Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 22
64 1986; 72: 64-8 LÆKNABLAÐIÐ Reynir Tómas Geirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir ER GAGN AÐ SYKURÞOLSPRÓFI í SÆNGURLEGU? ÚTDRÁTTUR Sykurþolspróf hafa tíðkast í sængurlegu hjá konum, sem fætt hafa þung börn (yfir 4.500 g) á Kvennadeild Landspítalans. Niðurstöður 200 sykurþolsprófa á tæplega sex ára tímabili voru athugaðar til að meta gagnsemi þeirra við leit að skertu sykurþoli. Aðeins í sex tilvikum (3°/o) fundust óeðlileg sykurþol. Endurtekin sykurþolspróf voru skert hjá tveim konum (1 %). Báðar áttubörnyfir 5.000 g og höfðu aðra áhættuþætti. Tvö próf voru eðlileg og tveim konum var ekki fylgt eftir. Fjölskyldusögu um sykursýki höfðu 18% en aðrir áhættuþættir voru fátíðari. Ekki var marktækur munur á tíðni skertra sykurþols- prófa hjá mæðrum barna sem vógu 4.500- 4.899 g og þeirra, sem áttu börn þyngri en 4.900 g. Sykurþolspróf í sængurlegu hjá konum sem eiga þung börn eru árangurslítil við leit að skertu sykurþoli og gagnslaus til að meta hvort kona hafi haft meðgöngusyk- ursýki. Lykilorð (key words): Diabetes mellitus, glucose tolerance test, birthweight, puerperi- um. INNGANGUR Lengi hefur verið vitað, að sykursýki eða skert sykurþol á meðgöngu geta leitt til óeðlilega hárrar fæðingarþyngdar (1, 2, 3). Fæðing þungra barna hefur því þótt ábending um, að móðirin geti verið með skert sykurþol. Miðað hefur verið við annað hvort 4.000 g (4, 5), 4.100 g (1, 6, 7) eða 4.500 g (8, 9, 10) án tillits til meðgöngulengdar. Þessi viðmiðunarmörk hafa fengist úr afturvirkum athugunum á konum með þekkta insúlínháða sykursýki (insulin-dependent diabetes) eða insúlínóháða sykursýki (non-insulin diabe- tes). Hjá þessum konum hafa þung börn verið margfalt algengari en meðal samanburðar- hópa (1, 3, 4). Hið sama hefur einnig fundist, FráKvennadeild Landspítalans. Barst 20/09/1985. Samþykkt og send í prentsmiðju 07/01/1986. þegar sykurþol hefur síðar verið athugað hjá konum, sem höfðu alið þung börn. Þannig fann Kritzer (11) skert sykurþol hjá 31% kvenna, sem fætt höfðu börn sem vógu yfir 4.500g, þegarþærvoru athugaðar 2 Vi ári eftir fæðingu. Mickal et al (12) fundu í sams konar athugun, að 60% kvenna höfðu skert syk- urþol eða sykursýki 12 árum eftir fæðingu barns, sem vóg meira en 4.500 g. Framvirkar hópathuganir á meðgöngu hafa sýnt fylgni milli skerts sykurþols og fæðingarþyngdar barna, sem fæddust áður og við lok þeirrar meðgöngu,erathuguðvar(6,7,10,13).Þegar tillit hafði verið tekið til líkamsþyngdar og aldurs konunnar var fylgnin hinsvegar ekki marktæk (13). Fæðingarþyngd barns gefur því nokkra, en óljósa vísbendingu um að sykurþol kunni að hafa verið skert á með- göngu eða geti orðið það síðar á lífsleiðinni. O’Sullivan et al. (7) færðu líkur fyrir því, að meðal annarra áhættuþátta, svo sem slæmrar meðgöngusögu eða fjölskyldusögu um syk- ursýki, væri saga um áður fætt stórt barn Iélegust áhættuviðmiðun ein sér. Fæðingarþyngd er mismunandi eftir þjóðfélögum (14) og gildi fæðingarþyngdar sem viðmiðun í kembirannsókn (screening) markast af því. Meðal fæðingarþyngd barnaá íslandi er um 80-170 g hærri en á hinum Norðurlöndunum (16). Á árinu 1979 voru þannig 4,1 % fæddra barna á íslandi yfir 4.500 g að þyngd, en aðeins 2% í Danmörku og 3% í Noregi og Svíþjóð (16), og er þó fæðing- arþyngd í þeim löndum hærri en víðast hvar (14). Þyngdarmörk, sem notuð hafa verið erlendis gætu því verið of lág fyrir íslensk börn. Á Kvennadeild Landspítalans hafa syk- urþolspróf verið gerð hjá öllum konum, sem fæða börn um eða yfir 4.500 g. Vanalega hefur prófið verið gert á 4. degi eftir fæðingu. Við höfum athugað niðurstöður þessara syk- urþolsprófa til að meta gagnsemi þeirra við leit að konum með skert sykurþol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.