Selfoss - 24.04.2013, Page 9
924. apríl 2013
Vilhjálmur, ragnheiður Elín og andrea páll Valur, Smári og Jón Gunnar Bjarni og arndís
ismörk, lækka skatta og afnema
þrepaskiptingu tekjuskatts.
Andrea Ólafsdóttir, Dögun:
Þjóðin er í dauðafæri. Heimil-
in eiga að vera í fyrsta sæti. Nýja
stjórnarskrá og tryggja þjóðinni
arð af auðlindum. Á móti virkj-
un í neðri hluta Þjórsár. Tók sem
dæmi að 1 megawatt skapaði
17 störf í ylrækt. Aflslátt ætti að
gefa af námslánum ef fólk skapaði
störf á landsbyggðinni þegar það
kæmi úr námi.
Páll Valur Björnsson, Bjartri
framtíð: Við þurfum ný grunn-
gildi í samfélaginu – nýja menn-
ingu. Fólkið á að ráða. Við þurf-
um að vera laus við efnahagslegar
kollsteypur. Það er til skammar
hvernig komið er fyrir fólki. Þekki
til fiskverkafólks sem hefur ekki
efni á að taka sér sumarfrí, ekki
eina viku. Það er gríðarleg gróska
í atvinnulífi á Suðurnesjum.
Smári McCarthy, Pírati: Koma
ætti valdinu til fólksins. Ekki
kasta perlum fyrir ál. Lang stærsti
hluti hagkerfisins væri í smáum
og meðalstórum fyrirtækjum. Og
langmest gróska væri í netheim-
um. Það ætti að auðvelda mönn-
um að stofna lítil fyrirtæki. Þrepa-
skipting tekjuskatts væri góð. Í
umræðu um hækkun skattleys-
ismarka ætti líka að hugleiða
hvort taka bæri upp neikvæðan
tekjuskatt.
Jón Gunnar Björgvinsson, Lýð-
ræðisvaktinni: Allir eiga að sitja
við sama borð í þjóðfélaginu.
Svo væri ekki í dag. Ný stjórn-
arskrá jafnaði aðstöðumun. Efla
á grunnþjónustu í samfélaginu.
Hækka skattleysismörk en arður-
inn af auðlindaskatti myndi jafna
aðstöðumun og jafna lífskjör.
Ekki fórna náttúruperlum fyrir
álver.
Bjarni Harðarson, Regnbogan-
um: Þingmenn væru ekki full-
trúar þjóðar þar sem þeir væru
starfsmenn stjórnmálaflokka.
Okkur ber að líta til Evrópu varð-
andi atvinnumál á Suðurnesjum.
Þar úti hefðu menn reynslu af því
þegar mikilvægur þáttur atvinnu-
lífs er lagður niður. Brotthvarf
hersins var álíka. Skoða ber göng
um Reynisfjall með hliðsjón af
náttúruvernd. Á móti virkjun í
neðri hluta Þjórsár.
Arndís S. Sigurðardóttir, Vinstri
grænum (VG): Á móti því að
virkja í neðri hluta Þjórsár. VG
vill leggja 50-60 milljarða í aukna
velferð. Og fylgjandi því að skatt-
leysismörk verði hækkuð. Eki rétt
að leggja öll egg í sömu körfu –
stórfyrirtæki eru þar af leiðandi
ekki á óskalista.
Minnisstæðar kosningar:
Það var mögnuð stund
Ef ég á að rifja upp minnis-stæðar kosningar koma þá í hugann bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í Árborg vorið 2002. Þá
bauð Samfylkingin fram í fyrsta
sinni og fékk fjóra fulltrúa af níu
kosna og 41% greiddra atkvæða.
Ásmund Sverri Pálsson, Torfa Ás-
kelsson, Ragnheiði Hergeirsdóttur
og Gylfa Þorkelsson. Það var mögn-
uð stund þegar þessi úrslit lágu fyrir.
Þau leiddu síðan starfið í Árborg
næstu árin. Ég minnist líka hversu
skemmtilegt var að vinna með Mar-
gréti Frímannsdóttur þegar hún var
í forystu í Alþingiskosningum og
ekki síður hversu gott hefur verið að
starfa með Björgvini G. Sigurðssyni
eftir að hann kom til sögu, ásamt því
góða fólki sem með þeim hefur verið
í þessu stjórnmálastarfi.
Mér finnst að sú ríkisstjórn sem
nú er að ljúka starfi hafi ekki notið
sannmælis. Hún fékk í hendur erfið-
asta verkefni
sem nokkur
r íkisst jórn
hefur feng-
ið í fangið á
lýðveldistím-
anum. Það
er eftirtektar-
vert að erlend
matsfyrirtæki
sem meta hag þjóða hafa verið sam-
mála um að engri þjóð hafi gengið
eins vel og Íslendingum að ná ár-
angri eftir hrunið. Því verki er þó
hvergi nærri lokið. Nú sýnist mér
að þjóðin ætli að steypa sér aftur
í fangið á gömlu hrun- og helm-
ingaskiptaflokkunum. Við þekkjum
vinnubrögð þeirra frá fyrri tíð. Nú
rignir yfir gylliboðum og lýðskrumi.
Hætt er við að einhverjum geti orðið
bumbult eftirá eftir inntökur af
þeim krásum.
Sigurjón Erlingsson
Virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár bar mjög á góma á fundinum. Myndin er af Urriðafossi. Myndir: ÞHH
Sigurjón Erlingsson.
Nú fer í hönd tími uppskeru. Það er hreint ótrúlegt hve árshátíðir nemenda
eru skemmtilegar og vitna um sköpun og gleði. Þessar myndir voru teknar
í Vallaskóla og það eru nemendur í 3. bekk sem sýndu listir sínar. allir eru
með. Það er af sem áður var.