Vesturland - 28.02.2013, Side 2

Vesturland - 28.02.2013, Side 2
2 28. febrúar 2013 Vinstri-græn birta framboðslista Framboðslisti Vinstri-grænna í norðvesturkjördæmi var sam-þykktur á dögunum. Jón Bjarna- son sem leiddi listann í síðustu kosn- ingum gaf ekki kost á sér. Listann skipa: 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 2. Lárus Ástmar Hannesson 3. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 4. Matthías Lýðsson 5. Reynir Eyvindsson 6. Valdís Einarsdóttir 7. Trausti Sveinsson 8. Helena María Jónsdóttir Stolzenwald 9. Bjarki Þór Grönfeldt 10. Sigrún Valdimarsdóttir 11. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir 12. J. Brynjólfur H. Ásþórsson 13. Guðrún Margrét Jónsdóttir 14. Helgi Guðmundsson 15. Vigdís Kristjánsdóttir 16. Rögnvaldur Ólafsson. Akranes: Nýtt miðbæjartorg á teikniborðinu -skapar rými fyrir hvers lags viðburði Meginhugmynd tillögunnar er að skapa torg sem verður akkeri menningar, við- burða og þjónustu á Akranesi. Grund- völlur og forsendur fyrir uppbyggingu á svæðinu felst í því að endurreisa Akratorgið, gefa því fegurri ásjónu og auka möguleika til uppbyggingar. Gert er ráð fyrir því að auka enn frekar vægi útilistaverka á Akranesi með höfuðá- herslu á Akratorg og umhverfi þess. Menningar- og byggingasöguleg verðmæti birtast í umfjörð Akratorgs þar sem sjá má byggingar frá mismun- andi tímabilum úr sögu bæjarins. Gert er ráð fyrir því að þessar byggingar muni áfram mynda meginumgjörð Akratorgs ásamt nýrri miðbæjarstarf- semi og íbúðum sunnan torgsins. Íþróttamaður Borgar- byggðar valinn Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness var valinn íþrótta-maður Borgarbyggðar 2012. Tómstundanefnd Borgarbyggðar stóð fyrir valinu en íþróttafélög í sveitarfélaginu sendu inn tilnefn- ingar. Bjarki náði á síðasta ári frá- bærum árangri í sinni íþrótt, keppti fyrir Íslands hönd á mótum erlendis og náði 3. sæti á Evrópumóti ung- linga undir 18 ára sem haldi var í Sofíu í Búlgaríu. Einnig keppti hann með karlalandsliði Íslands á finnska áhugamannamótinu í Helsinki og hafnaði þar í 25. sæti af tæplega hundrað þátttakendum. Á Íslandi lenti Bjarki í öðru sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik í flokki 17-18 ára, sigra á meistara- móti Golfklúbbs Borgarness með yfirburðum og bætti um leið eigið vallarmet á Hamarsvelli. Þess má geta að Bjarki var einnig valinn í Íþrótta- maður Borgarfjarðar 2012 af UMSB. Harpa Hilmisdóttir, badminton- stúlka úr Skallagrími hlaut viður- kenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar. . Hún var meðal annars valin í landslið 17 ára og yngri í badminton keppir í Belgíu í vor. Viðurkenningar fyrir landsliðs- sæti hlutu þau Bjarki Pétursson fyrir golf og Tinna Kristín Finnbogadóttir fyrir skák. Tómstundanefnd valdi einnig íþróttamann ársins í einstökum greinum og hlutu eftitaldir viður- kenningar: Bjartmar Þór Unnarsson, Ung- mennafélagi Reykdæla , fyrir akido Harpa Hilmisdóttir, Skallagrími, fyrir badminton Sólrún Halla Bjarnadóttir, Ung- mennafélaginu Íslendingi, fyrir blak Helgi Guðjónsson, Ungmennafélagi Reykdæla, bæði fyir frjálsar íþróttir og sund Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borg- arness, fyrir golf Konráð Axel Gylfason úr Faxa og Aron Freyr Sigurðsson úr Skugga fyrir hestamennsku Guðrún Hildur Hauksdóttir, Skallagrími fyrir hestamennsku Davíð Ásgeirsson, Skallagrími, fyrir körfuknattleik Dalabyggð: Hafratindur – fjall Dalanna Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur staðfest tilnefningu Menningar- og ferðamálanefndar Dala- byggðar að undangegnum almennum tilnefningum að Hafratindur verði fjall Dalanna eins og það er orðað. Fjallið fékk tæplega 60% tilnefningu íbúa. Í lýsingu segir m.a. að fjallið sé nokkuð auðþekkjanlegt, sérstaklega úr Fagradal séð. Hafratindur er þekkt kennileiti við gamlar þjóðleiðir og setur svip á landslagið og nýtur sín ekki síður úr fjarlægð af Breiðafirði og Vestfjörðum. Hafratindur er 923 m.y.s. og er eitt af hæstu fjöllum í Dölum. Það lítur út eins og tindur úr Fagradal og Breiðafirði séð, en er í raun all- stór fjallgarður eins og sést betur úr Saurbæ og Gilsfirði. Það liggur á mörkum Skarðsstrandar, Saurbæjar og Hvammssveitar. Þar koma saman merki bæjanna Ytri-Fagradals á Skarðsströnd, Fagradalstungu og Þverdals í Saurbæ og Sælingsdals í Hvammssveit. Nokkrar gönguleiðir eru á og af fjallinu og býður það því upp á fjöl- breyttar gönguleiðir. Gönguleiðir eru úr Fagradal, Traðardal, Þverdal, Sælingsdal og víðar. Fjallið er þokka- lega auðvelt uppgöngu, en þó hæfileg áskorun venjulegu fólki. Hvergi erfið ganga, en brött á köflum og eitthvað um stórgrýti. Eitthvað er misjafnt eftir leiðum hversu langan tíma tekur að ganga á fjallið og er flestu venjulegu fólki ráðlagt að taka daginn í ferðina. Rétt er og að ráðfæra sig við bændur við fjallið. Víðsýnt er af Hafratindi. Þaðan sést við góðar aðstæður yfir Dali, Snæ- fellsnes, Borgarfjörð, norður á Skaga, Drangajökul, Vestfirði, Barðaströnd og að sjálfsögðu yfir Breiðafjörð í öllu sínu veldi. Af tindinum á að vera hægt að sjá 7 jökla. Hafratindur á góðviðrisdegi. Af honum er útsýni mikið og má m.a. sjá til 7 jökla í góðu skyggni. Mynd: Vefur Dalabyggðar (@VE) Þóra Geirlaug. Matthías Lýðsson.Lilja rafney.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.