Kópavogur - 24.05.2013, Blaðsíða 6

Kópavogur - 24.05.2013, Blaðsíða 6
6 24. maí 2013 Menntaskólinn í Kópavogi: 308 útskriftarnemar útskrifaðir Þann 17. maí var brautskráning frá Menntaskólanum í Kópa-vogi, við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Alls 83 stúdentar og 35 iðnnemar. Þá brautskráðust 16. maí, 24 ferðafræðinemar, 48 leiðsögu- menn, 37 nemar af skrifstofubraut, 16 matsveinar, 38 nemar úr meistaraskóla matvælagreina, 9 nemar úr hótel- stjórnunarnámi César Ritz og 5 nemar af starfsbraut. Einnig útskrifuðust 23. maí 13 nemar af framhaldsskólabraut. Þannig að alls voru brautskráðir 308 nemar frá Menntaskólanum í Kópa- vogi á þessu vori. Ný skólanámskrá og tilraunakennsla Í máli Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara, kom fram að áfram var unnið að nýrri skólanámskrá. Skólinn hefur nú meira frelsi í mótun náms- brauta jafnt í bóknámi sem verknámi og námstíminn er breytilegur. Fjögur þróunarverkefni eru nú í gangi sem tengjast innleiðingu á nýrri skóla- námskrá. Tilraunakennsla var í vetur í þverfaglegum áföngum á bóknáms- brautum fyrir alla nýnema. Lögð var áhersla á að gera nema virkari í náminu, þjálfa sjálfstæð vinnubrögð, frumleika og víðsýni. Áfanginn byggir á grunnþáttum menntunar skv. nýrri aðalnámskrá sem eru læsi, gagnrýnin hugsun, sköpun, heilbrigði og velferð, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Jafnréttisverðlaun Kópavogsbæjar árið 2012 Í framhaldi af jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2007 hefur skólinn staðið fyrir árlegri jafnréttisviku sem að þessu sinni var í marsmánuði undir yfirskrift- inni „Staðalímyndir kynjanna og klám. “ Boðið var upp á fjölda fyrirlestra og kvikmyndasýningar sem tengdust efni vikunnar og vöktu miklar vinsældir. Skólinn hlaut jafnréttisverðlaun Kópa- vogsbæjar á árinu 2012 fyrir markvisst starf að jafnréttismálum. Á skólaárinu var unnið að mörgum nýjum verkefnum. Skólinn var þátt- takandi í verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ en því er stýrt af Lýðheilsustöð. Þá tekur skólinn þátt í verkefninu „Nám er vinnandi vegur“ en 67 nemendur innrituðust í MK í haust vegna þessa verkefnis. Unnið var með nýtt umsjónarkerfi sem felur í sér aukna umsjón og stoðþjónustu við nemendur upp að 18 ára aldri og aukið upplýsingastreymi til foreldra. Þá tekur skólinn þátt í raunfærnimati í matvælagreinum og skrifstofugreinum fyrir fullorðið fólk sem vill hefja aftur nám, svo nokkuð sé nefnt. Viðurkenningar fyrir námsárgangur Forseti bæjarstjórnar, Margrét Björns- dóttir, afhenti útskriftarnemum viður- kenningar úr Viðurkenningarsjóði MK sem stofnaður var af bæjarstjórn Kópavogs árið 1993. Þrír nemar hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Nýstúd- entar Lena Katarína Lobers og Hall- mann Óskar Gestsson og Steinunn Lilja Heiðarsdóttir nýsveinn í matreiðslu. Rótarýklúbbur Kópavogs veitti ný- stúdent Hallmanni Óskari Gestssyni verðlaun fyrir góðan árangur í raun- greinum og Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi veitti nýsveini í matreiðslu, Steinunni Lilju Heiðarsdóttur, verðlaun fyrir góðan námsárangur í iðnnámi. Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. Skólameistari MK, Margrét Friðriksdóttir, í hópi verðlaunahafa. Ræðu nýstúdents flutti Sandra Björg Strange Ræðu nýsveins flutti Tryggvi Þór Traustason Forseti Bæjarstjórnar Kópavogs Margrét Björnsdóttir veitti viðurkenningu úr Viðurkenningarsjóði MK þeim Lenu Katarínu Lobers, Hallmanni Óskari Gestssyni og Steinunni Lilju Heiðarsdóttur. Hallmann Óskar Gestsson nýstúdent með forseta Rótarýklúbbs Kópavogs Eiríki Líndal Fríður hópur útskriftarnema. auglýsingasíminn er 578 1190 netfang: auglysingar@fotspor.is bæjarblaðið KÓPavoguR kemur út annan hvern föstudag fotspor.is

x

Kópavogur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.