Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 193 fylgt öllum sjúklingunum eftir nema einum fram að þeim tíma, er greinin var skrifuð (að meðaltali 10.5 mánuði). Meðaltöl voru borin saman með tvívíðu t-prófi fyrir óháð gildi. Reiknað var með sameiginlegu mati á fráviki. Tölfræðilegt mikilvægi fjöldaskiptinga var metið með kí-kvaðrati með eða án Yatesleiðréttingar. Tafla IV var metin með tilhneigingarprófi Armitage (19). Marktækur munur var talinn p«0.05. NIÐURSTÖÐUR Ekki reyndist unnt að fá fullnægjandi upp- lýsingar í öllum tilvikum. Þannig fannst ekki sjúkraskrá eins sjúklingsins og annar fór utan strax eftir útskrift af sjúkrahúsi og var ekki fylgt frekar eftir hérlendis. í einu tilviki var ekki ljóst hvort sjúklingurinn hafði orðið verkjalaus við meðferð eða ekki. í greinar- gerðinni hér á eftir eru gefnar upp prósen- tutölur og er þá miðað við þann fjölda sjúklinga, þar sem upplýsingar liggja fyrir. Alls uppfylltu 33 sjúklingar framangreind skilyrði. Á Landspítalanum fengu 19 sjúklingar meðferð, 11 á Borgarspítalanum og þrír á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Karlar voru 29 og konur fjórar. Tveir karl- menn fengu streptókínasa meðferð tvívegis á Landspítalanum. Meðalaldur var 55.7 ár, aldursbil 42-71 ár. Aldursdreifing er sýnd á mynd 1. Flokkun sjúklinganna eftir stað- setningu kransæðastíflu og klínísku ástandi við innlögn kemur fram í töflu I. Fjórtán sjúklinganna (42%) höfðu sögu um hjarta- veikindi fyrir meðferð, þar af voru fimm (15%) taldir hafa fengið hjartadrep áður (endurtekin meðferð ekki talin með). Þrettán einstaklinganna (39%) höfðu þekktan háþrýsting og ellefu sjúklinganna (33%) voru reykingamenn við innlögn. Meðaltími frá upphafi einkenna til meðferðar var 138 mínútur (bil 40-270 sjá mynd 2). Meðaltimi frá innlögn þar til meðferð var hafin var 42 mínútur (bil 10-100) hjá þeim 29 sjúklingum, sem voru með kransæðastíflu við innlögn. Hinir fengu kransæðastíflu nokkru eftir komu á sjúkra- húsið, þar sem þeir höfðu verið lagðir inn vegna brjóstverkja. Meðaltöf frá greiningu að meðferð hjá þeim var 60 mínútur (bil 10-165). Teikn um enduropnun kransæðar sam- kvæmt skilmerkjum hér á undan komu fram Number of patients Fig. 1. Age distribution of streptokinase-treated pa- tients. Fig. 2. Time distribution from onset of symptoms to beginning of streptokinase-therapy in patients with and without signs or reperfusion. í 23 tilvikum (68%). Sannfærandi merki komu fram i 17 skipti (44%) þ. e. eftirfar- andi skilyrði voru greinilega uppfyllt: brjóstverkur snarminnkaði, ST-bil lækkuðu og CK og CK-MB toppur kom fram innan 13 klukkustunda. í sjö skipti (21%) voru alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.