Vesturland - 31.01.2013, Blaðsíða 10

Vesturland - 31.01.2013, Blaðsíða 10
10 31. janúar 2013 Sóknaráætlanir landshluta - Ábyrgð og völd til landshluta Markmiðið með sóknaráætl-anum landshluta er að færa aukin völd og aukna ábyrgð til landshlutanna við forgangsröðun og skiptingu almannafjár til verkefna á sviði byggða- og samfélagsþróunar. Tilgangurinn er að ná fram betri nýt- ingu fjármuna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum sem þekkja best til aðstæðna. Landshlutarnir átta skila allir sóknaráætlunum um miðjan febrúar. Stofnað hefur verið til sam- ráðsvettvangs á hverju svæði þar sem saman koma fulltrúar sveitarstjórna og hagsmunaaðila, undir forystu stjórnar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þarna er vettvangur til að móta framtíðarsýn og stefnu og forgangsraða markmiðum og verkefnum. Í fyrstu verða verkefni á víðu sviði atvinnumála og nýsköpunar, markaðs- mála og mennta- og menningarmála fjármögnuð í gegnum sóknaráætlun. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að aðrir þættir byggðamála s.s. velferðarmál og þróun innviða, falli undir sama verklag. Sóknaráætlanir landshluta er sam- eiginlegt þróunarverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga og byggir á samvinnu. Ráðuneytin skipa öll fulltrúa í hóp sem myndar stýrinet af hálfu Stjórn- arráðsins. Samband íslenskra sveitarfé- laga á aðild að stýrinetinu. Á milli þess og landshlutasamtaka sveitarfélaga er samskiptaás sem sóknaráætlirnar og samskiptin fylgja. Með þessum hætti er tryggð góð samvinna stjórnsýslu- stiganna tveggja. Þetta verklag er ný- sköpun í íslenskri stjórnsýslu og vinnur Stjórnarráðið sem ein heild með einn málaflokk, byggðamál. Ný aðferð við skiptingu fjár Í dag renna um 5,7 milljarðar króna milli ríkis og sveitarfélaga samkvæmt 192 samningum. Að mestu er þetta fé í formi styrkja og samninga til einstakra verkefna. Það er skýr vilji stjórnvalda að reyna nýtt verklag til þess að einfalda þessi samskipti og í því skyni hefur ríkis- stjórnin samþykkt að setja 400 millj- ónir króna í sóknaráætlanaverkefni árið 2013 sem skiptast á milli lands- hlutanna átta eftir gagnsæjum við- miðum. Hugmyndin er svo að færa hluta þess fjár sem bundið er samn- ingunum 192 í þennan nýja farveg. Árið 2013 er reynsluár þar sem hverjum landshluta er falið að ákveða, á grundvelli sóknaráætlana, hvernig 400 milljónum króna verður varið. Því er það formið sjálft frekar en fjármagnið sem þarf að standast prófið þetta árið. Fjárupphæðin er þó engu að síður mik- ilvæg, en með því gefst gott tækifæri til að reyna verklagið. Til lengri tíma litið er markmiðið að fjármunir sem Alþingi ráðstafar af fjárlögum til verkefna í einstökum landshlutum á sviði atvinnumála og byggða- og samfélagsþróunar byggi á svæðisbundnum áherslum og mark- miðum sem koma fram í sóknaráætl- unum landshlutans. Þá er framtíðar- sýnin sú að sóknaráætlanir verði hafðar til hliðsjónar þegar kemur að stefnumótun og áætlanagerð ríkisins og hafi gagnvirk áhrif á fjárlagagerð. Ögrandi viðfangsefni Til að ná settu markmiði, að færa aukin völd og aukna ábyrgð til heimamanna í hverjum landshluta, þarf að koma til breytt verklag stefnumótunar og áætlanagerðar, bæði í landshlutunum sjálfum og innan Stjórnarráðsins. Við sjáum nú þegar talsverðan árangur hvað þetta varðar með skipan stýrinets Stjórnarráðsins og samráðsvettvanga í hverjum landshluta. Við sjáum einnig bætta og markvissari nýtingu fjármuna með aukinni aðkomu og bættu samráði heimamanna. Sóknaráætlanir landshluta fara vel af stað en það er ljóst að verkefnið er ögr- andi bæði fyrir ríki og sveitarfélög og reynir á samvinnu innan landshlutanna og milli þeirra og ríkisins. Það er mín trú að ef vel tekst til með sóknaráætl- anir og þetta nýja skipulag hafi verið stigið eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í byggðamálum síðustu áratugi. Jóhanna Sigurðardóttir höfundur er forsætisráðherra Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. Ertu að taka til … … í bílskúrnum … á vinnustaðnum Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Mexíkósk chilisúpa í skammdeginu Þessa dagana huga menn að heilsunni og hvað er betra en að gæða sér á hreinsandi og meinhollri mexíkóskri chilisúpu sem gefur auka kraft í skammdeginu. Chilipipar er afar bragðsterkur og hreinsandi. Hann er náttúrulega verkjaeyðandi og slær á bólgur. Gott er að bæta ferskum chili pipar út í matinn þegar kvefpest herjar á mann- skapinn. Fræin innan í belgnum gefa sterka bragðið. Við getum stillt bragð- styrkinn með því að auka eða minnka magnið af fræjunum sem við höfum með eða hreinsum frá. Það borgar sig að byrja á litlu magni og smakka sig áfram. Einnig er vert að gæta að magninu þegar matreitt er fyrir börn því þau þola minni bragðstyrk en þeir sem eldri eru. Mexíkósk chilisúpa 100 g svartbaunir, soðnar 100 g nýrnabaunir, soðnar 80 g maísbaunir 2 hvítlauksgeirar 1 rauðlaukur 2 msk. sólblómaolía 2 tsk. kóríanderduft 2 lífrænar límónur, safi og börkur 1 ltr. vatn 200 g tómatar, saxaðir 1 ½ msk. tómatpúrra ⅛ ferskur chilipipar, meira ef þú þorir ½ dl ferskt koríander 1 tsk. Himalayasalt Saxa hvítlauk og chilipipar fínt, sneiða rauðlauk, skera límónur og tómata í bita. Grófsaxa koríander og leggja til hliðar. Steikja rauðlauk, hvítlauk og chilipipar í olíunni þar til meyrt. Bæta vatni, límónum, græn- meti og kryddi saman við. Sjóða í 5 mínútur og smakka til með salti. Bæta þá tómötum og fersku koríander við. jóhanna Sigurðardóttir

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.