Selfoss - 24.04.2013, Qupperneq 1
Vor í Árborg
9.–12. maí
Bæjar- og menningarhátíð
haldin 9.–12. maí í
Sveitarfélaginu Árborg
Fjöldi sýninga, tónleika, og annarra
viðburða fyrir alla fjölskylduna.
Útimarkaður í miðbæjargarðinum.
Áhugasamir sem vilja vera með
viðburð í dagskránni eða taka þátt
í markaði geta haft samband í
tölvupósti á bragi@arborg.is.
NáNar um hátíðiNa á
www.arborg.is.
24. apríl 2013
8. tölublað 2. árgangur S U Ð U R L A N D
Vilhjálmur Bjarnason
Ekki árfestir
1. sæti
Magnús I. Jónsson
Atvinnurekandi
2. sæti
Pálmi Þ. Erlingsson
Atvinnurekandi
3. sæti
Guðrún H. Bjarnadóttir
Leikskólakennari
4. sæti
Helgi Kristjánsson
Viðskiptafræðingur
5. sæti
X - I fyrir heimilin í landinu
Nauðungarsölur stöðvaðar þar
til lögmæti lána liggur fyrir
gagnvart verðtryggðum og
gengistryggðum lánum, nóg er
ruglið og orðið tímabært að
breyta rétt
12 Sumarkoma - að hætti hússins2 Nútíma byggðastefna
Fréttaskot Áskrift
Er nokkuðsvona heimahjá þér...
Bara fagmennska!
Láttu Ráðtak ástandsskoða
íbúðina, fyrirtækið, sumar
bústaðinn, farartækið, skipið,
húsbílinn áður en þú kaupir,
leigir eða selur.
UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN
4 Vildi kenna Reykvíkingum heræf-ingar og vopnaburð
Skuldir handa barnabörnum
Engin ríkisstjórn Íslands á lýðveldistíma tók við jafn erfiðu búi og sú
sem nú syngur sitt útgöngu-
vers. Það er vitað hvað tekur
við. Helmingaskiptin eru
löngu byrjuð og sömu þekktu
aðferðirnar hljóma kunnug-
lega. Þjóðin hefur ekki gleymt
áratug einkavæðingar 1995-
2004. Gamalkunnug ráð
komu okkur á kaldan klaka.
Það var mesta arðrán Íslands-
sögunnar segja sumir. En
svona er þetta lýðræði þegar
það hefur sjálft lagt upp leikreglurnar og
tekst að leika á tilfinningalegum nótum
allar götur fram á hlað. Framsóknar-
flokkurinn þarf ekki að kannast við neitt
af því sem gert hefur verið í tíð núver-
andi stjórnar. Aðgerðir flokksins „í þágu
heimilanna“ eru að flestra mati einnota
fyrirbæri sem þokar okkur ekki fram
á veg. Mismunar fólki þar sem sumir
eiga að njóta og óháð afleiðingum. Er á
gráu svæði þar sem enginn veit hvað er í
hendi úr snjóhengjunni. Eftir stendur að
barnabörnin munu greiða skuldir okkar
langt fram eftir öldinni. Óstöðugleiki og
verðbólga mun ríkja áfram og nú með
enn vesælli krónu.
Það sannast nú sem fyrr að frægðin
kemur að utan. Erlend matsfyrirtæki
hlaða stjórnina lofi. Það tókst að forða
þjóðinni frá gjaldþroti. Og aðferðirnar
eru í anda jafnræðis þar hvergi hefur
verið vikið af leið. Hægt væri að nefna
margt: aukinn jöfnuður í gegnum skatt-
kerfið og skattleysismörk hækkuð um
45%, þannig að 60% þjóðar-
innar borgar minna í skatta
en fyrir hrun. Þau 40% sem
betur standa greiða nú meira
til samfélagsins. 100 milljarð-
ar króna hafa verið greiddir
til fjölskyldna í barna- og
vaxtabætur á kjörtímabilinu.
Leiðin var vörðuð og við hefð-
um sótt fram til meira rétt-
lætis og jöfnuðar. Nú tekur
hins vegar við hægri stjórn í
orðsins fyllstu merkingu. Og
í ofurstærð. Kosningafyrir-
komulagið er þeim hliðhollt.
Líklegt er að Framsókn og Sjálfstæðis-
flokkur nái að raða enn fleiri samherjum
í kringum sig en þau hafa burði til þegar
allt verður talið upp úr kjörkössunum.
Þröskuldurinn við 5% markið og mis-
jafnt vægi atkvæða hefur það í för með
sér að flokkarnir munu að öllum líkind-
um fá 5-6 fleiri þingmenn en ef jafnræði
hefði ríkt við úthlutun þingsæta.
Jafnaðarmenn eiga verk fyrir höndum.
Þeir munu ekki láta deigann síga. Berjast
áfram fyrir bættu samfélagi. ÞHH