Vesturland - 28.02.2013, Blaðsíða 12

Vesturland - 28.02.2013, Blaðsíða 12
28. febrúar 201312 Marineraðar ólívur og hummus ásamt pítu-brauði er ein af hinum heilögu þrenningum. Gott mál er að marinera ólívurnar og geyma þær í ísskáp í lokuðu íláti í tvo til þrjá daga áður en á að nota þær. Önnur mar- ineringin sem kölluð er chermoula á einnig mjög vel við fisk, rækjur og kjúkling. Þetta eru uppskriftir frá Mið-Aust- urlöndum og Norður-Afríku, löndum eins og Marokkó, Túnis og fleirum. Hummusinn læt ég fylgja með svona í gamni, því hummus er svo góður með ólívum og pítubrauði. Ólívur, hummus, pítubrauð skorið í bita og ískaldur bjór.....og allir glaðir! Chermoula marinering 1/2 „preserved lemon“ (fæst í betri búðum) 3 hvítlauksgeirar 5 msk. steinselja 5 msk. kóríander 1/4 tsk. saffran þræðir 1 tsk paprikuduft 1/4 tsk. cayenne pipar 1/4 tsk. chiliduft 1/2 tsk. cumin 2-3 msk. sítrónusafi 1 1/2 dl. ólívuolía Byrjið á því að taka kjötið úr sítrón- unni, við notum það ekki, skolið börkinn og þerrið og setjið í matvinnsluvél eða notið töfrasprota. Setjið síðan restina út í, olíuna síðast. Harissa marinering 3 msk. paprikur, eldaðar (fást tilbúnar í krukku) 2 tsk. harissa mauk (fæst einnig tilbúið) 3 hvítlauksrif, röspuð 1 1/2 dl. ólívuolía Setið paprikumaukið í skál ásamt harissa og röspuðum hvítlauk og að síðustu olíuna og hrærið vel. Marineringarnar passa fyrir 500 gr. af ólívum. Hummus 2 dósir kjúklingabaunir (skola þær vel) 1 msk. ljóst Tahini maldon salt pipar 1 lime (safinn) 1/2 hnefi ferskt kóríander 7 hvítlauksrif (eða eftir smekk) 1 1/2 msk. cumin 2 tsk. cayenne pipar olía Allt sett í matvinnsluvél. Hellið olíunni út í á meðan þetta er að hrærast og hættið þegar orðið er passlega þykkt. Smakkið, mér finnst stundum þurfa meira salt. Góða skemmtun! Andrea Guðmundsdóttir, matgæðingur í Lista- háskóla Íslands býður lesendum blaðsins uppá forvitnilegar uppskriftir frá öllum heimshornum. túnis Hér er á ferðinni einhver besta varmadæla sem komið hefur fyrir allt venjulegt húsnæði. Þessi verðlaunaða varmadæla hitar t.d. ofnaker, gólfhita og neysluvatn. Getur notað vatn, jörð og sjó til orkuöunar. Allur búnaður innandyra. NIBE F1245 eyðir litlu og sparar mikið. NIBE frá Svíþjóð. Stærstir í Evrópu í 60 ár. W NIBE™ F1245 | Jarðvarmadæla Ný kynslóð af varmadælum Nýtt Með NIBE F1245 getur þú lækkað húshitunarkostnað um allt að 85% Er rafmagnsreikningurinn of hár? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? FFriorka www.friorka.is 571 4774 NIBE™ F1245 Jarðvarmadæla Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Grundafjarðar- og Stykkishólmsbær: Sameiginleg- ur skipulags- og bygginga- fulltrúi Bæjarstjórn í Stykkishólmi hefur samþykkt að ganga til samn-inga við Grundarfjarðarbæ um sameiginlegan skipulags og byggingar- fulltrúa. Fyrir liggja samningsdrög um samstarfið og var bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar falið að ganga frá samningi á grundvelli þeirra samnings- draga. Með þessu samstarfi næst viss hagræðing í rekstrarkostanði sveitar- félaganna tveggja. Ólívur og hummus! Akranes: Leikskólarnir lokaðir í júlí Fjölskylduráð hefur lagt til sama fyrirkomulag á sumarlokun og var á síðasta sumri. Þrír leik- skólar munu loka í 5 vikur frá 1. júlí – 2. ágúst og opna að nýju þriðjudaginn 6. ágúst eftir verslunarmannahelgi. Sumarskóli leikskólabarna verður í þrjár vikur 1. - 19. júlí ef 20 börn eða fleiri þurfa dvöl í hverri þessara þriggja vikna. Sumarið 2013 verður Garðasel opinn þessar þrjár vikur ef nægur fjöldi barna er og verður lokaður í tvær vikur 22. júlí – 2. ágúst. Starfs- fólk leikskólanna fjögurra mannar þennan tíma og tekur fjöldi þeirra mið af fjölda barna og einnig úr hvaða leikskóla þau koma. Könnun verður gerð meðal for- eldra um sumarfrí barna þeirra og einnig hvort og þá hvaða vikur í sum- arskólanum foreldrar þurfa að nota.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.