Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 211 ar telja dæmigerðar um örasta þróun innan læknisfræðinnar. Verða menn sennilega ekki á eitt sáttir um þá röðun og upptalningu. Meðal þeirra eru taldar ónæmisfræði og veirufræði. Mætti halda af lestri kaflans, að öll þekking heimsins hefði riðið hjá garði íslendinga í þessum greinum. Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, sem tengd er læknadeild, hefur þó haft á að skipa mörgum þekktum vísindamönnum á sviði veiru- og ónæmisfræði og sameindaerfða- fræði, sem lagt hafa fram drjúgan þekk- ingarforða, sem gerir sig gildandi í veiru- sjúkdómarannsóknum. Ekki er í þessum kafla minnst brautryðjendastarfs hérlendis á sviði sameindaerfðafræði og háskólakennslu og rannsókna í líffræðiskor. Elztu nemendur úr þeirri deild H.í. stunda háskólakennslu og rannsóknir, þ.á m. í læknadeild og á rannsóknastofum sjúkrahúsa. Nýliðun fyrir vísindarannsóknir í sameindalíffræði á sviði læknisfræði og annarra greina líffræða verður óhjákvæmilega að mestu úr hópi þeirra, sem útkrifast hafa úr líffræðiskor. 8. »Sameindalíffræðin« (bls.70-71) er á- grip af fræðslu um þátt og þýðingu samein dalíffræði. Um það efni hafa læknar getað lesið í ítarlegra máli í ýmsum læknaritum, sbr. greinaflokkinn »DNA í læknisfræði«, sem birtist í Lancet í lok 1984. í fjölriti Líffræðistofnunar Háskólans 1984, nr. 20: LÍFTÆKNI Á ÍSLANDI, kynning á líf- tæknilegri örverufræði og erfðatækni eftir Guðna Á. Alfreðsson, Jakob K. Kristjáns- son og Guðmund Eggertsson, er allitarleg greinargerð um þessi fræði. 9. Um uppbyggingu vísindalegrar læknis- fræði á íslandi (bls. 71). í þessum kafla segja höfundar: »Við erum eindregið þeirrar skoðunar, að án meiriháttar breytinga á bæði kennslu og rannsóknaaðstöðu (og rannsóknaskyldu) innan Iæknadeildar Há- skóla íslands, verði óumflýjanleg stöðnun og afturför, sem leiði til verr menntaðra lækna og komi í veg fyrir hagnýtingu á nútíma- læknisfræðiþekkingu«. Undir þessa skoðun er hægt að taka, þótt ætla megi, að misjafn- lega sé að kennslu búið í ólíkum greinum í læknadeild. í álitinu er ekki fjallað um það, hvernig kennsla læknanema og læknakandi- data skuli byggð upp m.t.t. nýrrar þekkin- gar. Mikil ný verkefni í rannsóknum og námi gera kröfur til endurskipulagningar og niðurfellingar á eldra námsefni og vin- nubrögðum. Mætti í því sambandi minna á fyrirætlanir um breytingar á læknanáminu, sem fela í sér að kenna grunngreinar líf- fræðifaga í þrjú ár og B.Sc. próf verði inntökuskilyrði í læknanám, sem stytt yrði í fjögur ár. Nauðsynlegt er einnig, að um- breyta sem fyrst gömlum, fyrirferðamiklum kennslugreinum, með þvi að velja háskóla- kennara í læknadeild, sem staðið hafa fyrir uppbyggingu nýrra rannsókna. Binda verður endi á þá valaðferð á kennurum, að prófes- sorar, sem komnir eru á eftirlaunaaldur séu kjörnir til að velja eftirmann í sinni kenn- lugrein. Slík aðferð er líklegasta leiðin til stöðnunar. í áliti höfunda er hvergi minnst á launamál háskólakennara og rannsóknaman- na með langt háskólanám og starfsþjálfun. Þetta er mikill galli. Lögmál vinnumarkaðar gilda um vísinda- og kennlustörf á háskóla- stigi, eins og aðrar starfsgreinar. Helzta ástæðan fyrir áhugaleysi lækna um rannsókna- og kennslustörf í læknadeild er sú, að aðrar tegundir læknisstarfa eru meira metnar til launa. Ástand launamála er ill- kynja mein, sem hefur grafið undan viðgangi rannsóknagreina í læknisfræði og fleiri rannsóknagreinum í landinu. Hugmyndir eru nú uppi i stjórn Háskóla íslands um að breyta þessu ástandi í sumum rannsókna- greinum með stofnun sérstakra fyrirtækja með rekstraraðilum og fjármagns eigendum utan Háskólans. Um þessa hlið málsins er lítið sagt í álitinu, en þó lagt til á bls. 99 (sjá 2. áhersluatriði) »að hluti af rekstrarfé og fjármögnun á a.m.k. 2 stöðum yrði fenginn með styrkjum (bæði erlendum og innlendum), eins og tíðkast í nágrannalönd- um okkar«. 10. í kaflanum Uppbygging vísindalegrar læknisfræði á íslandi á bls. 71 er að finna ýmsar hollar ábendingar. Höfundar telja »eðlilegt að stjórn og skipulag á uppbyggin- gu læknisfræðilegra rannókna í tengslum við Landspítalann heyri undir heilbrigðisráðu- neytið«. Við sem teljum okkur hafa starfað að rannsóknum um langt árabil á ríkisspít- aladeildum, vitum ekki annað en allt heyri í reynd undir það ráðuneyti. Reynt er þó að setja háskólastimpil læknadeildar á flest af þvi, sem bezt er unnið, vegna þess, að Landspítalinn er aðalmiðstöð læknakennsl- unnar. Undir það skal tekið með höfundum, að skipulagið er lélegt og mikilla úrbóta er þörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.