Selfoss - 24.04.2013, Side 6
6 24. apríl 2013
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar:
Byggðastefna sem virkar
Samfylkingin leggur þunga áherslu á hagsmuni hinna dreifðu byggða. Við höfn-
um tilviljanakenndum aðgerðum í
þágu útvalinna atvinnugreina eða
sérvalinna krókmakara. Við vilj-
um almennar leikreglur og alvöru
byggðastefnu.
Tryggja sjávarbyggðunum
hlutdeild í veiðileyfagjaldinu.
Síðasta frumvarpið sem ég fékk sam-
þykkt sem efnahagsráðherra voru lög
um jöfnun flutningskostnaðar. Við
tryggjum með því framleiðslufyr-
irtækjum á landsbyggðinni endur-
greiðslu hluta flutningskostnaðar og
jöfnum samkeppnisstöðu atvinnulífs
á landsbyggðinni. Margir lögðu hart
að mér að gera í frumvarpinu upp
á milli atvinnugreina – undanskilja
t.d. sjávarútveginn. Það gerðum við
ekki, því við viljum að stuðningur
ríkisins byggi á jafnræðisgrunni.
Við höfum lagt á hraustlegt veiði-
leyfagjald. Það er eðlilegt, enda á
sjávarútvegurinn að greiða fyrir að-
gang að sameiginlegum auðlindum
eins og aðrar greinar. En hann þarf
að geta þróast og þroskast og búa
við fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi
eins og aðrar greinar. Og sjávar-
byggðirnar þurfa að eiga sérstaka
hlutdeild í arðinum af auðlindinni.
Því viljum við í Samfylkingunni
tryggja sjávarbyggðunum hlutdeild
í veiðileyfagjaldinu.
Vaxtarmöguleikum íslenskra
fyrirtækja eru lítil takmörk sett.
Sköpunargetan vekur athygli um
allan heim og við byggjum jafnt á
hefðbundnum greinum og á nýjum
þekkingargreinum. Mörg þessara
fyrirtækja eru á landsbyggðinni. Við
höfum lagt aukið fé í Tækniþróunar-
sjóð og sett á stofn nýjan Grænan
fjárfestingarsjóð, sem samtals eru að
fá á annan milljarð af nýju fé. Við
viljum halda þessu áfram og setja á
fót nýjan opinberan fjárfestingar-
sjóð, að franskri fyrirmynd, sem
tengi saman starf opinberra aðila að
stuðningi við atvinnulífið, sem nú er
dreift í Byggðastofnun og Nýsköp-
unarsjóði og víðar. Markmiðið er
að tryggja að allar góðar hugmyndir
geti orðið að veruleika og skapað
okkur arð, hvort sem þær fæðast í
Breiðholti eða á Bíldudal.
Þegar fyrirtækin vaxa úr grasi bíð-
ur okkar nú ærið verkefni: Að halda í
þau í umhverfi hávaxta og hafta. Við
erum nú að missa okkar bestu fyrir-
tæki úr landi. Þess vegna verðum við
að ljúka aðildarsamningum við ESB
sem allra fyrst og leggja niðurstöð-
una í dóm þjóðarinnar. Við verðum
að reyna til þrautar þá einu leið sem
nágrannaríki okkar hafa fetað til að
standa undir alvöru lífskjörum. Við
byggjum aldrei norræna velferð á
atvinnulífi í höftum.
Íslenskur landbúnaður getur
átt stórkostleg sóknarfæri
Við þurfum líka ný sóknarfæri í at-
vinnumálum á landsbyggðinni. Að-
ild að ESB mun vegna byggðastefnu
sambandsins styðja við fjölbreytt
atvinnulíf á landsbyggðinni og gera
okkur kleift að fjölga þar störfum.
Þar fyrir utan skapar aðild ný og
áður óþekkt tækifæri fyrir íslenskan
landbúnað.
Einu sinni voru Íslendingar sann-
færðir um að ekki borgaði sig að
veiða fisk, því ávinningurinn af því
að selja hann úr landi væri miklu
minni en áhættan sem fylgdi því að
opna landið. Við vitum hver niður-
staðan varð úr því reikningsdæmi.
Með sama hætti er ég sannfærður
um að íslenskur landbúnaður get-
ur átt stórkostleg sóknarfæri, þegar
nýir markaðir opnast fyrir íslenskar
afurðir á evrópskum markaði, sem
gerir sífellt ríkari kröfur um hrein-
leika og góða framleiðsluhætti. Ég
neita að fallast á þá vanmetakennd
fyrir hönd íslensks landbúnaðar, sem
einkennir málflutning andstæðinga
ESB-aðildar, og lýsir sér í linnu-
lausum dómsdagsspám. Það ekkert
sem bendir til annars en að íslenskar
afurðir muni sigra í gæðakeppni á
evrópskum markaði, ef íslenskur
landbúnaður fær að njóta frelsis í
markaðssetningu og viðskiptahátt-
um eins og aðrar atvinnugreinar.
Árni páll Árnason.
Ég neita að fallast á þá
vanmetakennd fyrir hönd
íslensks landbúnaðar, sem
einkennir málflutning
andstæðinga ESB-aðildar,
og lýsir sér í linnulausum
dómsdagsspám. Það ekkert
sem bendir til annars en að
íslenskar afurðir muni sigra
í gæðakeppni á evrópskum
markaði, ef íslenskur land-
búnaður fær að njóta frelsis í
markaðssetningu og við-
skiptaháttum eins og aðrar
atvinnugreinar.
Köstum ekki
atkvæði okkar á glæ
Ég ætla ekki að kasta atkvæði mínu á glæ í þessum kosn-ingum, sagði vinur minn úr
Tungunum við mig í vikunni og ég
hummaði eitthvað á móti um að ef
maður greiddi atkvæði væri það nú
alltaf framlag til lýðræðisins.
- Nei, það er ekkert framlag til
lýðræðisins. Það er afbökun á því,
svaraði þessi félagi minn og var
heitt í hamsi. Ég vissi varla hvert
þetta símtal var að fara. Ætlaði
maðurinn að koma með þessa
lummu um að við fengjum ekki
nógu mikið fylgi og atkvæðið dytti
því dautt niður. Tilbúinn að benda
á að í þeirri einu könnun þar sem
mitt nafn var nefnt reyndust 44%
íbúa Suðurkjördæmis óska þess að
ég yrði kjörinn. Æi, mér leiðist
að halda svo sjálfhverfum hlutum
fram en meðan engin önnur mæl-
ing hefur farið fram á mínu eigin
fylgi gæti ég neyðst til þess ... En
nú gáfust ekki tímar til heilabrota,
rödd þessa gamla sveitunga var í
tólinu og hélt áfram.
- Síðast kaus ég VG, mest út af
andstöðunni við ESB. Því atkvæði
var svo sannarlega kastað á glæ og
verra en það því þetta lið sem vill
ná af okkur fullveldinu fékk það
og þá þingmenn sem ég studdi af-
henta á silfurfati. Ég var ekki svona
heppinn eins og þú að hafa kosið
Atla Gíslason ...
- Ja ...!
En ég komst ekkert að og hafði
svosem ekkert mikið að segja.
Maðurinn var farinn að segja mér
frá frænda sínum öldruðum sem
var kominn með nýtt hné hægra
megin og hafði til skamms tíma
kosið íhaldið. Þegar hann áttaði
sig á að gamla hægri stjórnin hafði
stolið ríkisbönkunum og allskonar
fyrirtækjum fannst karli hann hafa
verið svikinn. Atkvæðunum sínum
stolið og hann ætlaði svo sannarlega
ekki að láta það henda sig oftar að
kjósa þá sem allt svíkja og öllu stela.
- Við ætlum báðir að kjósa þenn-
an Regnboga ykkar þó að þetta sé
nú hálfskrýtið nafn. Ef þetta héti
bara Listi Bjarna og Guðmundar
þá hefðuð þið rakað inn í skoð-
anakönnunum. Það veit enginn að
þú sért á lista sem heitir Regnbogi
en ég er viss um að þið fáið fylgi
í sjálfum kosningunum. Þið farið
líklega báðir inn og vertu blessaður!
- Ha, já blessaður.
Bjarni Harðarson
Höfundur er oddviti á lista
Regnbogans í Suðurkjördæmi
Bjarni Harðarson.
Vetur kveður og sumri heilsað
Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur um allt Suðurland
Bókakaffi á Heimalandi
með Þórði í Skógum
Á sumardaginn fyrsta (25. apríl)
kl 14:00 verður síðasta bókakaffi
vetrarins. Þórður Tómasson verð-
ur með upplestur ásamt fleirum.
Kaffiveitingar í boði félagsins.
Kvenfélagið Eygló og bókavörður.