Kópavogur - 24.05.2013, Side 10

Kópavogur - 24.05.2013, Side 10
10 24. maí 2013 Kópavogsþríþrautin heppnaðist vel -íþróttin nýtur vaxandi vinsælda Kópavogsþríþrautin fór fram í Kópavogi sunnudaginn 12. maí síðastliðinn. Þetta var fyrsta þríþrautarmót ársins og heppn- aðist það vel. Fjöldi skráðra keppenda var 108 og þar af skiluðu 95 þeirra sér í mark. Flestir af bestu þríþrautar- mönnum landsins voru skráðir til leiks og var mikið fjör þegar skipt var á milli þrauta. Hákon Hrafn Sigurðsson var fyrstur í mark í karlaflokki á tímanum 36:48 og Birna Björnsdóttir var fyrst kvenna á tímanum 40:05. Í þríþraut er keppt í 400 m sundi, 10,4 km hjól- reiðum og 3,6 km hlaupi. Fjölskyldur fengu að spreyta sig Á eftir aðalþrautinni var boðið upp á fjölskyldu- og barnaþraut. Þar tóku fjölskyldur sig saman og kláruðu þraut- ina í sameiningu í helmingi styttri vegalengdum, 200 m sundi, 3,6 km hjólreiðum og 1,4 km hlaupi. Fjöl- skyldumeðlimir gátu skipt þrautunum á milli sín og dæmi eru um að þrír ætt- liðir hafi tekið sig saman í þrautinni. Engin aldurstakmörk voru í þessari keppni og var ungmennum á aldrinum 12 - 16 ára boðið að klára alla þrautina ein og óstudd. Kópavogsþríþrautin hefur síðustu ár verið vinsælasta þríþrautin sem haldin er. Hún var fyrst haldin árið 1996 og svo óslitið frá árinu 2006. Íþróttin nýtur vaxandi vinsælda og fjöldi þátt- takenda hefur aukist mikið á milli ára. Mótið telur til stiga í stigakeppni Íslands í þríþraut. Það var Þríþrautafé- lag Kópavogs, Þríkó sem stóð að þessu móti. LHÞ ævintýRi HúSmÓðuRinnaR Júróvisjónpartýið mikla Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að Júróvisjón var allsráðandi í síðustu viku. Undankeppni var haldin þar sem Ísland tryggði sér sæti í úrstlitunum við gífurlegan fögnuð. Eins og öðrum sönnum Íslendingum sæmir fannst húsmóðurinni tilvalið að halda júró- visjónpartý að þessu tilefni. Grillið notað eftir vetrarhvíld Ekkert er betra en að taka fram grillið eftir langa vetrarhvíld og því voru lambalundir í maríneringu ásamt bökunarkartöflum fyrir valinu á matseðli kvöldsins. Þar sem húsmóð- irin er einstaklega fyrirhyggjusöm tók hún fram grillið tímanlega þetta laugardagssíðdegi og hreinsaði það vel. Salatið var útbúið og köld sósa búin til úr sýrðum rjóma og krydd- jurtum. Húsmóðirin bar bakkann með kjötinu að grillinu og kveikti undir því. Eða þar að segja, hún ætl- aði að kveikja á því. Sér til mikillar mæðu uppgötvaði húsmóðirin að gaskúturinn var galtómur. Þá var bara eitt í stöðunni, rjúka á næstu bensínstöð og skipta um kút. Hún tók krakkaskarann með sér sem ófær var að mestu um að bíða heima á meðan. Glerbakki í öreindum Rúmum hálftíma síðar kom húsmóð- irin heim á ný með fullan kút af gasi. Grilllyktin steig fljótt upp og óðum styttist í að söngvakeppnin myndi hefjast. Kartöflurnar voru orðnar meyrar og rauðvínið komið í glas. Í tilefni dagsins ákvað húsmóðirin að nota fallega glerbakkann sem tengda- foreldrarnir gáfu henni í afmælisgjöf undir grillkjötið. Kjötinu raðaði hún listilega á bakkann og gekk með hann að borðinu. Húsmóðirin komst heldur fljótt að því að glerbakkinn fallegi var ekki sérlega vel hitaþol- inn. Því stuttu áður en lambalund- irnar náðu að borðinu, splundraðist glerbakkinn í öreindir og kjötið datt í gólfið og var nú þakið glerflísum í bland við maríneringuna. Nú voru góð ráð dýr. Kjötið gjör- samlega ónýtt og snemmbúnu frétt- irnar að klárast sem þýddi bara að óðum styttist í keppnina. Liggjandi á fjórum fótum hreinsaði húsmóð- irin upp gleragnir með annarri hendi og hringdi á pizzustað í nágrenninu með hinni. Júróvisjónstefið gall við og þeystist stórfjölskyldan að sjón- varpsskjánum svöng og spennt í senn. Bökunarkartöflunum voru gerð góð skil með köldu sósunni meðan fyrstu lög keppninnar ómuðu. Að sjálfsögðu hafði húsmóðirin fjárfest í nokkrum snakkpokum eins og góðri húsmóður sæmir á þessu kvöldi og eftir kartöflu- átið komu kartöfluflögurnar sér vel. Færni í skyndihjálp Flatbökusendillinn birtist í gættinni á tólfta lagi og hrifsuðu afkvæmin kassana af honum. Svo svöng voru blessuð börnin að þau tróðu hverri sneiðinni af fætur annarri upp í sig. Næst yngsta barnið hafði fylgst vel með eldri systkinunum hvernig hægt væri að troða sem mestu upp í sig í einu án þess að tyggja. Því miður hafði þetta afkvæmi ekki þjálfað þessa færni sína mikið og því stóð nánast heil sneið í koki barnsins. Húsmóð- irin er fjölhæf og kann að sjálfsögðu skyndihjálp. Heimlich-aðferðin hent- aði því sérlega vel og með nokkrum kippum flaug flatbökusneiðin úr hálsi barnins og beint á rauðvínsglasið hálf- fulla. Glasið hélst sem betur fer heilt, enda komið nóg af glerbrotum þetta kvöldið en rauðleiti vökvinn seytlaði frá borðinu og niður á gólf. Fleiri tuskur voru teknar fram og með skjótum hætti varð stofan hrein og fín á ný. Magarnir voru vel mettir þegar íslenska lagið ómaði loks stuttu síðar í takt við hrotur húsmóðurinnar sem lá steinsofandi í sófanum eftir þetta eftirminnilega og skemmtilega partý. Húsmóðirin deilir ævintýrum hversdagsins með lesendum blaðsins Meðfylgjandi myndir tók Örn Sigurðsson á mótinu.

x

Kópavogur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.