Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 8
188 LÆKNABLAÐIÐ faraldur vegna Campylobacter sýkinga, en það gerðist á Stöðvarfirði í júní 1984, að um það bil 10% íbúanna veiktust af niðurgangi eftir mengun vatnsbóls af C. jejuni úr gæsa- skit (15). Campylobacter hefur einnig ræk- tast úr öðru vatnsbóli á íslandi, en þar kom ekki upp faraldur svo vitað sé (16). Meðgöngutími eftir smitun er oftast 3-5 dagar, en getur verið allt frá einum og upp i tíu daga (17). Veikindin einkennast af niðurgangi, hita, kveisuverkjum og blóð- ugum hægðum og standa þau yfirleitt skem- ur en viku (15). Sýklar úr menguðu neyzlu- vatni eða mengaðri fæðu berast niður í mjó- girni og ristil og eru taldir valda slímhúðar- skemmdum. Iðraeitur (enterotoxin) myndast yfirleitt ekki (18), en líkur benda til þess að bakterían ráðist inn í vefina og valdi þar staðbundinni skemmd og bólgu (19). Það er vel þekkt að bakteríur og fleiri örverur geti valdið skemmdum í rist- ilslímhúð. Shigella, Salmonella, Mycobacte- rium tuberculosis, Campylobacter, Gono- coccus og Entamoeba histolytica valda slímhúðarskemmdum í ristli, sem við vefja- rannsókn getur verið mjög erfitt að greina frá ristilsárabólgu eða jafnvel svæðis- garnabólgu (Crohn’s disease) (13). Þær vefjabreytingar, sem við fundum í ristilsýnunum, eru i samræmi við það, sem áður hefur verið lýst í iðrabólgu af völdum Campylobacter (21-25), þ.e.a.s. bjúgur, bólgufrumuíferð, kirtilkýli, fækkun á slím- frumum, blóðfylla og skemmdir eða smásár í yfirborðsþekju. Mönnum ber hins saman um það, að erfitt sé að aðgreina ristilbólgu af völdum sýkingar og ristilsárabólgu (22, 23). Af þeim ristilsýnum, sem lýst er hér að ofan, voru einungis tvö réttilega flokkuð upphaflega sem ristilbólga af völdum sýkingar, en tvö voru flokkuð sem rist- ilsárabólga. Eftir endurskoðun vefjasneiða var enn eftir eitt tilfelli, sem ekki var hægt að greina frá ristilsárabólgu án vitneskju um niðurstöðu úr hægðaræktun. Þetta staðfestir fyrrgreint álit um erfiðleika í mismunargrein- ingu. Greiningin verður þó mun auðveldari, þegar nákvæmar upplýsingar fylgja vefja- sýninu og þegar vakin er athygli á því, að iðrasýking komi til greina, en oft er skortur á slíkum klínískum upplýsingum á rannsóknarbeiðnum. Bakteríuræktun úr niðurgangshægðum er nauðsynleg til að staðfesta sýkinguna, en C. jejuni þarf sérstakar kringumstæður til að vaxa við sýklaræktun, 42ja gráðu hita á Celcius, 5-10% súrefni og Skirrow’s-æti. Smásjárskoðun með Gram-litun eða fasa- smásjárskoðun (phase contrast microscopy) á nýjum hægðum getur greint sýkilinn, sem er, eins og áður sagði, Gramneikvæður, hreyfanlegur og boginn eða gormlaga. Mótefni gegn Campylobacter finnast í blóði manna eftir sýkingu (24). Nota má mælingar á þeim til að staðfesta sjúkdómsgreiningu, en þau myndast það seint, að ekki er hjálp að mótefnamælingu til skyndigreininga. Slíkar mælingar eru ekki gerðar hér á landi. Vefjarannsókn á slímhúðarsýni úr ristli getur komið að gagni við sjúkdómsgrein- ingu, sérstaklega ef ferill sjúkdómsins er óvenjulegur og hann líkist ristilbólgu af öðrum uppruna, svo sem ristilsárabólgu. Vefjaskemmdir eru yfirleitt minni í rist- Tafla 111. Niðurstöður úr hægðaræktunum frá fólki með niðurgang eða önnur einkenni um iðrabólgu. Hundraðshlutar jákvæðra sýna Tilvísun Fjöldi Sjúkdómur/sýni Camp.1) Salm.2) Shig.!) Y.Ent.4) Annaö Svíþjóð (2) 5.571 Iðrabólga 6.9% 4.1% 1.7% 2.1% - Canada (26) 1.004!) Niðurgangur 4.3% 5.1% 1.4% 2.8% - Canada (11) 206 Niðurgangur 7.8% 2.4% 1.4% 0.5% - Ungverjaland (27) 2.892 Iðrabólga 9.2% 2.9% 0.4% 0.3% 1.3% U.S.A. (28) 8.097 Saursýni 4.6% 2.3% 1.0% - - ísland (4) 4.019 Saursýni 1.7% 4.1% 0.2% 0.0% - 1) Campylobacter. 2) Salmonella. 3) Shigella. 4) Yersinia enterocolitica. 5) Börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.