Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 35 allsráðandi hér fyrir um það bil áratug. Ýmsir ráðamenn í opinbera kerfinu ýttu mjög mikið á um það, að læknisfræðilegar upplýsingar yrðu settar í stórtölvu, og það var gert í andstöðu við alla tölvusérfræðinga ríkisins, sem lögðust gegn þessu. Tölvuráðgjafi okkar, Helgi Sigvaldason, hefur töluvert mikla reynslu í því að meðhöndla svona upplýs- ingar. Hann hefur verið ráðgjafi bæði land- læknis og Krabbameinsfélags íslands og hann hélt þessari skoðun til streitu og við lögðumst gegn stórtölvustefnunni í rauninni fyrir hans orð. Þar af leiðandi hefur þessi skráning á Egilsstöðum og varsla upplýsinga þar ekkert breyst. Hún er í höndum nákvæmlega sömu aðila og áttu að passa upp á sjúkraskrár, og máttu lesa í þeim, og það hefur enginn aðili þar fyrir utan, enginn nýr aðili, fengið aðgang. Þetta er ein af niðurstöðum rannsóknar- innar, að þetta sé grundvallaratriði, að ekki verði farið út í samtengingar af neinu tagi, það eigi að vera nákvæmlega sömu aðilarnir, sem bera ábyrgð gagnvart sjúklingunum, sem skráðir eru, sem halda utan um þessar upplýsingar. Ef farið yrði með þær út fyrir þennan hóp, þá verði að koma alveg skýlaust leyfi frá tölvunefnd. Þá verðum við líka að gera okkur grein fyrir því, að þú getur á mjög lítið áberandi hátt vippað með þér útdráttarupplýsingum úr sjúkraskrám. Þú gætir borið þær með þér innanklæða, ígildi í rauninni alls safnsins, þannig að möguleikar eru á því, að færa til gífurlegt upplýsingamagn; upplýsingar, sem geta verið mjög viðkvæmar. Upplýsingar, sem alls ekki ætti að tala um. Möguleikarnir eru fyrir hendi, jafnvel þó að takmarkaður aðgangur sé að þeim. Nú ef menn fara svo að samtengja tölvur, þannig að hægt verði að veita mönnum aðgang að þessum upplýsingum símleiðis, er sá möguleiki vissulega freistandi fyrir lækni, sem er á vakt heima hjá sér, að skoða upp- lýsingar um sjúkling í safni þeirrar heilsu- gæslustöðvar, þar sem viðkomandi á heima, með því að hringja og fletta þannig upp í sjúkraskránni. Þetta er einn af kostunum, sem menn hafa séð við tölvukerfin, að þau eru miklu aðgengi- legri fyrir marga aðila, sem þurfa ekki endilega að vera á sama stað og upplýsing- arnar eru geymdar. Því er ekki að leyna, að það er töluvert mál að taka út venjulegar sjúkraskrár, flytja þær til og koma þeim til baka í skjalaskápinn aftur. Ávallt er töluvert magn af upplýsingum einhvers staðar í hringrásinni og á meðan þær eru þar, þá er ekkert auðvelt að finna þær og það er náttúrulega miklu auðveldara að vera með tölvusjúkraskrá, sem alltaf er á stað og aðgengileg fleirum en einum í einu. Um leið verðum við líka að gera okkur grein fyrir, að þar með skapast möguleiki fyrir allt öðruvísi nálgun, heldur en er til staðar í dag, vegna þess að það er ekkert auðvelt fyrir einhvern, sem hefur áhuga á því að gramsa í einhverjum dagálum, jafnvel þó hann hefði í rauninni aðgang að þein, hefði lykla og annað slíkt eða gæti brotist inn. Það er afdráttarlaus niðurstaða af þessu, sem við höfum verið að gera, að aðgangur að þessum upplýsingum eigi ekki að fara út fyrir þann hóp, sem á að hafa aðgang að sjúkraskrám. Ég held að Svíar og ýmsar aðrar þjóðir séu villigötum að þessu leyti. Þeir hafa horft óskaplega mikið á risakerfi. Þeir horfa á heilbrigðisþjónustuna allt öðruvísi en við, enda eru þetta kerfismenn með allt önnur viðhorf. Þeir leggja mikið upp úr því að geta raðað niður tímum. Það er mikið kvartað undan því í Svíþjóð, að menn hafi ekki aðgang að sama lækni vegna þess, að þetta kerfi, sem þeir eru með, sé svo flókkið. Þetta vilja þeir leysa með því að setja upp tölvukerfi, til þess að það sé nú alveg tryggt, að þú fáir viðtal við lækni eftir svona tvær til þrjár vikur. Þú verður auðvitað að bíða til að fá viðtal, en þá er það nú tryggt, að það sé sami læknirinn, sem þú sást fyrir tveimur mánuðum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.