Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 60
228 LÆKNABLAÐIÐ heilsugæzlulækna og T.R. f.h. sjúkrasam- laga hins vegar var gerður 28. ágúst 1985, og gildir hann til ársloka 1986. Er samning- ur þessi með hefðbundnu sniði. Orlofsnefnd Læknafélögin hafa nú fest kaup á orlofsibúð í Reykjavík og sumarbústað við Hreðavatn í Borgarfirði. íbúðin í Reykjavík er í fjölbýlishúsinu Ljósheimum 22. Unnið er að lagfæringum á íbúðinni og kaup á hús- gögnum og búsáhöldum eru á næsta leiti. Fyrirhugað er, að íbúðin verði formlega tekin í notkun i september eða október. Sum arbústaðurinn við Hreðavatn hefur nú þegar verið tekinn í notkun, en lagfæringar á svæðinu kringum bústaðinn eru í bígerð. Nýting íbúðarinnar á Akureyri og orlofshúsanna í Brekkuskógi er sem fyrr góð. í heild má fullyrða, að áhugi lækna á orlofsbústöðum læknafélaganna hafi farið vaxandi ár frá ári. Námskeiðs- og fræðslunefnd Frá síðasta aðalfundi hafa orðið þær breyt- ingar á skipan nefndarinnar, að Sveinn Magnússon hætti störfum sl. haust, en Stefán Matthíasson tók sæti hans. Störf nefndarinnar voru með hefðbundn- um hætti, og undirbúningur haustnám- skeiðs aðalverkefnið eins og endranær. Námskeiðið var að þessu sinni haldið í framhaldi af aðalfundi L.í. og Læknaþings dagana 24.-27. sept. í Domus Medica. Aðal- efni námskeiðsins voru barnalækningar og öldrunarlækningar, og höfðu sérgreinafélög barnalækna og öldrunarlækna veg og vanda af undirbúningi þeirra. Nitján frjáls erindi um margvísleg efni voru flutt og 15 spjöld (posters) bárust til sýningar, en spjaldsýningar eru nýlunda á haustþingum. Inn í dagskrá námskeiðsins fléttuðust symposium um ritun fræðilegra greina undir stjórn Arnar Bjarnasonar, og kvöldverðarfundur um Parkinsonsveiki, sem Sandoz lyfjafyrirtækið bauð til. Góð þátttaka var á námskeiðinu, og at- hygli vakti fjöldi hjúkrunarfræðinga, sem sóttu námskeiðið. Fjöldi umsókna um styrki frá svæða- og sérgreinafélögum vegna fræðslufunda og fyrirlestrarhalds var svipaður og árið á undan, og fengu flestir einhverja úrlausn. Nefndin sá einnig um lán á spjaldgrindum L.í. og L.R. til nokkurra aðila. Snemma á árinu var haldið námskeið um tölfræði fyrir lækna og námskeið um grund- vallaratriði ónæmisfræðinnar, hvort tveggja í samvinnu við endurmenntunarnefnd Háskóla íslands og fleiri aðila. Bæði þessi námskeið voru illa sótt af læknum. Nefndin hélt færri fræðslufundi þetta árið en árið á undan, enda hafa læknar sótt þessa fundi slælega. Þó var boðið upp á stutt námskeið í stjórnun fyrir lækna í marz, en ein- ungis 7 læknar létu sjá sig. Undirbúningur haustnámskeiðs stendur nú yfir, en það verður haldið í Domus Med- ica dagana 24.-28. sept. n.k. Bókasafnsnefnd Bókasafnsnefnd hélt nokka fundi á árinu. í síðustu ársskýrslu kom fram, að í framhaldi af tillögu nefndarinnar hafi landlæknir tekið inn á fjárlagabeiðni fyrir 1986 ósk um að stofna bókasafn við embætti sitt, sem einkum sinnti þörfum heimilis- og heilsu- gæslulækna. Á fjárlögum 1986 var ekki veitt fé til þessa verkefnis. í samráði við nefndina endurnýjaði landlæknir beiðni sína fyrir næsta ár. Nefndin hefur fylgst með þróun bókasafnsmála og rætt við fulltrúa lækna- deildar og Landspítala um málin. Siðanefnd Félag ísl. heimilislækna visaði einu máli til nefndarinnar, en hún taldi sig ekkert geta gert eins og erindið lá fyrir. Nefndin vakti jafnframt athygli á því, að hún hefði »ekkert vald til þess að boða aðra á fund eða óska eftir upplýsingum frá öðrum en læknum og svo þeim, sem kæra lækna fyrir Siðanefnd- inni«. Starfsmatsnefnd hélt 5 fundi á árinu 1985 og lagði mat á starfsaldur 24 sérfræðinga og ákvað launastig 48 aðstoðarlækna. Nefnd (skv. aðalfundarályktun 1983) til að semja reglur um, með hvaða hætti læknum skuli heimilt að kynna sig og starf- semi sína fyrir kollegum Nefndin skilaði áliti í sept. sl. Þar segir m.a.: »Mestu skiptir, að læknaefni og læknar kynni sér innihald Codex Ethicus nógu dyggi- lega og séu hans ávallt minnugir í daglegum störfum.« Síðan segir: »Við viljum þó varpa fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.