Vesturland - 28.02.2013, Side 9

Vesturland - 28.02.2013, Side 9
928. febrúar 2013 Hundurinn Píla vinnur fyrir matnum sínum: Þefar upp meindýr og gefur merki um dvalarstað þeirra Hundurinn Píla er enginn venjulegur hundur. Milli þess sem hún leikur sér og hvílir lúin bein að hundasið þá fer hún í vinnuna. Vinnan hennar snýst um að finna meindýr, mýs og rottur í húsum og hefur Píla einstakt nef fyrir þeim hvimleiðu gestum. Píla er tveggja ára blendingstík af labrador og schäferkyni. Eigandi hennar, Sigurður Ingi Sveinbjörnsson, meindýraeyðir, ætlaði að þjálfa hana til að finna geitungabú. Fljótlega kom í ljós að Pílu var afar illa við geitungana og þeim enn verra við hana svo það starf var fljótlega gefið uppá bátinn. Hæfileikar Pílu komu í ljós eitt sinn þegar hún fékk að fylgja eiganda sínum á vettvang þar sem talið er að mýs hefðu hreiðrað um sig milli þilja en óvíst ná- kvæmlega hvar. Hún þefaði bæli mús- anna uppi með mikilli nákvæmni svo ekki þurfti að rífa niður nema afar tak- markaðan hluta af vegg til að ná mein- dýrunum. Íbúar í viðkomandi húsi urðu afar ánægðir með að sleppa svo billega en oft þarf að rífa niður heilu veggina til að útrýma vágestinum. Píla finna mús Í framhaldinu var Píla þjálfuð til að bregðast við þeirri skipun að „finna mús“. Þegar Píla kemur í hús og fer að leita gengur hún afar skipulega til verks og leitar kerfisbundið að músinni. Þegar hún hefur fundið staðinn gefur hún merki með því að klóra á staðinn með ákafa og þá er hægt að hefjast handa. Eigandi Pílu segir hana hafa alltaf rétt fyrir sér. Margir séu tortryggnir í upphafi en það rjátlist fljótt af mönnum þegar árangurinn kemur í ljós. Hann segir að mjög mikið sé af mús þennan veturinn. Sjálfsagt hafi það eitthvað að segja að síðasta sumar hafi verið afar gott og hagstætt fyrir mýs sem skýri það að stofninn fá því í sumar hafi verið óvenju stór og mildur vetur sé kjörað- stæður fyrir þær. Píla fær alltaf harðfisk í verðlaun að loknu góðu dagsverki sem er það allra besta sem hún fær. Gildran var sett fyrir framan skápinn þar sem Píla krafstaði sem mest og gekk í gildruna innan skamms. Píla leitar að mús í skúffum og skápum.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.