Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 33

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 103 þefjandi höndum. Tilgáta Semmelweis var sú, að stúdentarnir flyttu unnvörpum líkeitur, er myndaðist í rotnandi líkum, inn í fæðingarveg kvennanna, og ylli þar barnsfararsóttinni. Hann fyrirskipaði nú stúdentunum að þvo sér jafnan vandlega um hendur upp úr klórkalklausn, áður en þeir þreifuðu á konunum.» - Síðar herti hann enn á smitvörn sinni og lét einnig sótthreinsa verkfæri og umbúðir með klóri og skilja veikar konur frá heilbrigðum. Athyglisvert er í þessu sambandi, að Semmelweis virðist ekki hafa þekkt til notkunar franskra lækna á klóri, er áður ræðir (9). Aðgerðir Semmelweis báru skjótt svo góðan árangur, að tíðni barnsfararsóttar varð jafnvel enn minni í deild þeirri, er læknanemar komu í en í hinni deild fæðingastofnunarinnar, er ljósmæðranemar sóttu. Semmelweis skýrði frá vinnu sinni með klór á fundi lækna í Vínarborg sumarið 1850. Urðu þar hörð átök um kenningar hans og raunar svo mikil, að hann hrökklaðist úr stöðu sinni og frá Vínarborg þegar sama ár. Var sjálfur yfirlæknir fæðingastofnunarinnar meðal þeirra, er mest lögðust gegn honum. Fimm árum síðar varð Semmelweis þó prófessor í fæðingahjálp í Búdapest. Nokkrum árum þar á Mynd 2. Joseph Lister (1827-1912). Festi notkun sótthreinsiefna í sessi til smitvarnar (antisepsis) og ruddi smitgát (asepsis) braut. eftir birti hann bók um smitvörn með klóri til þess að varna barnsfararsótt. Það breytti þó engu um álit annarra lækna á gildi smitvarnar með klóri. Varð Semmelweis næsta lítið ágengt og örlög hans urðu ömurleg. Um þetta farast Vilmundi Jónssyni svo orð: »Semmelweis bilaðist á geði og var tekinn í vörzlu sem sturlaður bandamaður rétt fyrir andlát sitt. Má vera, að hann hafi lengi verið meira eða minna veill á geðsmunum og það hafi meðfram torveldað honum að afla sér tiltrúar» (10). Næstan er að nefna til sögunnar Joseph Lister (1827-1912), er lauk læknaprófi 1853 og síðar gerðist skurðlæknir í Glasgow, Edinborg og Lundúnum. Lister var viðstaddur fyrstu svæfingu, er sögur fara af i Evrópu, þá ungur stúdent (sjá framar), og tileinkaði sér ungur svæfingar. Lister auðnaðist fyrstum manna að innleiða smitvörn með sótthreinsiefnum við skurðaðgerðir, svo langt sem hún hrekkur til, og jafnframt að ryðja smitgát braut til þess mikla vegs, er henni ber við skurðlækningar. Var þetta þó síður en svo þrautalaust og litlu miður en um daga Semmelweis. Lister var hins vegar gæddur dæmafáu vinnuþreki og jafnaðargeði og lifði svo lengi, að hin nýju vísindi, bakteríufræðin, næðu að fullvissa lækna almennt um gildi verka hans. Það er þó í þessu sambandi harla athyglisvert, að Lister hafði í upphafi enga hugmynd um Semmelweis og störf hans, enda fór hann nýjar leiðir. Við skulum nú víkja aðeins nánar að Lister og verkum hans. Meðan Lister var enn í Glasgow, velti hann mjög fyrir sér, hvernig koma mætti í veg fyrir þá ósigrandi sárasmitun, er hann átti sífellt í höggi við, ekki síst við meðferð opinna beinbrota og við aðrar aðgerðir á liðum og limum, er þó töldust hreinar og ekki varð undan vikist að gera. Sagan segir, að prófessor í efnafræði í Glasgow hafi snemma árs 1865 bent Lister á að kynna sér skrif Pasteurs, er snertu þetta efni (sbr. að framan). Lister kom í framhaldi af því til hugar að nota fenól (karbólsýru) til smitvarnar, þar eð honum var kunnugt um, að í borg einni á Norður-Englandi væri fenól notað til þess að varna rotnun í sorpi. Þetta sama ár byrjaði hann því að nota fenól til smitvarnar við meðferð á opnum brotum og kýlum, svo og ýmsum »hreinum« sárum. Honum lærðist að nota fenól í lítilli þéttni í pasta, er hann huldi með sárin að lokinni aðgerð og olli litlum truflunum á græðslu þeirra þrátt fyrir það, að mjög drægi úr sárasmitun (sáraígerð). Siðar tók hann upp

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.