinn hátt líka. Ég þekki ekki mikið til ritverka Þorgríms, svo mikið sem hann hefur skrifað gegnum tíðina og selt, en hann er vinsæll höfundur og hefur tekist á merkilegan máta að sigla í beinni rák til lesenda lengst af sínum ferli. Bókin er ágætlega hugsuð í erindi sínu og höf- undi er mikið niðri fyrir en hann höndl- ar það af næmleik og stillingu. Fyrir bragðið gefst ungum lesendum kostur á sögu sem vill leiða þau lengra og sýna þeim lífsskoðanir sem sjaldan rekur inn í bækur fyrir aldurshópinn ellefu plús. Hann verðskuldar því verðlaunin með sóma. Enn á ný: afasaga  ertu guð, afi? Þorgrímur Þráinsson Vaka-Helgafell 2010 Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Þorgrímur Þráinsson hefur skrifað skondna sögu um stelpuskott og föðurafa hennar. 40 bækur Helgin 8.-10. október 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.