Selfoss - 24.04.2013, Blaðsíða 12

Selfoss - 24.04.2013, Blaðsíða 12
24. apríl 2013 Á miðvikudaginn er seinasti dagur vetrar og á fimmtu-daginn er sumardagurinn fyrsti. Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla nor- ræna tímatalinu. Þorri er mánuður bóndans, Góa mánuður konunnar og Harpa því mánuður yngismeyja en vorið kemur með gleði og galsa. Í gömlum húsgangi segir: Þorri og Góa grálynd hjú Gátu son og dóttur eina: Einmánuður sem bætti ei bú og blíða Hörpu að sjá og reyna Sumardagurinn fyrsti var hátíð- isdagur og gamall siður er að gefa sumargjafir. Sá siður er eldri hér á landi en að gefa jólagjafir. Ég á ljúfa minningu um sumar- daginn fyrsta með afa mínum og ömmu en í þeirra huga var þetta hátíðisdagur. Að morgni sumar- dagsins fyrsta angaði allt húsið af hangikjötslykt og pönnukökum sem amma bakaði með morgunkaffinu. Á meðan hún bakaði pönnukökurn- ar sat afi við eldhúsborðið með heitt vatn í emeleruðu hvítu fati, rakbursta, raksápu og spegil. Fyrsti rakstur sumarsins. Amma hellti á baunakaffi af nýbrenndum og möl- uðum kaffibaunum. Sólin skein inn um gluggann og áður en kaffið og pönnukökurnar voru komnar á borðið var raksturinn búinn og kvenþjóðin fékk skeggkossinn. Mik- ið var þetta ljúft og skemmtilegt. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19 -25. apríl (þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Í Sögu daganna - hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumar- daginn fyrsta: Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumar- dagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns. Hvað átt er við með góðu sumri í þjóðtrúnni er nokkuð á reiki, en hugsanlega er einkum átt við að nyt búpenings verði góð, sem verður þegar taðan er kjarnmikil. Ef engj- ar og tún eru seinsprottin verða hey oft kjarngóð og því ætti nytin einnig að verða góð. Slíkt gerist þegar svalt er og vott framan af sumri, en síðan hlýrra og þurrt og kann þjóðtrúin að vísa til þess að þegar vorið er kalt þá er oftast frost á sumardaginn fyrsta sem leiðir líkum að því að sumarið verði seinna á ferðinni. Þá er allur gróður einnig seinni að taka við sér, en það gerir grösin kjarnbetri og bætir nyt búpenings. Matinn sem ég ætla að fjalla um í dag hugsa ég sem síðasta mat vetrar áður en vorið og sumarið kemur með grilli og salötum. Ég sá þessa uppskrift fyrir mörg- um árum í dönsku blaði og hef oft haft hana síðan. Blaðið er löngu týnt en uppskriftin er í huganum. Í blað- inu hét hún Kótilettur frá Serbíu. Svínakótilettur eru barðar aðeins. Ein matskeið af sinnepi og 1 egg er þeytt saman og kótilettunum velt upp úr og síðan í blöndu af hveiti með salti og pipar. Þær eru síðan steiktar á pönnu í olíu, síðan settar í eldfast mót og í ofn sem er u.þ.b. 200 gráðu heitur. Á meðan er sneitt niður beikon, laukur, hvítlaukur (má sleppa), papr- íkur í öllum litum og sett á pönnu í feitina af kótilettunum. Í þetta má bæta brokkolí, spínati , sveppum , tómötum eða hverju sem er til í ísskápnum hverju sinni - einnig er gott að hafa grænar baunir út í.. Kryddað með salti og pipar. Mér finnst líka gott að setja óríganó eða blóðberg með. Þegar kótiletturnar eru búnar að malla aðeins í ofninum og græn- metið á pönnunni orðið mjúkt, er grænmetið sett ofan á kótiletturnar í forminu og borið fram. Auðvitað má hafa hrísgrjón eða kartöflur með en mér finnst það óþarfa kolvetni í viðbót. Verði ykkur að góðu og gleðilegt sumar. 12 Að hætti hússins SUMARKOMA Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Óskum öllum launþegum á Íslandi til hamingju með baráttudag verkalýðsins 1. maí Sýslumaðurinn á Selfossi Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 27. apríl n.k. fer fram á skrifstofu sýslu- mannsins á Selfossi, Hörðuvöllum 1 sem hér að neðan greinir: Alla virka daga fram til föstudagsins 12. apríl á venjulegum opnunartíma frá kl. 09:15 – 14:15 Alla virka daga frá mánudeginum 15. apríl til fimmtudagsins 25. apríl frá kl. 09:15 – 18:00 Á föstudaginn 26. apríl kl. 09:15 - 20:00 Laugardagana 13. og 20. apríl 10:00 – 12:00 Sumardagurinn fyrsti 25. apríl kl. 10:00 – 13:00 Á kjördag 27. apríl kl. 10:00 – 12:00 Auk þessa verður kosið á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraða og fangelsum í samráði við viðkomandi forstöðumenn Athygli er vakin á því að framvísa þarf persónuskilríkjum á kjörstað Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, þarf að hafa borist embættinu eigi síðar en kl. 16:00 fjórum dögum fyrir kjördag á viðeigandi umsóknareyðublaði sem finna má á vefnum: http://www.kosning.is/media/frettir/Atkv_heimahusi_20 09.pdf Sýslumaðurinn á Selfossi 8. apríl 2013 Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k Letur svart Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k Sveitarfélagið Ölfus

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.