Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 28
204 LÆKNABLAÐIÐ tryggða þjónustu, þó svo að alríkislöggjöf setji almennar reglur fyrir ákveðnar tegundir þjónustu. Veitendum læknisþjónustu er gert að þiggja greiðslu Medicaid sem lokagreiðslu fyrir þjónustuna, að viðbættum kostnaðar- hluta hins tryggða. Kostnaðarhluti hins tryggða er mjög óverulegur, t.d. einn dalur fyrir læknisheimsókn. Alríkisstjórninni ber að greiða sinn hluta kostnaðar vegna þjónustu sem ríkin ákveða að veita með Medicaid. Útgjöld hafa aukist verulega í kerfinu frá stofnun þess, þó svo að í upphafi hafi því eingöngu verið ætlað að vera óveruleg viðbót við svonefnt Kerr-Mills verkefni, sem þá var við lýði. Er nú svo komið að Medicaid er kostnaðarsamasta heilbrigðiskerfi landsins að Medicare undan- skildu. 3.4 Áhrif Medicaid Fyrir aldrað lágtekjufólk er Medicaid kerfið mikilvæg viðbót við Medicare. Medicaid greiðir B-hluta iðgjöld Medicare og kostn- aðarhlutdeild fyrir um 4 milljónir aldraða. Sömuleiðis er Medicaid viðbót við Medicare, þar sem það tryggir þjónustu sem Medicare nær ekki til, s.s. lyf, heyrnartæki og heilsu- vernd. Þannig eru um 8% útgjalda Medicaid vegna lyfja. Mikilvægast er þó, að Medicaid greiðir fyrir langlegu, sem Medicare tryggir ekki og sjúkratryggingar í einkageiranum ná sjaldn- ast til. Helmingur alls kostnaðar við rekstur hjúkrunarheimila í Bandaríkjunum er greiddur af Medicaid og um 75% útgjalda Medicaid eru vegna hjúkrunarheimilisdval- ar. Hjúkrunarheimilisdvöl er kostnaðarsöm. Því fer svo fyrir mörgum öldruðum með miðlungstekjur, að hjúkrunarheimilisdvöl um lengri tíma gerir þá að öreigum, sem þá jafnframt veitir þeim réttindi innan Medic- aid. Það er því ljóst, að án Medicaid myndi Medicare ná skammt til að leysa vanda aldr- aðra vegna kostnaðar heilbrigðisþjónustu, sérstaklega kostnað við langlegu. í þessu sambandi rhá benda á að Medicare greiðir 44% af heilbrigðisútgjöldum aldraðra og Medicaid 19% til viðbótar. Þau 37% sem á vantar eru greidd af hinum öldruðu sjálfum beint eða einkatryggingum þeirra. Árangur Medicaid má meta með því að líta á not aldraðra af þeirri þjónustu sem kerfið býður upp á og heilsufar þeirra, sem kerfin þjóna. Fátækir hafa ætíð verið verri til heilsu en þeir, sem bjargálna eru. Engu að síður var það staðreynd fyrir tilkomu Medicare og Medicaid að hinir fátæku sóttu minna til læknis en þeir sem voru efnahagslega betur settir. Medicaid breytti þessu fátækum í hag. Læknisheimsóknir fátækra eru nú fleiri en hinna. Sama gildir um ungbarnadauða. Á áratugunum fyrir tilkomu Medicaid hafði ungbarnadauði í Bandaríkjunum lítið breyst. Árið 1979 var ungbarnadauðinn 13 á 1.000 lifandi fædda, nærri helmingi lægri en 1965, er hann var 25. Mæðradauði hefur og lækkað úr 24,3 árið 1968 í 7,8 á 100.000 lif- andi fædda árið 1979. Þessar tölur eru taldar benda til mark- tækra breytinga til bóta á heilsufari fá- tækra, sem fyrst og fremst megi þakka til- komu Medicaid. Þessi árangur felur vissu- lega i sér hvatningu til að færa út starfið þannig að Medicaid tryggi alla fátæka. Medicaid hefur verið gagnrýnt fyrir það að vera dýrt. Það hefur þó sýnt sig að kostnaður við Medicaid er ekki hærri en kostnaður við einkatryggingar. Þannig var kostnaður veg- na barna í Medicaid 313 dalir 1979 en 320 dalir að meðaltali í Bandaríkjunum. Kostn- aður Medicaid vegna fullorðinna undir 65 ára aldri var 623 dalir þetta sama ár miðað við 651 dollara í einkatryggingakerfinu. Milli 1968 og 1979 fjölgaði bótaþegum í Medicaid úr 11,5 í 21,5 milljónir. Kostnaður á hvern tryggðan innan Medicaid jókst úr 604 dölum 1975 í 1.225 dali 1981. Fjölgun aldraðra og skortur annarra úrræða en hjúkrunarheimila valda miklu um aukinn kostnað Medicaid. Aðalvandinn virðist frekar fólginn í því, að of fáir eru tryggðir innan Medicaid heldur en að kostnaðurinn óhóflegur. Þannig er talið að um 60% fátækra í Bandaríkjunum eiga ekki rétt á Medicaid og í 30 ríkjum Bandaríkjanna eru fátækir útilokaðir frá því að njóta þjónustu Medicaid. 4.0 FRAMTÍÐ MEDICARE OG MEDICAID Frá þvi að síðast urðu stjórnarskipti í Bandaríkjunum á árinu 1981 hefur verulega verið deilt um heilbrigðismál og kostnað í heilbrigðisþjónustu. Stefna alríkisstjórnar- innar er að draga úr útgjöldum alríkisins, m.a. til heilbrigðismála, á sama tíma og fé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.