Kópavogur - 24.05.2013, Blaðsíða 2

Kópavogur - 24.05.2013, Blaðsíða 2
2 24. maí 2013 Hvalasafnið á Húsavík hefur löngum verið eitt af vinsælustu söfnum landsins. Frá því safnið var stofnað árið 1997 hafa um 250 þúsund manns notið þess að skoða sig þar um. Í ár var nýtt sýningarrými tekið í notkun fyrir Hvalaskólann sem safnið rekur. Einar Gíslason, framkvæmda- stjóri Hvalasafnsins á Húsavík, segir að á safninu gefist gestum gott færi á að skyggnast inn í veröld hvalanna, þessara risa hafsins. Áhersla hefur ævinlega verið lögð á að vanda framsetn- ingu efnis og kunna gestir vel að meta það, en skýringarmynd- ir á safninu og náttúrulegir sýn- ingagripir hafa vakið verðskuld- aða athygli gesta og komið ímyndunaraflinu á flug. Margt forvitnilegt að sjá og skoða Sýning safnsins samanstendur meðal annars af vistkerfi sjávar, líffræði hvala, hvalveiðisögunni og hvalrekum fyrr á öldum. Sýn- ingarrýmið er um 1600 fermetrar að stærð en Hvalasafnið er stað- sett í gamla sláturhúsi Kaup- félags Þingeyinga sem byggt var árið 1931. „Við erum með margt forvitnilegt sem fólki þykir gam- an að sjá og skoða,“ segir Einar og nefnir m.a. að á sýningunni séu 10 beinagrindur af hinum ýmsu hvalategundum, sú stærsta er 13 metra löng af búrhval sem rak á land í Steingrímsfirði árið 1997. Meðal beinagrinda má nefna norðsnjáldra, hrefnu, búr- hval, hnúfubak, háhyrning, and- arnefju, grindhval og náhval. Nafn Húsavíkur er nátengt hvalaskoðunarferðum en þar á bæ hafa menn verið í farar- broddi í yfir 20 ár hvað varðar hvalaskoðun hér á landi og þótt víðar væri leitað. „Það er upp- lagt fyrir þá sem hyggjast fara í hvalaskoðun í sumar að koma fyrst við á safninu og fræðast um hvalina og það gera mjög margir,“ segir Einar. Nýtt sýningarrými fyrir Hvala- skólann Hvalasafnið gegnir lykilhlutverki í fræðslu og upplýsingamiðlun um hvali og lífríki þeirra hér við land og má á safninu finna margvíslegan fróðleik um hvali, samskipti manna og hvala og þróun tegundarinnar svo eitt- hvað sé nefnt. „Í ár tókum við í notkun nýtt sýningarrými fyrir Hvalaskólann, sem við rekum í tengslum við safnið og þar má meðal annars sjá verkefni sem nemendur í leik- grunn- fram- halds- og háskólanámi hafa unn- ið,“ segir Einar, en í fyrirlestrar- sal eru sýndir vandaðir þættir um hnúfubaka og búrhvali. Frá upphafi hefur Hvalasafnið tekið við sjálfboðaliðum, m.a. erlendum háskólanemum í líf- fræði eða skyldum greinum og hafa þeir verið daglegri starfsemi safnsins ómetanlegir. Þeir taka að sögn Einars m.a. þátt í að vinna að sýningunni sem stöð- ugt er verið að þróa áfram, bæta og breyta auk þess að taka þátt í rannsóknarverkefnum á vegum safnsins. „Við teljum að þetta safn sé á heimsmælikvarða, það er tilval- inn staður fyrir alla fjölskylduna að heimsækja,“ segir Einar. whalemuseum.is N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D Safnið verður opnað 20. maí og verður opið út september, alla daga frá 10 fyrir hádegi og til 8 á kvöldin. Aðgangseyrir er 700 krónur og frítt fyrir yngri en 12 ára. Samgönguminjasafnið Ystafelli Ystafelli 3 - 641 Húsavík Sími 464 3133 og 861 1213 sverrir@islandia.is - www.ystafell.is Samgöngu- minjasafnið Ystafelli Safn á heimsmælikvarða Með Útivist út í náttúruna Yfir 250 þúsund gestir hafa sótt Hvalasafnið á Húsavík frá upphafi. Ferðamannastraumur í Fjalla- byggð hefur aukist umtalsvert eftir að Héðinsfjarðargöng voru opnuð en með tilkomu þeirra varð aðeins fáeinna mínútna akstur milli miðbæja Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Annar ávinning- ur ganganna er aðgengi að Héð- insfirði en áningarstaðir með upplýsingaskiltum eru á vegs- pottanum milli gangamunnanna tveggja. Ferðafólki er bent á að nota þar tækifærið á ferð sinni og hafa þar viðdvöl, njóta nátt- úrunnar og fræðast um þennan fjörð, hvort heldur er komið frá Akureyri eða úr Skagafirði. Það er margt að sjá og njóta í Fjalla- byggð. Þétt dagskrá viðburða Viðburðadagskráin í Fjallabyggð er þétt á sumrin og sumir þeirra eiga sér mjög langa sögu. Hæst ber auðvitað að nefna Síldaræv- intýrið á Siglufirði um verslunar- mannahelgina, sem er í raun orðin fimm daga samfelld hátíð sem nú mun standa dagana 1.-5. ágúst. Með þeirri hátíð er haldið á lofti sögu síldaráranna á þess- um fornfræga söltunarstað en ár- ið um kring má einnig fræðast um þá sögu í Síldarminjasafninu á Siglufirði sem stöðugt er í framþróun. Hróður þess safns hefur borist víða á undanförnum árum. Af öðrum rótgrónum við- burðum má nefna fjölsótt knatt- spyrnumót; annars vegar Niku- lásarmótið í Ólafsfirði 12.-14. júlí fyrir yngstu aldursflokkana og á Siglufirði er síðan haldið Pæju- mót dagana 9.-11. ágúst þar sem, líkt og nafnið bendir til, þreyta kappi yngstu stúlkurnar í knattspyrnunni. Raunar má segja að fyrsti viðburður sumarsins verðir sjómannahátíðin á Ólafs- firði 31. maí til 2. júní en þar í bæ er rík hefð fyrir því að halda sjómannadaginn hátíðlegan. Jónsmessuhátíð verður á Siglu- firði 22. júní og síðan taka við þrjár tónlistarhátíðir í röð; fyrst Blue North Music Festival í Ólafsfirði 27.-29. júní en þá daga ræður blúsinn ríkjum. Í kjölfar hennar kemur svo Þjóðlagahátíð á Siglufirði dagana 3.-8. júlí en á sama tíma, þ.e. 4.-7. júlí er ný hátíð á dagskránni í Ólafsfirði sem ber það skemmtilega nafn Ólæti. Þar er á ferðinni tónlistar- og menningarhátíð ungs fólks. Dagna 5.-14. júlí verður síðan efnt í annað sinn til dagskrár sem ber heitið Reitir og er al- þjóðlegt samstarfsverkefni skap- andi greina. Þessi dagskrá verð- ur á Siglufirði. Síðsumars verða síðan tvær hátíðir í Fjallabyggð. Fyrst hin gamalgróna tónlist- arhátíð Berjadagar í Ólafsfirði en þar er berjatíðinni fagnað með klassískum tónlistarviðburðum. Að þessu sinni verður sú hátíð dagana 16.-18. ágúst. Síðasta há- tíð sumarsins verður síðan Ljóðahátíð á Siglufirði sem hald- in verður í septembermánuði. Þar taka þátt landsþekkt ljóskáld og aðrir aðkomnir heimamenn, auk listfenginna heimamanna, yngri sem eldri. Golf, gönguleiðir og veitingar En það eru ekki aðeins viðburð- ir sem fanga athygli og áhuga ferðafólks. Golfáhugamönnum skal bent á golfvelli bæði í Burstabrekku í Ólafsfirði og á Hóli í Siglufirði. Hótel Brimnes er starfrækt í Ólafsfirði og á Siglufirði hafa opnað tvö ný gistiheimili; annars vegar Gisti- heimilið Siglunes og hins vegar The Herring House. Vert er einnig að gefa sér tíma við höfn- ina á Siglufirði þar sem byggð hefur verið upp öflug veitinga- starfsemi á vegum fyrirtækisins Rauðku. Þar er að finna veit- ingahúsið Hannes Boy og kaffi- húsið Kaffi Rauðku en fyrirtækið hefur einnig hafið framkvæmdir við byggingu Hótels Sunnu þar skammt frá. Göngugarpar hafa einnig úr fjölmörgum gönguleiðum að velja í Fjallabyggð enda Trölla- skaginn ein besta uppspretta fjölbreyttra gönguleiða á land- inu. fjallabyggd.is Síldarævintýrið á Siglufirði er ein af þekktustu bæjarhátíðunum hér á landi og jafnan fjölsótt. Viðburðaríkt sum- ar í Fjallabyggð Gönguleiðir eru fjölmargar um Tröllaskagann og víðsýnt af fjallatind- um. Hér eru tveir ungir göngugarpar með Siglufjörð í baksýn. Velkomin til Hríseyjar! Allar nánari upplýsingar á hrisey@hrisey.net og í síma 695-0077 - Heimasíða www.hrisey.net Hús Hákarla Jörundar Opið alla daga 1. júní – 31. ágúst frá kl. 13:00-17:00 Í þessu elsta húsi Hríseyjar er búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum og sögu eyjarinnar Þar er einnig hægt að nálgast upplýs- ingar um eyjuna og hvað hún hefur upp á að bjóða. 36 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 Kópavogsbæ færður hvíldarbekkur Systkinin Petrína Rós, Jóhannes og Pétur Karlsbörn færðu Kópavogsbæ bekk til minningar um foreldra sína, þau Ólöfu P. Hraunfjörð, bókavörð, og Karl Árnason, forstjóra Strætis- vagna Kópavogs, á afmælisdegi bæj- arins 11. maí. Þau voru bæði virk í félagsmálum í bænum. Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tók við bekknum fyrir hönd bæjarins. Bekkurinn er á göngustígnum við Kópavogstún og á honum er áletrun til minningar um Ólöfu og Karl sem létust fyrir örfáum árum. Kópavogur sigraði Garðbæ í boccia Lið Kópavogs j r lagði lið Garð- bæinga í boccia-keppni sem haldin var í tilefni af 20 ára afmæli Gjá- bakka, félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi. Fyrir Kópavog kepptu voru Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Rannveig Ásgeirsdóttir formaður bæjarráðs, Pétur Ólafs- son bæjarfulltrúi og Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, leiddi lið Garðbæinganna en með honum voru þau Sturla Þor- steinsson, Kári Jónsson og Margrét Björk Svavarsdóttir. Liðin tókust á af fullri hörku og hafði Kópavogur betur eins og áður sagði. Allt var þetta þó t l ga ans gerst og fóru allir sáttir heim að leikslokum. Stofnun Wilhelms Beckmann í Kópavogi Stofnun Wilhelms Beckmann lista- manns hefur nú verið komið á fót af hálfu Kópavogsbæjar og afkomenda listamannsins. Hlutverk stofnunar- innar er að varðveita sögu, list- sköpun og listaverk hans og kynna þau og sýna almenningi á Íslandi og erlendis. Wilhelm Beckmann var fjölhæfur listamaður og skar út í tré, hjó í stein, málaði myndir og gerði skartgripi. Hann fæddist í Hamborg í Þýska- l ndi árið 1909 og lærði útskurð og myndhöggvaralist. Hann flutti til Ís- lands árið 1935 og kvæntist Valdísi Einarsdóttur fimm árum síðar og eignuðust þau tvö börn. Hann gaf Kópavogskirkju fyrstu altaristöflu kirkjunnar árið 1954. Wilhelm lést árið 1965. Stutt og laggott Fjórir g unnskólar fá viðurkenningu fy r nýbreytni í skóla tarfi Verkefni frá Kópavogsskóla, Kárnesskóla, Álfhólsskóla og Lindaskóla fengu í vikunni viðurkenningu skólanefndar Kópavogs fyrir að stuðla að nýbreytni og fram- þróun í grunnskólum Kópavogs.. Verk- efnin eru fjölbreytt og snúast m.a. um að grunnskólabörn kenni eldri borgurum á ýmis tölvuforrit, vettvangsferðir út í náttúruna, listasýningar í skólum og greiningu á lestrarvanda nemenda. Skólanefnd Kópavogs auglýsti eftir tilnefningum frá Kópavogsbúum fyrr í vetur og bárust ellefu tilnefningar. Skólanefnd lagði síðan mat á þær í sam- ráði við stjórn Samkóp, samtök for- eldrafélaga og foreldraráða í Kópavogi. Verkefni Kópavogsskóla bar heitið Náttúrufræðitíðindi og gengur út á að nemendur kynnist umhverfi sínu á skemmtilegan hátt, með vettvangs- ferðum út í náttúruna eða með heim- sóknum heim í skólastofu. Verkefni Kársnesskóla var sam- vinnuverkefni milli nemenda í 8. og 9. bekk og eldri borgara í bænum þar sem þeir yngri tóku að sér að kenna þeim eldri allt um tölvur og tækni. Verkefni Álfhólsskóla gekk út á að bæta lestur og lestrarfærni nemenda í yngstu bekkjunum og mæla árangur þeirra með markvissum hætti og nota til þess lestrargreiningartækið Logos. Að lokum má nefna verkefni Linda- skóla sem gengur út á það að fá lista- menn til að vera með sýningar í skól- anum á menningardögum í desember. Með því læra nemendur að njóta fjöl- breytileika listarinnar. Bragi Thoroddsen, formaður skólanefndar Kópavogs, afhenti full- trúum skólanna viðurkenningarskjöl og blóm. Gunnar I Birgisson Sjálfstæðisflokki: Breytingarnar á aðalskipulaginu geta mögulega bakað bænum bótaábyrgð Þetta mál snýst í raun og veru um það að það er búið að vera að vinna að þessu aðalskipulagi í fjögur ár og á lokastigum þess á að breyta svæðum sem ætluð voru undir byggð í opin svæði. Samkvæmt eignar- námssamningi sem gerður var 2007 skal landeigandi fá um 11% af söluverð- mæti hverrar lóðar og ef við skerðum möguleika hans getur bærinn verið að baka sér skaðabótaábyrgð. Þetta viljum við að sé skoðað betur, flóknara er það ekki“ segir segir Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórn Kópavogs og bætir við: „Það eru engin óheilindi í því falin auk þess sem að það liggur ekkert lífið á að afgreiða þetta og koma í kynningu meðan þessir þættir eru óljósir. Þetta er búið að vera í vinnslu í fjögur ár“ segir Gunnar. „Við þessa breytingu, að fækka landi undir fasteignir í opið svæði, minnkar eignastaða Kópavogsbæjar og hitt að Vatnsendabóndinn kann að eiga ein- hvern rétt vegna þessa“ segir Gunnar. Hann segir að þetta sé engin smá- breyting. Þetta þýði fækkun um 106 lítil fjölbýlishús, um 50 einbýlishús auk iðnarhúsnæðis. Hann segir að fulltrúi Samfylkingarinnar Guðríður Arnar- dóttir hafi óskað eftir lögfræðiáliti vegna málsins og að hann sjálfur hafi einnig gert það. „Að fenginni reynslu er ekki verra að hafa tvö lögfræðiálit þegar við af- greiðum þetta mál, raunar nauðsyn- legt“ segir Gunnar. Málinu var fre- stað á síðasta bæjarstjórnarfundi og verður tekið fyrir á fundi næsta þriðjudag en þá ættu þessi lögfræðiá- lit að liggja fyrir. „En umfram allt að þá leysa yfirlýsingar í fjölmiðlum um meint óheilindi ekkert og málin verða yfir höfuð ekki leyst í fjölmiðlum heldur á fundum bæjarstjórnar og það er von mín að menn átti sig á því“ segir Gunnar að lokum í samtali við blaðið. Gunnar I Birgisson. aðalsteinn Jónsson. Nýr skólastjóri í Lindaskóla Guðrún G. Halldórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Lindaskóla. Ráðningin var einróma samþykkt á fundi bæjarráðs Kópavogs á dögunum. Guðrún tekur við stöðu skólastjóra þann 1. ágúst af Gunnsteini Sigurðs- syni. Guðrún hefur lokið M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana. Síðastliðin 3 ár hefur hún gegnt starfi aðstoðarskóla- stjóra Lindaskóla.Hún gegndi stöðu skólastjóra í grunnskólanum í Búðardal frá 2002-2009 og stöðu aðstoðarskóla- stjóra við sama skóla frá 1999-2002. Á árunum 1988-1998 starfaði hún sem umsjónarkennari í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Samhliða aðstoðarskóla- stjórastöðu í Lindaskóla hefur Guðrún verið deildarstjóri yngsta stigs. Guðrún G. Halldórsdóttir. Um 1700 ungmenni starfa hjá Kópavogsbæ í sumar Hátt á annað þúsund ung-menni frá fjórtán ára aldri fá sumarvinnu hjá Kópavogsbæ í sumar. Yfir 900 unglingar á aldr- inum 14 til 17 ára sóttu um hjá Vinnuskóla Kópavogs og fá þau öll vinnu. Um 800 ungmenni 18 ára og eldri sóttu um önnur sum- arstörf hjá bænum og er vonast til að hægt verði að bjóða þeim öllum störf hjá bænum í sumar. Verið er að fara yfir umsóknir þessa dagana. Flest störfin eru hjá áhaldahúsi bæjarins sem sér m.a. um viðhald og umhirðu opinna svæða og gatna og fegrun bæjarins. Einnig verður ráðið í störf á íþróttavöllum, við sundlaugar Kópavogs, á leikjanám- skeiðum og í störf leiðbeinenda hjá vinnuskóla og skólagörðum. Frá verðlaun afhendingunni í vikunni. Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Kópavogur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.