Selfoss - 24.04.2013, Qupperneq 2

Selfoss - 24.04.2013, Qupperneq 2
2 24. apríl 2013 Landvit er alhliða mats- og ráðgjafafyrirtæki með sérþekkingu á fasteignum, jörðum, landsvæðum og hlunnindamati. Landvit kappkostar að veita hlutlausa og faglega þjónustu. Verðmat - Verðmat á landi og fasteignum. Verðmat með áherslu á verðmætasköpun með teknu tilliti náttúrugæða og auðlinda. Sérmat með tilliti til framkvæmda og nýtingu á jörðinni með framtíðarsýn að leiðarljósi. Ráðgjöf fyrir kaupendur og seljendur fasteigna og jarða - Alhliða ráðgjöf til kaupenda og seljenda fyrir og á meðan á söluferli stendur. Hlunnindamat - Almenn hlunnindi jarða, arðmat, lax- og silungsveiði, aðstoð við veiðiréttarhafa. Viðhalds- og ástandsmat mannvirkja - Viðhalds- og ástandsmat, kostnaðarmat, framkvæmdaáætlun. Landvit.is | LVT ehf. | kt: 640402-4150 | Vegmúli 4 | 105 Reykjavík | sími 824-5066 | landvit@landvit.is   Landvit er alh iða mats- og ráðgjafafyrirtæki með sérþekkingu á fasteignum, jörðum, landsvæðum og hlunnindamati. Landvit k ppkostar að veita hlutlausa og faglega þjónustu. Verðmat - erðmat á landi og fasteignum. Verðmat með áherslu á verðmætasköpun með teknu tilliti náttúrugæða og auðlinda. Sérmat með tilliti til framkvæmda og nýtingu á jör inni með framtíðarsýn að leiðarljósi. Ráðgjöf fyrir kaupendur og seljendur fasteigna og jarða - Alhliða ráðgjöf til kaupenda og seljenda fy ir og á meðan á söluferli stendur. Hlunnindamat - Almenn hlunnindi jarða, arðmat, lax- og silungsveiði, aðstoð við veiðiréttarhafa. Viðhalds- og ástandsmat mannvirkja - Viðhalds- og ástandsmat, kostnaðarmat, framkvæmdaáætlun. Allar nánari upplýsingar veitir Viggó Sigursteinsson í síma 824-5066 eða á landvit.is Landvit.is | LVT ehf. | kt: 640402-4150 | Vegmúli 4 105 Reykjavík | sími 824-5066 | landvit@landvit.is Áfram Suðurlandsveginn Breikkun og tvöföldun Suður-landsvegar er eitt brýnasta hagsmunamál okkar Sunn- lendinga. Um verkefnið er breið samstaða og mikilvægir áfangar hafa náðst þrátt fyrir þrönga stöðu. Nú er komið að næstu áföngum breikkunar og tvöföldunar vegarins sem hefur í för með sér stórbætt umferðaröryggi og greiðari sam- göngur á þjóðvegi 1. Bæjarstjórn Hveragerðisbær gaf um daginn út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni „Hringvegur um Kamba – Breikkun”. Fram- kvæmdin felur í sér breikkun Hringvegar um Kamba í fjórar akreinar með vegriði á milli gagn- stæðra akreina. Frá hringtorgi við Hveragerði að neðstu beygju í Kömbum verður sett vegrið á milli gagnstæðra akreina. Í Kömbum verða sett undirgöng fyrir aðra vegfarendur, gangandi, hjólandi og hestafólk. Umrætt verk felur í sér gerð 1+2 vegar frá Hamragilsvegi að Kambabrún með vegriði á milli gagnstæðra akreina og 2+2 vegar í þröngu sniði um Kamba, einnig með vegriði á milli gagnstæðra akreina. Hringvegur frá Hamra- gilsvegi að neðstu beygju í Kömb- um verður því boðinn út á næstu dögum. Framkvæmdirnar hefjast á þessu ári og verklok verða árið 2015. Verkið verður boðið út núna í apríl en reiknað er með að heildarkostnaður þess verði í kringum tveir milljarðar króna. Nútíma byggðastefna Fjöldi mikilvægra samgönguver- kefna hafa orðið að veruleika á síðustu árum. Hvítárbrú, Gjá- bakkavegur, Suðurstrandavegur, Landeyjahöfn og nýr Herjólfur kominn í ferli, Landvegur og ný brú yfir Hornafjarðarfljót er efst á verkefnalistanum. Samgöngu- og fjarskiptamál- in eru áfram undirstaða öflugrar byggðastefnu. Breikka þarf fjölda einbreiðra brúa, m.a. yfir Stóru- Laxá sem er fjölfarin leið. Þá var ákvörðun um að byrja að leggja slitlag á Landveg sem tengir m.a. vegakerfið við Sprengisandsleið og Friðland að fjallabaki, en lagðar hafa verið 160 milljónir króna í veginn árið 2013. Brú yfir Þverá er aðkallandi sem öryggisþáttur fyrir íbúa Bakkabæja og í Vestur- Landeyjum ef Kötlugos ylli hlaupi niður í Markarfljót og Þverá. Slík brú myndi spara mikla fjármuni borið saman við aðra kosti og löngu tímabært að koma brúnni til framkvæmda. Fjarskiptamál eru í nútímanum samgöngumál. Lélegt og ótryggt netsamband í dreifbýli mismunar íbúum í nútímasamfélagi og dreg- ur úr búsetuskilyrðum byggðanna. Þetta þarf að endurskoða með Fjarskiptasjóði, en uppleggið um aðkomu hans að háhraða dreifbýli var misráðin, ófullnægjandi og þarf að breyta. Skilgreiningin á svæðum sem lentu utan aðkomu hans var röng. Þessu þarf að breyta enda fyrsta flokks fjarskipti og netað- gangur ráðandi þáttur í því hvar bæði fólk og fyrirtæki setja sig niður. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hálfgert sumar í allan vetur Sumarið leggst einstaklega vel í mig. Reyndar er búið að vera hálfgert sumar í allan vetur. Ég hef verið að labba með gestum og gangandi hér um suðurströndina sjálfum mér og öðrum til ánæju. Hér á Eyrarbakka og Stokkseyri og í Hraunshverfi sem er á milli þorp-anna eru miklar söguslóðir og hér þurfti fólk svo sannarlega að hafa fyrir lífinu. Þetta er saga sem við þurfum að muna og vita hvaðan við komum vegna þess að um 70% af Íslending- um eru ættaðir af þessu svæði með einum eða öðrum hætti. Ég hef mjög gaman að hitta fólk og á mikinn fjölda af góðum vinum. Það styðja mig allir í því sem ég er að braska jafnt fjölskylda mín og íbúar hér á ströndini. Hér er bara gott fólk enda eru allir góðir hver með sínu lagi.Siggeir Ingólfsson, ferðafrömuður á Eyrarbakka Björgvin G. Sigurðsson. Hringvegur frá Hamra- gilsvegi að neðstu beygju í Kömbum verður því boðinn út á næstu dögum. Fram- kvæmdirnar hefjast á þessu ári og verklok verða árið 2015. Verkið verður boðið út núna í apríl en reiknað er með að heildarkostnaður þess verði í kringum tveir milljarðar króna. Tækifærin liggja víða á Suðurlandi Sumarið 2013 leggst mjög vel í okkur Sunnlendinga. Það stefnir í aukinn fjölda ferða- manna frá því í fyrra sem þó var metár. Það er gaman að fylgjast með hversu mikil uppbygging hefur átt sér stað í greininni og aukið framboð á hvers kyns afþreyingu og upplifun á Suðurlandi. Við Sunnlendingar höfum úr svo fjölbreyttum tæki- færum að spila: allar helstu nátt- úruperlurnar og sterka tengingu við landið, mannlífið og menninguna. Langflestir ferðamenn á Íslandi hafa einhverja viðkomu á Suðurlandi til lengri eða skemmri tíma. Meðal viðburða er stór tónlistarviðburður sem verður síðsumars á Suðurlandi tengdur matarmenningu á þann hátt að áheyrendum gefst bæði færi á að hlusta og smakka. Sunnlendingar eru við öllu viðbúnir enda mikill gestagangur hjá okkur, við kunnum vel að taka á móti gestum Tækifærin liggja víða á Suðurlandi og með nýjum Suðurstrandarvegi og uppbyggingu vega í Uppsveitum Árnessýslu er aðgengi eins best og á verður á kosið. Á mörgum svæðum á Suðurlandi má finna perlur til útivistar. Aðstæður til skemmtilegra hjólaferða eru t.d. hvergi betri en á Suðurlandi hvort sem er inn til sveita eða út til stranda. Víða um Suðurland eru líka hestabúgarðar og mikil gróska í hestamennsku. Víða um fjórðunginn er boðið uppá hestaferðir og það er skemmti- leg upplifun að kynnast landinu af hestbaki. Áhugi á hvers kyns fjalla- mennsku fer vaxandi með hverju ári enda hvergi betri skilyrði til ísklifurs og aðgengi til fjalla en á Suðurlandi. Markmið okkar Sunnlendinga er að fá gesti okkar til lengri dvalar og til að nýta sér alla þá þjónustu sem við höfum uppá að bjóða. Það er sameiginlegt keppikefli okkar allra. Nánari upplýsingar um þjónustu og viðburði má finna á kynninga- vefjum um fjórðunginn: www.south.is www.winterwonderland.is www.sveitir.is www.katlageopark.is www.visitvatnajokull.is Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands Hvernig leggst sumarið í þig? Davíð Samúelsson. Konubókastofan á Eyrarbakka vígð á sumar- daginn fyrsta klukkan 16 rannveig anna Jónsdóttir frumkvöðull

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.