Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 64
232 LÆKNABLAÐIÐ Læknadeild skilaði tillögum sínum um breytta reglugerð til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra sl. vor, og er talið, að með hausti megi vænta nýrrar reglugerðar um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa. Samskipti viö erlend læknafélög I. Annað hvert ár efna læknafélögin á Norðurlöndum til svonefnds »sekretariat« fundar, sem er fundur forsvarsmanna þeirra, aðallega úr hópi starfsmanna. Fram- kvæmdastjóri og formaður L.í. sóttu slíkan fund í Osló 21. og 22. okóber 1985. Auk þess sem fjallað var um ýmsa samskiptaþætti i rekstri, var gengið frá dagskrá sameiginlegs fundar stjórna læknafélaganna á Norður- löndum á árinu 1986. II. L.í. sagði sig úr World Medical Association árið 1978 ásamt hinum Norðurlandaþjóð- unum, m.a. vegna óánægju þeirra með reglur og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu. Seinna fylgdu nokkrar aðrar þjóðir dæmi þeirra af sömu ástæðu og enn fleiri síðar, þegar Læknafélag Suður-Afríku endurheimti aðild að WMA. Læknafélög í Evrópu utan WMA eiga fund saman árlega ásamt Læknafélagi Kanada, sem einnig er utan WMA. L.í. hefur ekki tekið þátt í þessum fundum áður, en ákvað að gera það á þessu ári, þar eð tími og staður hentuðu vel tengingu við sameigin- legan fund stjórna læknafélaga Norðurland- anna. Fundurinn fór fram í Kaupmannahöfn 13. og 14. júní 1986. Þar var rætt um eftirfa- randi málefni: 1) Fjármögnun heilb- rigðisþjónustu, 2) Þjónustu við meðlimi læknafélaga, 3) Framboð og eftirspurn lækna, 4) Fjölþjóðasamvinnu læknafélaga, 5) Framtíðaráform. - í sambandi við síðasta liðinn var nokkuð rætt, hvort félögin skyldu taka upp takmarkaða aðild að WMA, aðal- lega á sviði siðamála. Niðurstaðan var sú, að enn væru samskipti við WMA ótímabær. - Fundur þessi var hinn áhugaverðasti. III. Sameignlegur fundur læknafélaganna á Norðurlöndunum (Nordiska centralstyrel- semötet) var haldinn í Álandseyjum 16.-19. júní 1986. Þessir fundir eru haldnir annað hvert ár, og var fundurinn á íslandi 1984. Af íslands hálfu sóttu fundinn Haukur Þórðar- son, Kristján Eyjólfsson og Sveinn Magnússon frá L.Í., Magni Jónsson frá L.R. og Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri. Á fundinum voru fluttar hefðbundnar skýrslur frá hverju landi um, hvað gerst hefur í málefnum fé- laganna frá siðasta fundi, og flutti Haukur þá skýrslu fyrir íslands hönd. Annað fundarefni var: 1) Horfur um framboð lækna á Norðurlöndunum, 2) Nordisk Medicin, 3) Hlutverk læknafélaganna í samfélaginu - sókn eða vörn? Umfjöllun var skipt á milli landanna: Noregur: Hlutverk þeirra i læknisfræði- legum - vísindalegum - faglegum málefnum. Danmörk: Hlutverk þeirra við miðlun upp- lýsinga um heilbrigði. Finnland: Ábyrgð þeirra á læknisfræðilegri siðfræði. ísland: Sjónarmið þeirra um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu (Frummælendur Kristján og Sveinn). Svíþjóð: Hlutverk þeirra í heilbrigð- isstjórnmálum. Fundurinn var fjölmennur, efnisþættir vel fluttir og umræður góðar. Þátttakendur nutu og góðrar skipulagningar og móttöku Finnanna, sem var frábær. IV. Norska læknafélagið varð 100 ára 5. júní 1986. Hélt það upp á þetta merkisafmæli með veglegri dagskrá og bauð L.í. að 2 fulltrúar þess yrðu gestir Norska lækna- félagsins á hátíðinni. Ekki var því við komið að senda 2 fulltrúa, aðeins einn, Svein Magnússon, sem afhenti Norska læknafé- laginu gjöf frá L.Í., málverk eftir Nikulás Sigfússon, Iækni. V. Halldór Jónsson, formaður FÍLÍS, sat f.h. L.í. aðalfund Sænska læknafélagsins i maílok á þessu ári, en L.í. hafði borist boð um að senda þangað fulltrúa. Ýmis mál I. FÍLÍS, Félag ísl. lækna í Svíþjóð, er að meðlimatölu annað stærsta svæðafélag L.í. með u.þ.b. 200 meðlimi. Á leið sinni á fund Norrænu læknafélaganna í Osló mættu formaður L.í. og framkvæmdastjóri á fundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.