Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 68
S öngkonan, dansarinn og leik-stjórinn Selma Björnsdóttir er þekkt fyrir flest annað en að syngja sveitalög. Þetta breytir þó engu um að kántrý-tónlist hefur verið henni hugleikin síðan í barn- æsku og fljótlega stígur hún út úr kántrý-skápnum með ekta sveita- tónlistarplötu. „Ég er þessa dagana að leggja lokahönd á kántrý-plötu ásamt hljómsveitinni Miðnæturkúrek- unum í hljóðverinu Geimsteini í Reykjanesbæ. Með þessari plötu er ég að láta gamlan draum rætast. Ég hef alltaf verið pínu kántrý-nörd inn við beinið og ætlaði mér alltaf að verða kántrý-söngkona í Dallas þegar ég var lítil þótt það hafi farið lítið fyrir því,“ segir Selma. Selma segir að það séu ekki síst fallegar melódíurnar sem hafi löngum heillað hana við kántrý- tónlistina. „Og líka þessar einlægu sögur úr hversdagslífinu sem oft eru sagðar í textunum. Þarna eru hvunndagshetjur, ástin, sorgin og allt þetta sett í svo skemmtilegt söguform.“ Kántrídrottningin Dolly Parton á einmitt heiðurinn af því að hafa lað- að Selmu unga að hinum seiðandi ballöðuheimi sveitatónlistarinnar. „Ég eignaðist kassettu með Dolly Parton þegar ég var sjö ára og hef verið mikill aðdáandi hennar allar götur síðan.“ Selma segir að plötunni verði að sjálfsögðu fylgt hressilega eftir. „Við verðum með rosalegt kántrý- festival í Salnum í Kópavogi 21. nóvember og þá verður farið alla leið með gestasöngvurum, kúreka- höttum og öllu tilheyrandi. Ég ætla meira að segja að láta hanna á mig sérstakt Dolly-dress,“ segir Selma sem gefur sig alla í plötuna um þessar mundir en ýmis spennandi verkefni bíða svo handan við hornið og nægir þar að nefna að hún mun syngja eitt aðalhlutverkið í söng- leiknum Chess í tónlistarhúsinu Hörpunni næsta sumar. -ÞÞ 56 dægurmál Helgin 8.-10. október 2010 Selma BjörnSdóttir: lætur gamlan kántrý-draum rætaSt Það sem koma skal! Fjórar „kitlur“ fást gefins í næstu bókabúð! Kynntu þér nýjustu krimmana Fyrstu kaFlarnir ! Syngur í sér- saumuðum Dolly Parton-galla Gamlar kántrý-perlur Flest lögin sem Selma tekur á nýju plötunni eru þekktar gamlar kántrý-perlur sem hún hefur fengið þekkta og góða textahöfunda til að snúa yfir á ís- lensku fyrir sig. Hún sækir meðal annars í smiðju Dolly Parton, Patsy Kline og Roy Orbison auk June Carter og Johnny Cash. Hún vill að sjálfsögðu ekki gefa upp öll lögin á plötunni en nefnir lög eins og Little Sparrow, Walking after Midnight og Blue Bayou. Þegar söngkonan Selma Björnsdóttir var lítil stelpa langaði hana að komast til Dallas í Texas með kassagítar á bakinu og verða kántrý-söng- kona. Nú lætur hún loks sveitadrauminn rætast og tekur upp plötu með Miðnæturkúrekunum. Selma skellir á skeið með Mið- næturkúrekunum og boðar mikið kántrý-stuð í nóvember þegar nýja platan kemur út. Ljósmynd/Hari Victoria er enn heit fyrir David Fyrrum snobbkryddið Victoria virðist ekki láta þrálátan orðróm um að knattspyrnugoðið og eigin- maður hennar, David Beck- ham, hafi átt viðskipti við vændiskonu trufla sig. Hún hefur nú upplýst US-tíma- ritið um að hún sé enn bálskotin í kappanum og finnist hann æðislegur. „Ég horfði á hann um daginn þar sem hann sat á rúmstokknum kviknakinn. Svo tan- aður með öll húðflúrin sem ég elska. Hann var ógreiddur, sem breytti engu vegna þess að hann lítur svo vel út frá náttúrunnar hendi, og þegar ég virti hann svona fyrir mér hugsaði ég með sjálfri mér að ég hefði staðið mig vel og krækt mér í flottan karl.“ Victoria Becham er rosalega ánægð með fallega manninn sinn, hann David.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.