Selfoss - 24.04.2013, Qupperneq 4

Selfoss - 24.04.2013, Qupperneq 4
4 24. apríl 2013 Af hverju XS? Loforð sem hægt er að standa við Í grundvallaratriðum snúast þessar kosningar um það hvort fylgja eigi jafnaðarstefnu Samfylkingar- innar og byggja upp velferðarkerfið eða ekki og hvort við viljum ábyrg ríkisfjármál eða óraunhæf loforð. Samfylkingin tók við stjórnartau- munum þegar Ísland var á barmi gjaldþrots, rúið trausti, halli ríkis- sjóðs var stórkostlegur og fall krón- unnar og verðbólgan höfðu brennt upp eignir. Við náðum saman fjár- lagagatinu á aðeins 4 árum sem er afrek. Um leið og við stöðvuðum skuldasöfnun ríkissjóðs forgangsröð- uðum við í þágu velferðar og þeirra sem minna hafa handa á milli. Nú þegar við jafnaðarmenn höf- um tekið til eftir aðra er mikilvægt að við fáum stuðning til að byggja upp á nýju kjörtímabili. Samfylk- ingin er ábyrg og henni má treysta til að skapa öruggt og gott samfélag. Staðreyndin er sú að: • Atvinnuleysi hefur minnkað um helming frá 2009. Þúsundir ungra atvinnuleitenda hafa fengið skólavist í gegnum átakið Nám er vinnandi vegur. • Tækniþróunarsjóður var stórefld- ur til að skapa ný störf og einnig framkvæmdasjóður ferðaþjón- ustunnar. • Rammalöggjöf um ívilnanir til nýfjarfestinga og endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar til fyrirtækja hefur komið mörgum fyrirtækjum til góða. Við ætlum að: • Lækka tryggingagjaldið og fjölga störfum. • Koma á nýjum fjárfestingalána- sjóði fyrir lítil og meðalstór fyrir- tæki. • Tryggja sjávarbyggðum hlutdeild í veiðileyfagjaldinu. • Setja tækni- og verkmenntun í forgang í skólakerfinu. • Ljúka jafnlaunaátaki hjá hinu op- inbera. Staðreyndin er sú að: • 60% þjóðarinnar borgar hlut- fallslega minni skatta eða jafn mikla skatta og fyrir hrun. Þeir sem betur standa greiða meira til samfélagsins. Persónuafsláttur hef- ur hækkað um 45% frá 2007 og er verðtryggður frá ársbyrjun 2012. • Barnabætur hafa hækkað um 30% og stuðningur við barnafjölskyld- ur verður alls 11 milljarðar króna á árinu 2013. • Samfylkingin hefur ráðist í byggingu 12 hjúkrunarheimila fyrir aldraða um land allt. • Endurreisn fæðingarorlofssjóðs er hafin og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur. • Jafnrétti kynjanna hefur hvergi mælst meira en á Íslandi undan- farin 4 ár. Við ætlum að: • Láta börnin njóta forgangs. Gera gjaldfrjálsar tannlækningar barna að 18 ára aldri að veruleika, efla starfssemi Barnahús og forvarnir gegn ofbeldi. • Koma á einu húsnæðiskerfi fyrir alla, fjölga námsmannaíbúðum og efla leigumarkað. • Staðfesta nýjar, einfaldari og betri almannatryggingar og bæta rétt lífeyrisþega. • Treysta grunnþjónustu heilbrigð- iskerfisins. Staðreyndin er sú að: • Hrun gjaldmiðilsins árið 2008 setti fjárhag heimilanna í uppnám. Skuldir hafa verið niðurfærðar um 300 miljarða króna á kjörtímabil- inu. 12 þúsund heimili hafa notið góðs af lækkun skulda. Þær eru nú í sömu stöðu og árið 2006. • Rúmlega 100 miljarðar króna hafa runnið til fjölskyldna í gegnum barna- og vaxtabætur. • Húsleigubætur hafa hækkað og dregið hefur úr tekjuskerðingu þeirra. • Sérstakar vaxtabætur eru komnar á fyrir íbúðaeigendur með lánsveð. Við ætlum að: • Koma á Nýjum húsnæðisbótum fyrir alla. Þeir sem leigja fá jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. • Koma 2000 nýjum leiguíbúðum á markað í samstarfi við sveitarfélög og búseturéttarfélög. • Sjá til þess að bankar fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. • Ljúka afnámi stimpilgjalda og leggja af uppgreiðslugjöldin. • Koma á stöðugleika og losa heim- ili og fyrirtæki undan bólum og verðbólguskotum. Það bætir kjörin mest. Jöfnuður og réttlæti er grunn- tónninn í stefnu Samfylkingarinn- ar. Sundrung og margir smáflokkar munu veita sérhagsmunaöflunum undirtökin eftir kosningar. Aðeins samstaða skilar okkur ár- angri. Veljum öruggt og gott samfélag - kjósum Samfylkinguna! Oddný G. Harðardóttir, 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 8. TBL. 2. ÁRGANGUR 2013 Selfoss inn á hvert heimili! Oddný G. Harðardóttir. Þeir sem betur standa greiða meira til samfélags- ins. Persónuafsláttur hefur hækkað um 45% frá 2007 og er verðtryggður frá árs- byrjun 2012. Barnabætur hafa hækkað um 30% og stuðningur við barnafjölskyldur verður alls 11 milljarðar króna á árinu 2013. Vildi kenna Reykvíkingum heræfingar og vopnaburð Vestmannaeyingar minnast þess að 160 ár eru liðin frá því að kafteinn Andr- eas Kohl var settur sýslumaður yfir Eyjum. Af því tilefni verður herkvaðning á Skansinum á sum- ardaginn fyrsta og hátíðarhöld í Safnahúsinu. Andreas August von Kohl hét hann fullu nafni og var sýslumaður 1853-1860. Kapteinn Kohl varð snemma dáður og þótti embætt- isfærsla hans einkennast af stjórn- semi og afskiptasemi en líka hafi honum farist verk sín ,,eptir annari góðsemi“. Kohl lét það verða eitt sitt fyrsta verk að koma á reglulegum heræf- ingum og vopnaburði í Vestmanna- eyjum. Blaðið Þjóðólfur (1856-57) greinir frá því og bréfi frá Capitain von Kohl. Bréfið fjalli eingöngu um að Kohl votti „í nafni sjálfs sín og allra eyjabúa ráðherrastjórninni og stiptamtmanni vorum, greifa Trampe, þakkir fyrir það, hve ljúf- lega og rækilega ...“ stutt hafi verið við því fyririrtæki og lagt til 30 bys- sur með lagvopni („bajonet“) fram af hverri. Og von sé í öðrum 30 samkynja skotvopnum að sumri. Kohl sýslumaður kenndi mönn- um vopnaburð og segir hann að það sé ,,þessari óþreytandi alúð að þakka, að allir hinir efnilegri ýngri menn á eyjunum bjóði sig ljúflega fram sjálfir til vopnaburð- ar ...“ Alls séu 80 menn æfðir og þeim skipt í 4 minni flokka með flokksforingja yfir hverjum. Séu ungur mennirnir svo vel æfðir „að hver sem er úr hópnum væri tekinn og sendur til Danmerkur, mundi verða þar fullgildur hermaður og órækur ...“ Þá segir í bréfi Kohls að Eyjamenn bjóðist til að ljá Reyk- víkingum einn flokksforingjann til að kenna kaupstaðarbúum hér heræfingar og vopnaburð. Á heimasíðu Sagnheima, byggðasafns Vestmannaeyja, segir um atburði sumardaginn fyrsta: Dagskráin byrjar á Skansinum kl. 14 en Kohl bjó einmitt í Land- lyst. Endurvakinn verður vísir að herfylkingu Vestmannaeyja. All- nokkrir hafa nú þegar skráð sig í hersveitina en betur má ef duga skal! Áhugasamir þátttakendur í herfylkingunni eru beðnir um að hafa samband við safnvörð í síma 698 2412. Algjört skilyrði fyr- ir þátttöku er að menn séu edrú þennan dag í anda Kohls! Frá Skansinum verði haldið undir takt- föstum bumbuslætti upp í Safna- hús þar sem dagskrá hefst kl. 14:45. Karl Gauti sýslumaður mun fjalla um forvera sinn og verk hans í þágu Eyjamanna og Óskar Guðmunds- son sagnfræðingur mun koma með nýja sýn á söguna en hann telur líkur á að hann sé afkomandi Kohls. Að lokinni dagskrá verður lagður blómsveigur á gröf Kohls í virðingar- og þakklætisskyni. ÞHH Mynd af vefnum heimaslod.is Sveitarfélagið Árborg styrkir Ungmennafélag Selfoss um 25,1 milljón krónur. í upphæðinni felst launa- og rekstrarkostnaður við Selfossvöll á árinu 2013. Ungmennafélagið tekur að sér rekstur Selfossvalla. Gengið var frá samningnum á aðalfundi Ungmennafélagsins sl. fimmtudag. Myndin er frá undirritun. Hann vakir yfir allskonar stjórnsemi og reglusemi — Vér höfum áður getið um hinn slaka skort í Vestmanneyjum; þángaðkom í f. mán., jagt austan af Austfjörðiim, og vann sýslumað- urinn, „Kapitain” herra Kohl hana óðar til að sigla til Eyrarbakka og sækja þángað korn, 25 tunnur, til að létta af hinni bráðustu nauðsyn Eyja- skeggja; er oss skrifnð, „að honum hafi farizt þetta eptir annari góð- semi hans, stjórnscnii og afskipta- semi þar á Eyjunum”; hann vakir yfir allskonar stjórnsemi og reglu- senii, og hvetur Eyjabúa til ýmsra þarfra samtaka; t. d. að leggja vagn- vcgi yfir þvera heimaeyjuna; (Úr Þjóðólfi 22.-23.tölublaði 26.5. 1855) Vetur kveður og sumri heilsað Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur um allt Suðurland Skátafélagið Fossbúar á Selfossi býður að venju til hátíðardag- skrár. Skátarnir bjóða nú heim í nýja skátaheimilið í Glaðheimum að Tryggvagötu 36 á Selfossi en dagskráin hefst þar kl.13:00 með skrúðgöngu og starfsemi inni og úti. Skaftfellingar í Skaftárhreppi kveðja vetur og fagna sumri með tónaflóði að kveldi síðasta vetrardags.Hefjast tónleikar í Kirkjuhvoli á Kirkju- bæjarklaustri kl 20.30.

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.