Vesturland - 28.02.2013, Blaðsíða 4

Vesturland - 28.02.2013, Blaðsíða 4
4 28. febrúar 2013 Ný þjónustustöð N1 opnuð í Borgarnesi um miðjan maí: Viðamiklar breytingar innanhúss sem utan Hyrnunni í Borgarnesi var lokað í byrjun desember og opnar nýr og breyttur veitingastaður og verslun þar í maí. Bensínafgreiðsla og olíuverslun N1 verður þó opin meðan breytingar standa yfir Innra rými hússins verður gerbreytt. Veitingasalan verður miðlæg, ekki ósvipað því skipulagi sem er í Staðar- skála í Hrútafirði. Salurinn mun taka um 150 manns í sæti og er gestum boðið upp á sæti á bekkjum, stólum og sófum. Í veitingasölunni verður boðið upp á heimilismat, grillrétti og skyndibita af ýmsum gerðum. Auk þess verður lítil verslun í húsinu sem býður uppá helstu nauðsynjar. Breytingar verða einnig talsverðar utanhúss sem meðal annars má sjá á meðfylgjandi myndum. Framsókn birtir framboðslista Framboðslisti Framsóknarflokks-ins í Norðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Núverandi þing- menn flokksins skipa tvö efstu sætin. Á listanum eru: 1. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingis- maður, Sauðárkróki 2. Ásmundur Einar Daðason, al- þingismaður og bóndi, Lamb- eyrum 3. Elsa Lára Arnardóttir, kennari og varabæjarfulltrúi, Akranesi 4. Jóhanna M. Sigmundsdóttir, bú- fræðingur og nemi, Látrum Mjó- afirði 5. Sigurður Páll Jónsson, útgerðar- maður, Stykkishólmi 6. Anna María Elíasdóttir, fulltrúi, Hvammstanga 7. Jón Árnason, skipstjóri, Patreks- firði 8. Halldór Logi Friðgeirsson, skip- stjóri, Drangsnesi 9. Jenný Lind Egilsdóttir, snyrti- fræðingur og varabæjarfulltrúi , Borgarnesi 10. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög- regluþjónn og formaður byggða- ráðs, Sauðárkróki 11. Anna Lísa Hilmarsdóttir, bóndi, Sleggjulæk, Borgarfirði 12. Svanlaug Guðnadóttir, hjúkrunar- fræðingur, Ísafirði 13. Klara Sveinbjörnsdóttir, nemi, Hvannatúni, Borgarfirði 14. Magnús Pétursson, bóndi, Miðhúsum A-Húnavatnssýslu 15. Gauti Geirsson, nemi, Ísafirði 16. Magdalena Sigurðardóttir, húsmóðir og fyrrv. varaþing- maður, Ísafirði V E S T U R L A N D K E M U R Ú T E I N U S I N N I Í MÁ N U Ð I O G E R D R E I F T V Í T T O G B R E I T T U M V E S T U R L A N D Vesturland 2. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: vesturlandblad@gmail. com ,holmfridur@vedurehf.is. Blaðamenn: Sigurður Þ. Ragnarsson, Óskar Birgisson. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Síðustu vikur hafa stjórnmálaflokkarnir haldið samkomur með yfirskrift-inni Landsfundur þar sem menn og konur í viðkomandi flokki stilla saman strengina og vígbúast fyrir komandi átök. Átök sem snúast um atkvæði litla mannsins. Almenningur er skyndilega kominn í þá stöðu að skipta stjórnmálamennina einhverju máli, það er að segja atkvæði viðkomandi almennings skiptir stjórnmálamennina máli. Sumir kjósendur nýta sér þessa aðstöðu til hins ítrasta, mæta á allar kosn- ingaskrifstofur þar sem kaffi og með því er í boði, sækja sér lyklakippur og annað smádót sem flokkarnir útbúa til að vekja athygli á sér og sínum málstað, telja öllum frambjóðendum trú um atkvæði þeim til handa og brosa síðan í kampinn. Já það er gott að skipta máli- svona fjórða hvert ár. Skyndilega er mikilvægt og aðkallandi að rétta sökkvandi heimilum hjálp- arhönd. Þau hafa síðustu ár verið í stöðugri varnarbaráttu fyrir því að halda sjó og skyndilega er núna runninn upp sá tími að þeim á að koma til aðstoðar. Ríkisstjórnin gumar af aðgerðum í þágu heimilanna uppá milljarða þegar staðreyndin er sú að þær leiðréttingar sem þeim hafa veist eru að mestu vegna aðkomu dómstóla í leiðréttingum ólöglegra lána til almennings. Þær eru ekki tilkomnar vegna þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að koma þeim til aðstoðar. Ríkisstjórnin sem nú situr fékk umboð sitt frá almenningi sem hafði trú á að þarna færi fólk sem bæri hag þeirra fyrir brjósti og myndi veita þeim vörn fyrir þeim sem öllu komu hér í bál og brand. Loforðin voru fögur og háleit en hvað um efndirnar? Það er lag fyrir kjósendur að velja þá sem þeim treysta best til að koma skikki á samfélagið og þeim sem er best treystandi til að efna þau loforð. Um það snúast þessar kosningar- hverjum treystum við best. Nú, þegar Vesturland hefur komið út í eitt ár, tekur nýr ritstjóri við blaðinu. Við sem höfum stýrt blaðinu úr höfn munum einbeita okkur að Bæjarblaðinu Hafnarfirði/Garðabæ sem er okkar aðalverkefni. Við þökkum samfylgdina Lifið heil Hólmfríður Þórisdóttir Loforðaflaumur eða efndir? Leiðari Jóhanna M. Sigmundsdóttir. elsa Lára arnardóttir. Ásmundur einar Daðason. Gunnar Bragi Sveinsson. Breytingunum verður lokið í maí. Teikning af fyrirhugðum breytingum innanhúss. frá Borgarnesi sunnudaginn 24. febrúar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.