Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 231 í framhaldi af því var óskað umsagnar L.í. um tillögur nefndarinnar, sem fólu i sér ýmsar breytingar á gildandi reglugerð. Sérstaklega var þess óskað. að L.í. aflaði umsagnar sérgreinafélaganna. Stjórn L.í. sendi tillögurnar með ósk um umsögn til 19 sér- greinafélaga, en auk þess til Félags ísl. heim- ilislækna, Félags ungra ltfekna, Gigtsjúk- dómafélags ísl. lækna og Öldrunarfræða- félags íslands. Umsagnir þeirra félaga, sem svöruðu, tóku ekki að berast stjórn L.í. fyrr en líða tók á haust 1985. Eftir að stjórnin hafði kynnt sér þær og flokkað, lá fyrir efniviður í álit varðandi skilmála, setta hverri sérgrein til sérfræðiviðurkenningar (4. grein reglu- gerðarinnar). Stjórnin taldi ekki ástæðu til annarrar afstöðu af sinni hálfu en fram kom í um- sögnum félaganna varðandi ákvæði 4. grein- ar. Stjórnin áleit, að auka bæri hlutdeild L.í. og sérgreinafélaganna í umfjöllun umsókna um sérfræðileyfi. Stjórnin lagði til, að 3ja lækna nefnd úrskurði um sérfræðileyfi og að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipi formann nefndarinnar og varaformann skv. tilnefningu L.Í., en að samsetning hennar yrði a.ö.l. breytileg eftir sérgreinum, þ.e. forstöðumaður kennslu viðkomandi greinar í læknadeild og fulltrúi viðkomandi sérgre- inafélags. Tillögur stjórnar L.í. voru a.ö.l. þessar helstar í stuttu máli: - að starfstími kandidata fyrir lækningaleyfi verði 16 mánuðir (í stað 12) til sam- ræmingar við hin Norðurlöndin, en ekki síst m.t.t. þess, að kandidatar geti átt kost á starfsþjálfun utan sjúkrahúsa (ekki samþykkt við endanlega umfjöllun deil- darráðs læknadeildar um tillögurnar í mars 1986 (áfram 12 mánuðir)). - að ráðherra feli 3ja manna nefnd að meta sjúkrahús, sérdeildir og stofnanir til sérnámsviðurkenningar. Formaður skip- aður skv. tillögu L.Í., en læknadeild og landssamband sjúkrahúsa tilnefni hvort um sig 1 mann (samþykkt a.ö.l. en því, að deildarráð leggur til, að formaður sé til- nefndur af lækndeild). - að ekki verði veitt undanþága frá almennu reglunni um sérfræðiviðurkenningu i að- eins einni sérgrein án samþykkis L.í. og viðkomandi sérgreinafélags auk lækna- deildar (ekki samþykkt svo, heldur orðað þannig: »Slíkar undanþágur verða þó eigi gerðar án samþykkis læknadeildar að fengnu áliti L.í. og í samráði við hlut- aðeigandi sérgreinafélög«). - að 7. grein reglugerðar orðist svo: »Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar skv. tilnefningu Læknafélags íslands til fjögurra ára í senn formann og varaformann nefndar, sem hefur það hlut- verk að fjalla um og úrskurða umsóknir um sérfræðileyfi. Varaformaður taki sæti í nefndinni í forföllum formanns. Að öðru Ieyti skal sérfræðinefnd þannig skipuð, að í henni sitji, eftir því sem við á, forstöðumaður kennslu í læknadeild í þeirri grein, sem um ræðir, og fulltrúi tilnefndur af viðkomandi sérgreinafélagi til fjögurra ára í senn. Sé ekki kennari í greininni í lækna- deild, tilnefni deildarráð mann í hans stað úr hópi kennara deildarinnar. Sé formlegt sérgreinafélag ekki til í þeirri grein, sem um ræðir, tilnefni stjórn L.í. lækni í nefndaina úr hópi starfandi sérfræðinga i greininni eða í tengdri grein, ef enginn er starfandi í grei- ninni. Komi uþp ágreiningur í nefndinni, skal skjóta honum til úrskurðar stjórnar L.í. Stjórn L.í. annast túlkun reglugerðarinnar, þegar þörf krefur og endurskoðun hennar í samráði við sérgreinafélög og læknadeild. Sömu aðilar fylgjast með þróun fram- haldsnáms og reglum um sérfræðiviðurkenn- ingu í nágrannalöndunum.« (Ekki samþykkt nema að hluta, og er 7. grein þannig orðuð í endanlegri tillögugerð deildarráðs læknadeil- dar: »Læknadeild skipar 3 lækna í nefnd til að fara yfir og úrskurða um umsóknir til sérfræðileyfis. Skal einn vera úr hópi kenna- ra deildarinnar, og er hann formaður nefndar- innar, annar skal tilnefndur af L.í. og sá þriðji er forstöðumaður kennslu í þeirri grein, sem til umfjöllunar er hverju sinni. Við afgreiðslu umsókna skal fulltrúi viðkom- andi sérgreinafélags boðaður á fund nefnd- arinnar. Fulltrúar læknadeildar og L.í. skulu skipaðir til 4 ára. Þeir annast fyrir hönd læknadeildar túlkun og endurskoðun reglu- gerðarinnar í samráði við stjórn og sérgre- inafélög L.í. Ennfremur skulu þessir aðilar fylgjast með þróun framhaldsnáms og reglna um sérfræðiviðurkenningu í nágrannalöndu- num. Komi upp ágreiningur í nefndinni, skal skjóta honum undir úrskurð Iæknadeildar.«)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.