Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 35

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 105 vel, að hann fór svo að segja »í gin úlfsins« og settist að í London. Var honum þar fádæma illa tekið af nær öllum, þar á meðal af stúdentum, sem helst ekki sóttu fyrirlestra hans, enda hefur hann tæpast verið viðhlæjandi þeirra. Lister stóð þó af sér allt mótlæti og í rás nýrra tíma varð hann ofan á. Sem dæmi um móttökurnar í London skal eftirfarandi tilfært: »Hin fyrsta aðgerð Listers í Lundúnum, sem verulega reyndi á smiteyðingaraðferð hans, var það, er hann skar hispurslaust til lokaðs hnéskeljarbrots, hringstakk brotin með málmþræði, reyrði saman og lokaði síðan skurðinum kirfilega. Þegar þessi ódæmi bárust til eyrna einum aðalhandlækni höfuðborgarinnar var mælt, að honum hefðu hrotið þessi blöskrunarorð af vörum: »Þegar þessi veslings maður deyr, þyrfti einhver að taka sig fram um að sækja þennan náunga til saka fyrir unnið óbótaverk». En veslings maðurinn dó ekki, heldur greri sár hans um hreint, og vakti undrið aukna athygli vegna hinna válegu ummæla» (15). Smitvörn að hætti Listers dugði hins vegar illa eða ekki við holskurði nema óbætanlegt tjón hlytist jafnframt af á vefjum í líkamsholum. Sama gilti og oft um meðferð á holsárum (holundum). Skurðaðgerðir í kviðarholi urðu þvi ekki auðgerðar fyrr en ný smitvarnaraðferð, smitgátin (asepsis), var tekin upp, né varð mönnum með ígerð holsár að jafnaði borgið fyrr en sýklalyf voru komin til sögunnar. Frumkvöðull smitgátar við skurðaðgerðir var þýskur skurðlæknir, Ernst von Bergmann (1836-1907). Til hans og samstarfsmanna hans er að rekja það skipulag og búnað skurðlækningadeilda spítala, sem að stofni til er búið við enn í dag. Bergmann innleiddi þannig gufusæfingaraðferðina (autoklavering) árið 1886. Aðstoðarlæknir Bergmanns gerði grein fyrir vinnu þeirra og félaga árið 1892. Er þá talið, að smitgátin hafi verið fullsköpuð (16). Fyrstu magaskurðaðgerðir, sem sögur fara af og heppnuðust, voru þó gerðar nokkru fyrr eða árið 1881 (17). Vitað er, að Jón Hjaltalín, landlæknir, er áður getur, heimsótti Lister í Glasgow árið 1867, þ.e.a.s. eftir að hann hóf að nota smitvörn við skurðaðgerðir. Þess sér þó engin merki, að hann eða samkennarar hans í Læknaskólanum í Reykjavík hafi nokkru sinni viðhaft smitvörn við skurðaðgerðir, en þeir voru Jónas Jónassen (1840-1910) og Tómas Hallgrímsson (1842-1893) (18). Vilmundur Jónsson skýrir þetta aðgerðarleysi á þann veg, að hér kunni smitgátar lengi að hafa verið lítil þörf bæði vegna fárra opinna beinbrota og vegna lítillar tíðni sáraígerða, þar eð spítalar voru nær engir í landinu (19). Fyrsta skurðaðgerð að viðhafðri smitvörn Listers virðist ekki hafa verið gerð hér á landi fyrr en árið 1883 (20). Var þar að verki danskur læknir, Hans Jacob Georg Schierbeck (1847-1911), er hér var landlæknir árin 1883-1894. Fluttist hann eftir það úr landi. Nægar heimildir eru fyrir því, að Schierbeck varð landlæknir í óþökk margra hér á landi. Svo mikið er vist, að tengsli Schierbecks við Jónas Jónassen og Tómas Hallgrímsson, er áður ræðir, voru ekki meiri en svo, að hvorugur þeirra tók upp eftir honum smitvörn við skurðaðgerðir (21). Án efa hefur Schierbeck þekkt til smitgátar eins og hún tíðkaðist í lok 9. áratugar 19. aldar. Hann fór þannig í kynnisferð til Kaupmannahafnar 1891. Samt heppnaðist honum ekki að taka upp smitgát og hann réð því ekki við holskurði (22). í hinni meistaralegu ævisögu Árna Þórarinssonar, er Þórbergur Þórðarson færði í letur, er kafli um Schierbeck landlækni. Kemur þar berlega fram, að hann hefur talið íslendinga erfiða viðskiptis og vanþakkláta. í kaflanum um Schierbeck segir enn fremur svo orðrétt: »Þegar hann fór af landi burt, kvaddi hann konu, sem hann stundaði sjúka. Þá varð henni að orði: »Mikið má landið sakna yðar, þegar þér farið.» «Það hefði mátt sakna mín», svaraði Schierbeck. »En nú er þess ekki þörf, því að nú á ísland lækni.» Hann átti við Guðmund Magnússon, sem þá var setztur hér að fyrir fjórum árum. »Þér hafið álit á honum?« segir konan. »Já, hann er sá langbezti læknir, sem ég hef nokkurntíma þekkt» (23). Svo fórust Schierbeck orð, en hver var Guðmundur Magnússon? Guðmundur Magnússon (1863-1924) var fyrsti prófessor í skurðlæknisfræði við læknadeild Háskóla íslands (áður kennari við Læknaskólann) og brautryðjandi smitgátar við skurðaðgerðir á íslandi og þá jafnframt holskurða. Fyrstu holskurði sína gerði hann við sullum á Sauðárkróki sumarið 1893, en hann var þá héraðslæknir í Skagafirði (24). Með Guðmundi Magnússyni hófst loks ný öld í skurðlækningum á íslandi og lýkur þessu yfirliti við þau tímamót. Upphaf sýklalyfja Fyrir aldamótin 1900 voru einungis sárfá sérhæfð

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.