Vesturland - 28.02.2013, Blaðsíða 8

Vesturland - 28.02.2013, Blaðsíða 8
8 28. febrúar 2013 Fullt nafn: Ásmundur Einar Daðason Fæðingardagur og ár: 29. któber 1982 Fæðingarstaður: Reykjavík Hvar býrð þú? Lambeyrum í Dalasýslu Hvar ertu alinn upp ? Ég hef búið víða á lífsleiðinni en stærstan hluta hef ég búið á Lambeyrum í Dalasýslu. Þar áður bjó ég með móður minni á Stokkseyri, Gnúpverjahreppi á Suðurlandi, Reykjavík og Noregi. Foreldrar: Foreldrar mínir eru Daði Einarsson bóndi á Lambeyrum og Anna Guð- mundsdóttir frá Ljárskógum í Dölum. Fjölskylda: Konan mín heitir Sunna Birna Helga- dóttir og saman eigum við tvær dætur, Aðalheiði Ellu og Júlíu Hlín Starf og menntun: Ég hef verið alþingismaður í 4 ár en áður var ég bóndi. Er menntaður búfræðingur frá Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri og með B.Sc. í almennum búvísindum frá Landbún- aðarháskóla Íslands. Áhugamál: Handbolti, stangveiði og ferðalög. Gæludýr: Smalahundur sem ég fékk í þrítugs- afmælisgjöf. Uppáhaldsmatur: Köld svið. Uppáhaldsdrykkur: Drekk að jafnaði 1 lítra af mjólk á dag og hef gert allt mitt líf þannig að upp- áhaldsdrykkur hlýtur að teljast mjólk. Auk þess er fátt betra en ískalt vatn. Uppáhaldstónlist? Mér finnst flest íslensk tónlist skemmti- leg. Hlusta t.d. mikið á Papana. Helstu kostir: Jákvæðni og lífsgleði  En gallar: Tek stundum að mér of mörg verkefni í lífinu. Ertu rómantískur? Já, það segir konan mín. Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við makann? Þá hjálpa ég Sunnu við það sem þarf að gera við hestana hverju sinni, keyra merar, reka hross, eiga við folöld o.s.frv. Hvenær/hvernig líður þér best? Þegar ég er að gera eitthvað með fjöl- skyldunni og dætrum mínum. Hvað gerir þú þegar þú ert argur eða ekki í góðu skapi? Er yfirleitt í góðu skapi en finnst gott að reyna á mig líkamlega. Þarf að komast í líkamlega vinnu reglulega en þegar það gengur ekki fer ég í sund eða íþróttir. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum (íslenskt og erlent lið)? Held með Swansea í enska boltanum og UDN (Ungmennafélag Dala- menna- og Norður Breiðfirðinga) á Íslandi. En annars held ég yfirleitt með landsbyggðarliðum og finnst ótrúlega gaman að sjá þegar fámenn byggðalög ná langt í íþróttum. Hvaða bók/bækur ertu að lesa þessa dagana? Hver er besta bók sem þú hefur lesið? Er að lesa bókina „When China rules the world“ en hún fjallar um breytta heimsmynd og hvernig efnahagsveldið Kína er að sækja í sig á heimsvísu. En annars eru bestu bækurnar sem ég les spennusögur eftir Yrsu eða Arnald. Hefurðu farið í leikhús á árinu eða tónleika? Nei en er á leiðinni á Karíus og Baktus með dætrum mínum Hefurðu farið til útlanda á árinu: Bauð frúnni í rómantíska helgarferð til London í byrjun janúar. Uppáhaldsstaður á landinu: Dalirnir eru alltaf fallegastir en annars líður mér líka mjög vel og finnst fallegt á norðanverðum Vestfjörðum. Hvaða staður í útlöndum er í mestu uppáhaldi hjá þér? Hversvegna. Hef komið einu sinni til Grænlands og var alveg heillaður. Fólkið opið og landið mjög fallegt í alla staði. Hvaða verkefni eru brýnust í NV- kjördæmi að þínu mati? Það eru mörg brýn mál sem þarf að taka á. Verðum að forgangsraða fjármagni þannig að heilbrigðis- og menntakerfið sé varið. Skuldamál heimilanna og afnám verðtryggingar er auk þess eitt brýnasta verkefni okkar í dag. Atvinna er grunnur alls og við þurfum að styðja betur við atvinnu- lífið. Skattlagning á atvinnufyrirtæki t.d. í sjávarútvegi verður að vera hófleg auk þess sem við verðum að tryggja að þessar skatttekjur séu ekki fluttar burt af landsbyggðinni. Byggðamál eru mér ofarlega í huga en þar hefur Framsókn verið í forystuhlutverki og m.a. talað fyrir því að tekin verði upp norsk byggðastefna á Íslandi, en hún felur m.a. í sér skattaívilnanir fyrir heimili og fyrirtæki á landsbyggð- inni. Höfum einnig talað fyrir mik- ilvægi þess að koma bundnu slitlagi á malarvegi, þrífösun rafmagns í sveitum landsins, jöfnun raforkukostnaðar og ljósleiðaravæðingu sveitanna svo fátt eitt sé nefnt. Landbúnaðurinn á líka mikil sóknarfæri og stjórnvöld eiga að setja upp áætlun um stóraukna inn- lenda matvælaframleiðslu samhliða markaðssetningu á íslenskum land- búnaðarafurðum erlendis. Ertu fylgjandi ESB aðild Íslendinga? Ég er mótfallinn ESB aðild Íslands. Ég hef undanfarin 3 ár verið formaður Heimssýnar sem eru þverpólitísk sam- tök sem berjast gegn ESB aðild Íslands. Mikill meirihluti Íslendinga er mót- fallinn ESB aðild og skoðanakannanir sýna einnig að meirihluti þjóðarinnar vill hætta aðildarviðræðum við ESB. Eigum að nýta krafta og fjármagn til mikilvægari verkefni. Í krafti sjálfstæðis þá tókst Íslendingum að byggja upp ein bestu lífskjör í heiminum. Þrátt fyrir mikla erfiðleika undanfarin ár þá eigum við mikil sóknarfæri og þau verða best nýtt með því að standa utan ESB. Eru Íslendingar á leið uppúr krepp- unni? Ef við tökum á skuldavandanum og snúum vörn í sókn í atvinnumálum og tökum upp almenna byggðastefnu líkt og Framsókn hefur lagt til þá förum við hratt uppúr kreppunni. Ísland á mikið af auðlindum og með því að nýta þessar auðlindir á sjálfbæran hátt til atvinnuuppbyggingar þá eru okkur allir vegir færir. Ef þú yrðir kjörinn forsætisráðherra, hver yrðu þín fyrstu verk? Leita eftir því að mynda samstöðu um að hætta aðildarviðræðum við ESB, bæta þá umgjörð um atvinnulífið, taka á skuldavandanum og forgangsraða fjármagni ríkissjóðs þannig að heil- brigðiskerfið verði varið. Yfirheyrslan, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins: „Er á leiðinni á Karíus og Baktus með dætrunum“ Uppáhaldsuppskrift: Mér finnst gaman að elda góðan mat og uppáhalds uppskriftin mín er lambalæri í ofni, kryddað með blóðbergi, bláberjum o.fl. Með þessu hef ég síðan kartöflugratín, piparostasósu og gráðostfyllta sveppi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.