Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 40
210 1986; 72: 210-11 LÆKNABLAÐIÐ Ólafur Jensson VÍSINDARANNSÓKNIR OG ÍSLENSK LÆKNISFRÆÐI Athugasemdir við álitsgerð Snorra S. Þorgeirssonar og Stefáns Karlssonar (Læknablaðið 1986; 72:69-72) 1. Hægt að taka undir með höfundum álitsins, að engin heildarstefna í læknis- fræðirannsóknum á íslandi hefur verið mörkuð. Tilraunir til að stofna læknis- fræðilegt rannsóknaráð hafa runnið út í sandinn. 2. Samanburður á læknadeild H.í. og smærri læknaskólum á Norðurlöndum í Tromsö í Noregi og Oulu í Finnlandi m.t.t. rannsóknastarfsemi er óljós og vafasamt að fullyrða umsvifalaust án framlagðra gagna eða tilvísunar í þau, »að læknadeildin og Landspítalinn hafi mun umfangsminni vís- indastarfsemi en tvær fyrrgreindar stofn- anir« (í Tromsö og í Oulu). Sjá einnig um- sögn 10. 3. Um brag íslenzkrar vísindavinnu í læknisfræði er sagt á bls. 69: »einstaka íslenzkum læknum og vísindamönnum hefur tekist að fremja rannsóknir á heimsmæli- kvarða«. Þetta er bæði óljóst og beinlínis villandi. Ekki er getið um hvaða »sólóistar« í vísindavinnu séu þarna að verki, né heldur tilfærðar tegundir rannsókna, sem eru á heimsmælikvarða. Höfundar ræða um sam- keppnishæfa hópa 5-6 (bls. 69). Gera þarf skipulagða athugun, hvort og hve margar stofnanir og deildir ríkisspítalanna, sem tengjast læknadeild, hafa haft rannsókna- gengi af þeirri gerð, sem höfundar telja vænlegt til afreka í rannsóknum. Byrja mætti á að athuga Keldur, Rannsóknastofu í veirufræði, Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg, Blóðbankann og Rannsókna- stofu í efnafræði (próf. Sigmundur Guð- bjarnarson). Eflaust er það rétt hjá höfund- um, að flest sé betra í rannsóknaefnum á Norðurlöndum hjá 20-40 sinnum fjölmenn- ari þjóðum en íslendingar eru. Þó er hægðarleikur að gera betri samanburð á viðfangsefnum í læknisfræðirannsóknum á Norðurlöndum og íslandi, en gerður er hjá höfundum, t.d. með því að skoða þingerindi sem flutt voru á Svenska Lákarsállskapets Riksstámma 27.-29. nóv. 1985 eða framlög á þingi norrænna ónæmisfræðinga í Rey- kjavík 1985. Það kynni að vera, að ísland væri ekki sú eyðimörk á rannsóknasviðinu, sem álitið vekur grun um. 4. Tekið skal undir það, sem sagt er um skipulag vísindalegrar samvinnu á sviði læknisfræði í öðrum löndum og til eftir- breytni er fyrir aðila hérlendis. Má minna á, að engin fastanefnd læknadeildar um vís- indalegar rannsóknir er starfandi, svo kun- nugt sé, aldrei hefur verið ráðinn læknis- fræðilegur eða vísindalegur forstjóri ríkisspítalanna, en hann ætti að samræma stjórnun og skipulag vísindaáætlana deilda ríkisspítalanna og afla stuðnings við rannsóknastarfsemina hjá heilbrigðisráðu- neytinu. Landspítalinn hefur aðeins rekstrar- lega forstjóra og framkvæmdastjóra. Læknisfræðileg og vísindaleg ráðgjöf er formlega hjá læknaráði. í það ráð er ekki valið m.t.t. vísindaráðgjafar. 5. Um kostnaðaratriði og vísindarann- sóknir á bls. 69 er rétt að vekja athygli á nýlegri stefnu Háskólans um tekjuöflun á vegum rekstrarfyrirtækja. Um innheimtutil- raunir rannsóknadeilda Landspítalans fyrir rannsóknir til að standa undir vísindalegri starfsemi, mætti tilfæra mörg dæmi, sem ekki eru uppörvandi og myndu í raun segja sorgarsögu um virðingarleysi fyrir rann- sóknavinnu. 6. Tekið skal undir það, sem sagt er al- mennt um kosti vísindarannsókna og ábata af þeim fyrir framgang læknisfræði á ís- landi, eins og annars staðar. Um ástand mála er bent á frammistöðu nýútskrifaðra lækna i »ameríska prófinu«. Nauðsynlegt er að rannsakað sé strax, að hve miklu Ieyti þekk- ingarskortur í grunngreinum, og sérstaklega sameindalíffræði, á þátt í verri frammistöðu nýútskrifaðra lækna í seinni tíð, en áður var. 7. í kaflanum um grundvallarrannsóknir (bls. 70) eru taldar upp greinar, sem höfund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.