Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 18
196 LÆKNABLAÐIÐ EFNISSKIL Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt fram á notagildi blóðsegaleysandi meðferðar við bráðri kransæðastíflu (12-16). Fram til þessa hefur streptókínasi verið langmest notaða lyfið í því skyni. Rannsóknir á fólki og dýratilraunir hafa bent á mikilvægi þess að veita meðferðina sem fyrst eftir áfall. Ef tekst að opna kransæðina í tæka tíð, verður skemmd hjartavöðvans minni en ella (23-25). í þessari rannsókn liðu að meðaltali 138 mínútur frá uppphafi einkenna að gjöf streptókínasans. Hins vegar var töf frá grein ingu að meðferð 42 mínútur (bil 10-100) hjá þeim er lögðust inn með kransæðastíflu og 60 mínútur (10-165) hjá þeim, sem fengu áfall á sjúkrahúsi. Þessi tími er of langur. Við teljum raunhæft að meðaltími frá grein- ingu að gjöf sé um hálf klukkustund, a.m.k. þar sem reynsla er komin á þessa meðferð. Enduropnunartíðni í athuguninni var 68%, sem er svipuð tíðni og ýmsir aðrir hafa birt (12-14), en talsvert lægri en niðurstaða Ganz (15). Aðrar rannsóknir hafa sýnt að enduropnunartíðni virðist hærri, þeim mun skemur sem líður frá upphafi áfalls að meðferð (26-28). Vísbending í þá átt kemur fram í okkar yfirliti. Meðaltiminn er 130 mínútur hjá þeim, sem enduropna æð á móti 155 mínútum hjá hinum. Þessi munur er ekki mikill (p>0.05). Q-takki i hjartalínuriti er talinn merki um mikla skemmd í hjarta- vöðva. í samræmi vð framangreint voru þeir, sem ekki höfðu Q-takka í riti, með styttri meðaltima frá einkennum að meðferð (120 á móti 180 minútum) og fengu frekar enduropnun (77% á móti 50%). Hvorug tveggja eru þetta tilhneigingar, sem ekki eru tölfræðilega marktækar. Einungis 13 (65%) þeirra, sem taldir voru svara meðferðinni höfðu viðkomandi æð opna í hjartaþræðingu. Að hluta til gæti skýringin verið sú að tveir þessara sjúklinga fengu aðra kransæðastíflu fyrir þræðingu. Einnig geta kransæðar, sem opnast hafa við segaleysandi meðferð, lokast aftur án sjúkdómseinkenna. Gerist þetta einna helst, ef veruleg þrengsli eru í æðinni (29, 30). Einnig er vel þekkt, að lokaðar kransæðar geta opnast aftur af sjálfu sér. Verður það algengara, því lengra sem líður frá hjarta- drepi (31, 32). Gæti það skýrt af hverju einn sjúklingur, sem ekki var talinn hafa svarað meðferð, hafði opna æð við þræðingu. í öllu falli er ekki hægt að nota þessar þræðing- arniðurstöður til að meta áreiðanleika ein- kenna um enduropnun. í þessari rannsókn höfðu þeir, sem svöruðu streptókínasagjöf, marktækt stærra útfallsbrot en hinir, sem sýndu engin merki um endurflæði í kransæð. Þeir höfðu líka betri samdráttarhæfni hjartavöðva á drep- svæði. Tæpur helmingur sjúklinga (40%), sem svöruðu meðferð, hafði ekki Q-takka í riti eftir áfall og er það merki um litla skemmd á hjartavöðva. Tilhneiging var hjá þeim, er svöruðu streptókínasagjöf, að hafa betri starfshæfni og þurfa síður hjartabilun- armeðferð en hinir. Ekki verður þó útilokað, að aðrir þættir en enduropnun æðar eigi hér hlut að máli, þótt ekki liggi í augum uppi. Vonbrigðum veldur há tíðni endurtekinn- ar kransæðastíflu (23%). Hún er þó ekki hærri en aðrir hafa fundið (14, 30, 33). Margir telja því rétt að gera sem fyrst hjartaþræðingu, ef skilmerki benda til þess að kransæð hafi opnast (32, 33). Ef þrengsli eru þá meiri en 65%-90%, skal gera krans- æðavíkkun eða -aðgerð svo fljótt sem auðið er (29, 30). Aukaverkanir voru tíðar, en nær aldrei alvarlegar. Smáblæðingar skiptu engu máli og blóðþrýstingsfall var auðviðráðanlegt með stöðubreytingum og lyfjagjöf, t.d. dópamíni. Einn sjúklingur fékk þó alvar- legar blæðingar og er það vel þekktur en sjaldgæfur fylgikvilli, ef frábendingar eru virtar (15, 34). Sá sjúklingur dó úr hjartarofi eftir streptókínasagjöf en hann hafði fengið annað hjartaáfall deginum áður. Rétt er að leggja áherslu á að reynsla fengin erlendis varar við því að gefa þessa meðferð, ef meira en tólf klukkustundir eru liðnar frá hjarta- drepi. Þá kemur fram aukin tíðni af hjartarofi (3, 4). Streptókínasi er framandi prótein fyrir mannslíkamann og þar af leiðandi mótefnisvaki. Ef streptókínasi er gefinn nokkrum vikum eða mánuðum eftir fyrri meðferð, geta bindandi mótefni komið í veg fyrir verkun hans (35). Hjá öðrum af tveim sjúklingum okkar, sem fengu endur- tekna meðferð, virtist streptókínasinn enga virkni hafa haft i seinna skiptið. í hinu til- vikinu hefur líklegast liðið of skammur tími á milli streptókinasagjafa til að mótefni næðu að myndast. Hydrókortisóngjöf fyrir meðferð virtist hindra ofnæmisviðbrögð að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.