Selfoss - 24.04.2013, Qupperneq 8
8 24. apríl 2013
Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á tímabilinu 1963-2013.
(Hlutfall af heildarfjölda atkvæða greiddum framboðum)
1963 1967 1971 1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995 1999 2003 2007 2009 2013
69,6% 65,6% 61,5% 67,6% 49,6% 60,3% 57,1% 46,1% 57,5% 60,4% 59,1% 51,4% 48,3% 38,5% ?
Alþingiskosningar 1963-2013
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur á meðalróli 2013
Fyrir 50 árum var Viðreisnar-stjórn Sjálfstæðisflokks og Al-þýðuflokks við stjórnvölinn.
Hún hafði komist til valda fjórum
árum áður og sat til ársins 1971.
Aðrir flokkar en Framsókn og Sjálf-
stæðisflokkur hafa verið lagðir niður
eða sameinast öðrum á tímabilinu.
Það er því forvitnilegt að sjá hver
hlutur þessara tveggja flokka hefur
verið á umræddu tímabili 1963-
2013.
Í kosningunum 1963 kusu 7
af hverjum tíu kjósendum annað
hvort Sjálfstæðisflokk eða Framsókn.
Þessir tveir flokkar hafa aldrei notið
meira fylgis samanlagt á þessari hálfri
öld sem liðin er. Í fimmtan ár 1963-
1978 nutu þessir flokkar yfir 60%
fylgis í öllum kosningum.
Í kosningunum 1978 fara B og
D listar samanlagt niður í tæp 50%
fylgi. Í þeim kosningum meir en tvö-
faldaði Alþýðuflokkurinn fylgi sitt
– Vilmundur Gylfason þá tæplega
þrítugur var að flestra áliti maður-
inn að baki góðu gengi flokksins.
Í kosningunum í desember 1979
hlutu B og D að nýju 60% fylgi sem
þeir hafa einu sinni náð aftur en það
var í kosningum 1995. Þá 60,4%.
Síðustu kosningar (2009) voru
sögulegar. Framsóknarflokkurinn
og Sjálfstæðisflokkur hlutu minnsta
fylgi sem þeir hafa nokkru sinni
haft þessa hálfa öld. 38,5% studdu
flokkana í kosningunum 2009. Af
63 þingmönnum voru 27 nýir þing-
menn kosnir til Alþingis og er það
mesta endurnýjun á milli kosninga
í sögu íslenska lýðveldisins. Konur
á Alþingi urðu 26 talsins eða 43%
og hefur kynjahlutfallið aldrei verið
jafnara. Aldrei hafa fleiri skilað auðu
á kosningum eða 3,2%. Samkvæmt
skoðanakönnun sem unnin var af
Gallup gerði meira en fjórði hver
kjósenda upp hug sinn um hvað
þeir ætluðu að kjósa á kjördeginum
sjálfum.
14 sinnum hefur verið kosið til
Alþingis á þessu tímabili frá 1963
og nú í 15. sinn. Meðalfylgi Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar þessa
hálfa öld í 14 kosningum hefur
verið 51,6%. Það er á svipuðu róli
og skoðanakannanir hafa sýnt að
fylgi þeirra sé að undanförnu í að-
draganda kosninganna 2013. Taflan
hér að neðan sýnir fylgi flokkanna
tveggja í 14 Alþingiskosningum frá
árinu 1963. (Byggt á heimildum frá
Hagstofu Íslands, Wikipediu o.fl.)
ÞHH
Fulltrúar allra 11 framboða til Alþingis úr Suðurkjördæmi mættu á fund sem Ríkisút-varpið stóð fyrir í fyrri viku. Framboðsfund-
urinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands að
viðstöddu nokkru fjölmenni í sal, en útvarpað var
og þá var hægt að fylgjast með fundinum á neti.
Í upphafi var frambjóðendum gefinn kostur á að
fjalla í eina og hálfa mínútu um áhersluatriði, en
síðan voru spurningar lagðar fyrir þátttakendur úr
sal og af neti.
Meðal þess sem spurt var um var hvort virkja
eigi í neðri hluta Þjórsár, um nettengingar á lands-
byggðinni, göng í gegnum Reynisfjall, atvinnumál
á Suðurnesjum og um skatta - einkum um hækk-
un skattleysismarka. Stjórnendur fundarins völdu
spurningar til þess að koma sem flestum að. Þannig
féll niður spurning um hugsanlega virkjun í Hólmsá
í Skaftártungu, en einn fundarmanna hafði lagt
hana fram.
Hér verður stiklað á nokkru sem kom fram hjá
þátttakendum: ÞHH
Oddný, Sigursveinn og Sigurður Ingi Vilhjálmur, ragnheiður Elín og andrea
Oddný G. Harðardóttir, Sam-
fylkingu: Þjóðin var á barmi
gjaldþrots en það tókst að rétta
hana við. Langar að vinna áfram
í anda jafnaðarmanna. Stjórnin
hefur hækkað skattleysismörk
um 45% og barnabætur um
30%. Ef það er mögulegt viljum
við hækka skattleysismörkin enn
frekar. Fylgjum rammaáætlun-
inni. Það varð að fara yfir þær
athugasemdir sem komu fram og
því eðlilegt að flytja hugsanlegar
virkjanir í neðri hluta Þjórsár úr
nýtingarflokki í biðflokk. Þegar
rannsóknum lýkur getum við
metið stöðuna á ný. Lagarfljótið
hlýtur að vekja okkur til um-
hugsunar.
Sigursveinn Þórðarson, Hægri
grænum (HG): Fylgjandi virkjun
í neðri hluta Þjórsár en það yrði
að vera í sátt við landeigendur.
Innkalla ber öll verðtryggð lán
heimila fyrir 17. júní 2013. Nýta
beri það sem fæst úr hrægamma-
sjóðum m.a. til að lækka skuldir
ríkissjóðs.
Sigurður Ingi Jóhannsson,
Framsóknarflokki: 2009 gerði
flokkurinn upp við fortíðina.
Viljum hækka skattleysismörk.
Stærsta verkefnið er skulda-
vandi heimilanna. Afnema verð-
tryggingu á neytendalánum.
Við þurfum fjölbreyttan iðnað.
Virkja ber í tveimur af þremur
mögulegum stöðum í Þjórsá (ekki
Urriðafoss).
Vilhjálmur Bjarnason, Flokki
heimilanna: Á móti því að virkja í
neðri hluta Þjórsár. Eigum að gefa
ylræktinni meiri gaum. Aðgerð-
ir hafa verið ólöglegar og komið
niður á heimilunum. Fátækt er
ríkjandi í okkar samfélagi. Laun
eiga að nægja til framfærslu. Það
þarf að ákveða hvað sé lágmarks-
framfærslukostnaður og hækka
skattleysismörk í samræmi við
það. Til skammar hvernig kom-
ið er fyrir fjölskyldum. Auka
þarf heilbrigðisþjónustu í heima-
byggð.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
Sjálfstæðisflokki: Flokkurinn er
hlynntur virkjun í neðri hluta
Þjórsár. Léleg skilyrði nettenginga
leiddi það af sér á vissum stöðum
á landsbyggðinni að nemendur
kæmu ekki heim þar sem þau
gætu m.a. ekki stundað heima-
nám. Það ætti að vera hægt að
losna undan verðtryggingu ef fólk
kysi það. Hækka beri skattleys-
ismörk, lækka skatta og afnema
þrepaskiptingu tekjuskatts.
Andrea Ólafsdóttir, Dögun:
Þjóðin er í dauðafæri. Heimil-
in eiga að vera í fyrsta sæti. Nýja
stjórnarskrá og tryggja þjóðinni
arð af auðlindum. Á móti virkj-
un í neðri hluta Þjórsár. Tók sem
dæmi að 1 megawatt skapaði
17 störf í ylrækt. Aflslátt ætti að
gefa af námslánum ef fólk skapaði
störf á landsbyggðinni þegar það
kæmi úr námi.
Þau stjórnuðu fundi: ragnhildur Thorlacius og Ágúst Ólafsson.
X2013
Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.isSELFOSS-SUÐURLAND