Selfoss - 24.04.2013, Qupperneq 10
10 24. apríl 2013
Kjósum það sem virkar
Undanfarin misseri höf-um við gengið í gegnum miklar hremmingar sem
við höfum flestöll staðið af okk-
ur. Því miður hafa ekki allir verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að komast
frá þessari baráttu okkar heilu og
höldnu. Sumir hafa goldið fyrir
baráttuna með húsnæðismissi, at-
vinnumissi og jafnvel fjölskyldu-
missi. Alvarlegustu dæmi kreppu
21. aldarinnar má finna hjá fólki
sem ekki hefur séð aðra kosti en að
taka eigið líf eftir að hafa upplifað
andlegt sem fjárhagslegt gjaldþrot.
Börnin okkar, sem allt til hausts-
ins 2008 hafa lifað við „allsnægtir“
hafa nú upplifað nútímakreppu og
skilja hvað liggur að baki orðinu
kreppa.
Einfaldar framkvæmanlegar
lausnir
Nú er tími uppbyggingar kominn
og lausnir á skuldavanda heimil-
anna hafa verið lagðar á borð. Hægri
grænir hafa lýst afar einfaldri útfær-
slu á leið sem kallast „magnbundin
íhlutun“ sem felur í sér hagkvæma
lausn fyrir heimilin í landinu. Þessi
leið hefur verið farin í BNA og hún
virkaði. Stefnur þeirra fjölmörgu
framboða sem nú bjóða fram eru um
margt keimlíkar. Öll erum við gott
fólk sem viljum ekkert frekar en sjá
aukna hagsæld í okkar ástkæra landi,
geta búið við traust efnahagskerfi þar
sem áfengis- og eldsneytisverð stjórn-
ar ekki skuldafjárhæðum okkar. Öll
viljum við bæta heilbrigðiskerfið og
blása nýju lífi í fjölbreyttara og skil-
virkara menntakerfi. En til þess að
draumar okkar geti ræst þurfum við
að forgangsraða og best er að byrja
heima, heima hjá þér og mér. Verum
skynsöm og veljum lausnir sem eru
vel útfærðar, framkvæmanlegar og
skila árangri strax.
Einfaldara skattkerfi
Hægri grænir hafa einnig á stefnu-
skrá sinni að lækka skatta. Við
viljum einfalda skattkerfið, lækka
skatta í þrepum niður í 20% á fjór-
um árum. Það hefur sýnt sig að lægri
skattar ýta undir atvinnuþátttöku og
aukinn hagvöxt. Með því að lækka
tryggingargjaldið úr tæpum 8% nið-
ur í 3% er minni fyrirtækjum um
land allt gert kleyft að ráða til sín
einn starfsmann fyrir mismuninn,
það eru allt að 6500 störf, á lands-
vísu. Fáum fólk af atvinnuleysisskrá
og bjóðum því að lifa með reisn í
einu ríkasta landi veraldar.
Nú langar mig að biðla til ykk-
ar, kjósendur góðir, að meta vel og
vandlega hvar þið setjið ykkar X í
kosningunum þann 27. apríl, því
hvað sem verður fyrir valinu þá verð-
ur það val að vera byggt á því að þið
séuð að velja rétt fyrir ykkar fjárhag
og ykkar framtíð.
Kynntu þér okkar stefnu á www.
xg.is og taktu upplýsta ákvörðun.
Agla Þyri Kristjánsdóttir, 2. sæti
Hægri grænna í Suðurkjördæmi
Kjörfundur í Hveragerðisbæ
Kjörfundur vegna alþingiskosninga laugardaginn 27. apríl 2013 hefst kl. 9:00
og lýkur kl. 22:00 þann dag. Kjörfundurinn verður í Grunnskólanum
í Hveragerði, gengið er inn um aðalinngang við íþróttahúsið
Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi:
Kjósandi skal hafa persónuskilríki meðferðis og allur áróður á
og við kjörstað er óheimill
Hveragerði 22. apríl 2013
Kjörstjórnin í Hveragerðisbæ.
Réttlátt samfélag
Stefnuskrá Lýðræðisvaktarinn-ar stendur föstum fótum í stjórnarskrárfrumvarp-
inu, sem 2/3 hlutar kjósenda lýstu
stuðningi við í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 20. október 2012.
Helztu einkunnarorð Lýð-
ræðisvaktarinnar eru sótt í upp-
hafsorð nýju stjórnarskrárinnar:
„Við sem byggjum Ísland viljum
skapa réttlátt samfélag þar sem allir
sitja við sama borð.“
Hvers vegna þarf að hamra á
þessu? Það stafar af því, að hingað
til höfum við ekki öll fengið að
sitja öll við sama borð.
Við búum við ójafnan atkvæð-
isrétt, þar sem sumir greiða tvö
atkvæði í alþingiskosningum og
aðrir aðeins eitt.
Við búum við ójafnan aðgang
að arðinum af sameiginlegum auð-
lindum okkar.
Við búum við ójafnan aðgang
að upplýsingum, svo að við fáum
ekki einu sinni að heyra hljóðrit af
dýrasta símtali Íslandssögunnar og
þannig áfram.
Lýðræðisvaktin er ekki eins máls
flokkur vegna þess, að stjórnar-
skráin, sem þjóðin kaus og þingið
klúðraði, spannar vítt svið.
Fyrir liggur mikill stuðning-
ur meðal þjóðarinnar við helztu
ákvæði nýju stjórnarskrárinnar.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni lýstu
83% kjósenda sig fylgjandi auð-
lindum í þjóðareigu, og 67% lýstu
sig fylgjandi jöfnum atkvæðisrétti.
Þetta eru þverpólitísk mál.
Okkur þótti því rétt að veita kjós-
endum færi á að greiða atkvæði sitt
lista, þar sem eru í forsvari átta fv.
stjórnlagaráðsfulltrúar auk nýrra
samherja úr ýmsum áttum.
Við erum þverpólitískt framboð,
nema réttara sé að kalla okkur
ópólitískt framboð.
Þeim, sem lesa stefnuskrá Lýð-
ræðisvaktarinnar á xlvaktin.is, er
ómögulegt að færa haldbær rök
að því, að hún hallist til hægri eða
vinstri.
Stefnuskrá Lýðræðisvaktarinnar
býr yfir sama galdri og frumvarp
Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnar-
skrá: hún hefur breiða skírskotun
til kjósenda hvar í flokki sem þeir
kunna áður að hafa staðið.
Auðlindir í þjóðareigu snúast
ekki um vinstri eða hægri stefnu.
Jafnt vægi atkvæða snýst ekki um
vinstri eða hægri stefnu og það ger-
ir frjáls aðgangur að upplýsingum
til að girða fyrir leynd og spillingu
ekki heldur.
En auðvitað eru ríkis hagsmun-
ir við það bundnir, að þessi fram-
faramál og önnur nái ekki fram að
ganga. Þess vegna var stjórnarskrár-
frumvarpinu siglt í strand í skjóli
nætur fyrir þinglok, þótt fyrir lægi
opinber stuðningur 32 þingmanna
af 63 við samþykkt frumvarpsins,
sem 2/3 hlutar kjósenda höfðu áður
lagt blessun sína yfir.
Lýðræðisvaktin vill með þeim
þingstyrk, sem hún kann að fá,
stuðla að því, að nýtt Alþingi
staðfesti framgang þjóðarviljans í
stjórnarskrármálinu. Lýðræðisvakt-
in býðst einnig til að hjálpa til
við að endursemja þau lög, sem
þarfnast endurskoðunar, svo að þau
standist nýja stjórnarskrá. Málið
er brýnt. Stjórnarmeirihlutinn á
Alþingi kom upp um sig á loka-
dögum þingsins, þegar hann lagði
fram fiskveiðistjórnarfrumvarp,
sem gekk bersýnilega í berhögg
við stjórnarskrárfrumvarp sama
þingmeirihluta.
Við þurfum nýja krafta inn á
Alþingi til að tryggja, að lagasetn-
ingin, sem þarfnast endurskoðunar,
svo að hún standist nýja stjórnar-
skrá, verði rétt samin og með henni
sé ekki reynt að fara á svig við efni
og anda nýrrar stjórnarskrár.
Höfundur er formaður
Lýðræðisvaktarinnar.
Þorvaldur Gylfason.
agla Þyri Kristjánsdóttir.
Hreinsunarátak Árborgar 2013
Hreinsunarátakið stendur til mánudagsins 5. maí n.k. Sveitarfélagið Árborg skorar á
alla íbúa Árborgar og fyrirtæki að taka virkan þátt í átakinu og hreinsa til á sínum
lóðum. Jafnframt eru íbúar hvattir til að fara út með einn svartan ruslapoka á tímabilinu
og fylla hann af rusli, sem er að finna í næsta nágrenni.
Fyllum pokann og tökum til í bænum okkar!
• Garðeigendur eru beðnir um að nota tækifærið að hreinsa og snyrta til í görðunum
sínum og klippa þann gróður sem vex út fyrir lóðarmörk og hindrar umferð.
• Ruslagámar verða staðsettir við Olís planið á Eyrarbakka, við áhaldahúsið á Stokks
eyri og í dreifbýlinu verða gámar við Stekka, Tjarnabyggð og við afleggjarann að
Lækja mótum á móts við Votmúla.
• Sérstakur hreinsunardagur verður í Sandvíkurhreppi hinum forna, sunnudaginn 12.
maí n.k.
• Sumaropnun Gámasvæðisins við Víkurheiði á Selfossi verður frá kl 13:00–18:00,
mánudaga–laugardaga, frá og með 20. apríl n.k. til 1. september n.k.
Sveitarfélagið Árborg mun bjóða íbúum sveitarfélagsins, sem þess óska, að fjarlægja
ruslapoka og létt dót ásamt trjágreinum af lóðarmörkum á meðan átakinu stendur.
Tekið er á móti óskum um hirðingu í þjónustuveri Árborgar í síma 4801900.
Tökum á – tökum til
Sveitarfélagið
ÁRBORG