Selfoss - 24.04.2013, Blaðsíða 14
14 24. apríl 2013
Hoppa eftir bárunum
Enn fögnum við sumri eins gert
hefur þjóðin um aldir, beðið
fyrsta vorblómsins, horft á sólar-
geislana glíma við fannir í hnjúk
og giljum og vinna sigur.
Páll Ólafsson gaf þjóð sinni
mörg vorljóð og einn vinsæl-
asti vorsöngur enn í dag er um
lóuna sem segir okkur að vaka
og vinna, eftir að hún hefur
kveðið burt leiðindin og snjóinn.
Annað ljóð hans sem ofarlega er
á vinsældalistanum er sólaróður
Páls: Ó, blessuð vertu sumarsól
og það góða ljóð minnir okkur
á hálfgleymda orðið hadd þegar
hann líkir geislaflóði sólarinnar
við flæðandi kvenhár.
Páll var 8 árum eldri en Matthías
Jochumsson sem var fæddur vest-
ur í Breiðafirði 1835 en Páll var
Austfirðingur að ætterni og undi
þar um ævidaga sína. Umboðs-
maður þjóðjarða, þingmennska
og búskapur voru viðfangsefni
Páls en skáldskapur og lofnarmál
var orkugjafi þessa vísnaskálds
Íslendinga.
Það eru aðeins fimm ár síðan
norðlenskur trúbador gaf út
vandaða ljóðabók með ástar-
ljóðum Páls. Þau yrkir hann til
Ragnhildar konu sinnar. Hann
yrkir um sólaruppkomu:
Stigin er sól á efstu öldu
ástarfríð í tárunum.
Heitir geislar á hafi köldu
hoppa nú eftir bárunum.
Hafið sýnist allt í eldi
allt á flugi til og frá.
Morgunroðans fagra feldi
fjöllin steypir sólin á.
Trúbadorinn og sagnfræðingur-
inn, Þórarinn Hjartarson, hefur
auk Ástljóða Páls, samið um hann
útvarpsþætti og sungið vísur
hans. Bókin er ekki aðeins safn
af vel gerðum og fögrum vísum
heldur einnig vitnisburður hvern-
ig fægja má ættarsilfrið og fræða
þannig og hrífa samtíðina.
Um fyrsta sumardag 1891 orti
Matthías:
Kom heitur til míns hjarta blær-
inn blíði!
Kom blessaður í ásemd þinnar
prýði!
Kom lífsins engill nýr og náðar-
fagur
í nafni Drottins fyrsti sumardag-
ur.
Kom til að lífga, fjörga, gleðja,
fæða
og frelsa, leysa, hugga, sefa,
græða.
Í brosi þínu brotnar dauðans
vigur
í blíðu þinni kyssir trúna sigur!
Við minnumst á þessu vori
leikkonunnar góðu, Herdísar
Þorvaldsdóttur, sem hefur um
langt árabil lesið okkur þetta ljóð
á fyrsta sumarmorgni – allar tíu
vísurnar. Þær hljómuðu í útvarpi
allra landsmanna. Herdís lést
seint í vetur – og átti þá enn hlut-
verki að sinna á fjölunum.
Gleðilegt sumar!
Hér aðs skjala safn Ár nes-inga hef ur á und an förn-um ár um feng ið fjölda
merkra ljós mynda safna. Hér aðs-
skjala safn ið fékk ásamt Hér aðs-
skjala safni Aust firð inga og Hér-
aðs skjala safni Skag firð inga styrk frá
Mennta og Menn ing ar mála ráðu-
neyti til at vinnu skap andi verk efn is
tengd inns könn un og skrán ingu á
ljós mynd um á söfn un um þrem ur.
Sveit ar fé lag ið Ár borg og Menn-
ing ar ráð Suð ur lands styrktu svo
sér stak lega verk efn ið hér í sýsl unni.
Á hér aðs skjala safn inu eru nú um
125.000 ljós mynd ir. Í tengsl um
við verk efn ið er bú ið að skanna inn
tæp lega 30.000 ljós mynd ir og skrá
um helm ing þeirra.
Mik ið vinna ligg ur að baki
skrán ingu á ljós mynd um og oft
á tíð um er ekki hægt að greina
ná kvæm lega frá við burð um eða
þekkja þá ein stak linga sem eru á
mynd un um. Mik il vægt er að geta
leit að til al menn ing og fá að stoð
við skrán ingu á ljós mynd um. Birt-
ing ljós mynda með þess um hætti er
því í raun sam vinnu verk efni íbúa
hér aðs ins og skjala safns ins.
Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi
Sími 580 5800 • www.landvelar.is
Litlu risarnir í rafsuðunni
Léttar, sterkar og fjölhæfar (150-200 Amper)
Kemppi Minarc EVO
Þekk ir Þú fólk ið?
úr Harð Haus (8)
Ingi Heiðmar Jónsson
Við birtum
þessa mynd
og kölluðum
eftir nöfnum
Nöfnin á fólkinu frá vinstri; Gunnar
Halldórsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Helga Guðmundsdóttir, Ósk Gunnars-
dóttir, Vilborg Þorfinnsdóttir, agnar
Gunnarsson, Hjördís Þorfinnsdóttir,
Þorfinnur Tómasson og Kristín Þor-
finnsdóttir
Skoðanakönnun samhliða
Alþingiskosningum
Í Flóahreppi fer fram ráðgefandi skoðanakönnun
samhliða Alþing-
iskosningunum 27.
apríl. Kosið verður í Félagslundi
og stendur val milli tveggja kosta
um framtíðarstað fyrir leikskólann.
Í skoðanakönnuninni verður hægt
að haka við annað af neðangreindu:
Vilt þú að framtíðarstaðsetning
leikskólans Krakkaborgar verði
í Þingborg?
Vilt þú að framtíðarstaðsetning
leikskólans Krakkaborgar verði
í Flóaskóla?