Vesturland - 31.01.2013, Blaðsíða 4

Vesturland - 31.01.2013, Blaðsíða 4
4 31. janúar 2013 V E S T U R L A N D K E M U R Ú T E I N U S I N N I Í MÁ N U Ð I O G E R D R E I F T V Í T T O G B R E I T T U M V E S T U R L A N D 49 útskrifaðir frá FVA: Fleiri karlar en konur –flestir af náttúrufræðabraut Þann, 20. desember voru 49 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og Jens B. Baldursson aðstoðarskóla- meistari flutti annál haustannar 2012. Þorvaldur Kristjánsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi fékk Guðrún Valdís Jónsdóttir. Að þessu sinni úskrifuðust flestir af félagsfræðabraut eða 15 og 13 af náttúrufræðabraut. Engin kona lauk námi af iðnbrautum að þessu sinni en 27 karlar voru útskrifaðir og konurnar voru 22 talsins. Nokkrir útskriftarnemar fengu verð- laun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félagsmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga. Alexandra Björk Guðmundsdóttir fyrir góðan árangur í efnafræði (Efna- fræðifélag Íslands), líffræði (Apótek Vesturlands) og þýsku (Þýska sendi- ráðið). Arnór Elís Kristjánsson fyrir góðan árangur í félagsfræði (Rótarýklúbbur Akraness) og fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). Berglind Hrönn Einarsdóttir fyrir góðan árangur í uppeldisfræði og sálfræði (Eymundsson Akranesi) Dagmar Elsa Jónasdóttir fyrir góðan árangur í frönsku og ensku (Sendiráð Kanada) og líffræði (GT Tækni ehf.) Daníel Magnússonfyrir góðan árangur í sérgreinum í vélvirkjun (Skaginn og Þorgeir & Ellert hf.) Engilbert Svavarsson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minn- ingarsjóður Karls Kristins Kristjáns- sonar) Guðrún Valdís Jónsdóttir fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum (Hugvísindasvið Háskóla Íslands), ís- lensku og sögu (Uppheimar), íþróttum (Norðurál ehf.), raungreinum og stærðfræði (Gámaþjónusta Vestur- lands ehf.). Guðrún fékk einnig viður- kenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2012. Hafdís Erla Helgadóttir fyrir góðan árangur í ensku (Endurskoðunarskrif- stofa Jóns Þórs Hallssonar), stærð- fræði (Elkem Ísland), tölvufræði (Ís- landsbanki á Akranesi), þýsku (Þýska sendiráðið) Hallbera Rún Þórðardóttir fyrir góðan árangur í uppeldisfræði (Verslunin Einar Ólafsson ehf.) Heimir Einarsson fyrir góðan árangur í sérgreinum í húsasmíði (Verkalýðs- félag Akraness) Heimir Snær Sveinsson fyrir góðan árangur í ensku (Kaupfélag Borg- firðinga) og fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) Kristrún Skúladóttir fyrir góðan ár- angur í frönsku og ensku (Sendiráð Kanada), stærðfræði (Íslenska stærð- fræðafélagið), tölvufræði (Omnis) og fyrir störf að félags- og menn- ingarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) Sigríður Edda Valdimarsdóttir fyrir góðan árangur í efnafræði (Fjölbrauta- skóli Vesturlands), líffræði (Soroptim- istasystur á Akranesi) og þýsku (Þýska sendiráðið) Sigurdís Egilsdóttir fyrir góðan ár- angur í dönsku (Danska menntamála- ráðuneytið), íslensku og sögu (Mjólk- ursamsalan Búðardal), stærðfræði (Landsbankinn á Akranesi), þýsku (Þýska sendiráðið) og fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minn- ingarsjóður Karls Kristins Kristjáns- sonar). Hér er listi fyrir útskriftarnem-ana í stafrófsröð með óskum um gott gengi í framtíðinni Alexandra Björk Guðmundsdóttir - stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Andrea Björk Kristjánsdóttir - stúd- entspróf af viðskipta- og hagfræði- braut. Andrea Hlín Harðardóttir - stúd- entspróf af félagsfræðabraut. Andri Adolphsson - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Arnór Elís Kristjánsson - stúd- entspróf af félagsfræðabraut. Arnór Freyr Símonarson - burt- fararpróf af námsbraut í rafvirkjun. Arnór Ingi Jónasson - burtfararpróf af námsbraut í rafvirkjun. Aron Daníelsson - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Berglind Hrönn Einarsdóttir - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Bernódus Örn Karvelsson - burt- fararpróf af námsbraut í vélvirkjun. Bjartmar Einarsson - burtfararpróf af námsbraut í rafvirkjun. Dagmar Elsa Jónasdóttir - stúd- entspróf af náttúrufræðibraut. Daníel Magnússon - burtfararpróf af námsbraut í vélvirkjun. Eggert Kári Karlsson - burtfarar- próf af námsbraut í húsasmíði og viðbótarnám til stúdentsprófs. Einar Logi Einarsson - viðbótarnám til stúdentsprófs eftir 3ja til 4ra ára starfsnám. Engilbert Svavarsson - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Erla Björk Berndsen Pálmadóttir - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Erla Linda Bjarnadóttir - viðbótar- nám til stúdentsprófs eftir 3ja til 4ra ára starfsnám. Friðrik Arthúr Guðmundsson - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Gísli Þór Gíslason - burtfararpróf af námsbraut í rafvirkjun. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Guðlaug Marín Gunnarsdóttir - stúdentspróf af málabraut. Guðrún Valdís Jónsdóttir - stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Gylfi Veigar Reykfjörð Gylfason - stúdentspróf af viðskipta- og hagfræðibraut. Hafdís Erla Helgadóttir - stúd- entspróf af náttúrufræðibraut. Hallbera Rún Þórðardóttir - stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Heiður Heimisdóttir - stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Heimir Einarsson - burtfararpróf af námsbraut í húsasmíði. Heimir Snær Sveinsson - stúd- entspróf af náttúrufræðibraut. Helga Björg Þrastardóttir - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Hilmar Smári Sigurðsson - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Ína Sigrún Rúnarsdóttir - stúd- entspróf af félagsfræðabraut. Jónas Guðjónsson - burtfararpróf af námsbraut í rafvirkjun. Kristrún Skúladóttir - stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Magnús Geir Guðmundsson - viðbótarnám til stúdentsprófs eftir 3ja til 4ra ára starfsnám. Margrét Helgadóttir - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Olgeir Sölvi Karvelsson - burtfarar- próf af námsbraut í rafvirkjun. Ragnhildur Ragnarsdóttir - stúd- entspróf af náttúrufræðibraut. Sigríður Edda Valdimarsdóttir - stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Sigurdís Egilsdóttir - stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Sigurður Búi Rafnsson - stúd- entspróf af viðskipta- og hagfræði- braut. Sigvaldi Ágúst Guðmundsson - burtfararpróf af námsbraut í rafvirkjun. Silja Sif Engilbertsdóttir - stúd- entspróf af félagsfræðabraut. Steinunn Björg Gunnarsdóttir - viðbótarnám til stúdentsprófs eftir 3ja til 4ra ára starfsnám. Teitur Pétursson - stúdentspróf af félagsfræðabraut. Tryggvi Konráðsson - burtfararpróf af námsbraut í vélvirkjun. Viktor Ýmir Elíasson - viðbótarnám til stúdentsprófs eftir 3ja til 4ra ára starfsnám. Þorsteinn Helgason - stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Þorvaldur Kristjánsson - stúd- entspróf af náttúrufræðibraut. Vesturland 1. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: vesturlandblad@gmail. com ,holmfridur@vedurehf.is. Blaðamenn: Sigurður Þ. Ragnarsson, Óskar Birgisson. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Þegar þetta er skrifað er nýfallinn dómur EFTA dómstólsins sem hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu svokallaða. Eins og oft þegar vel gengur þá vilja margir baða sig í sigurljómanum en niðurstaðan er ekki stjórnmálamönnum þessa lands að þakka. Stór hluti þjóðarinnar stóð saman og ýmsir hópar voru óþreytandi að vinna gegn Icesave þrátt fyrir mótbyr og niðurrif. Samtök eins og InDefence, Advice og fleiri héldu uppi málefnalegri umræðu um málið og lögðu mikið á sig til að koma sjónarmiðum sínum áleiðis. Minnisstæð er ferð nokkurra þeirra til London þar sem þeir reyndu að koma skilaboðum frá þjóðinni á framfæri. Þá stóð InDefence hópurinn að undirskriftasöfnun til að mótmæla beitingu Breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum (“Icelanders are NOT terrorists”). Rúmlega 83.000 einstaklingar ,þar af rúmlega 75.000 Íslendingar, skrifuðu undir yfirlýsingu vegna þessa sem afhent var breska þinginu þann 17. mars 2009 með yfirskriftinni: Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn. Almenningur mætti á Bessastaði og sýndi hug sinn í verki með því að fara blysför að Bessastöðum með bón til forsetans að gefa almenningi kost á að greiða atkvæði um málið. Forseti Íslands brást við ákalli þegnanna og vísaði málinu til þjóðarinnar. Í tvígang. Almenningur felldi málið í bæði skiptin. Almenningur, eða sá hluti almennings sem lét málið sig varða, mætti ítrekað á Austurvöll og mótmælti Icesave samningunum. Því eru lyktir þessa máls ekki stjórnmálamönnum að þakka. Heiðurinn eiga Forseti Íslands fyrir að hafa kjark og áræðni til að hlusta á þjóð sína og gefa henni færi á að hafa áhrif. Þó er það íslenskur almenningur sem tók afstöðu og lét sig málið varða sem á heiðurinn af því að málinu var vísað til EFTA dómstólsins sem nú hefur kveðið upp sinn dóm. Það er til lítils til að skreyta sig með stolum fjöðrum í þessu tilfelli; íslenska þjóðin þekkir sína vini. Lifið heil Hólmfríður Þórisdóttir Að skreyta sig með stolum fjöðrum Leiðari

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.