Vesturland - 28.02.2013, Page 14

Vesturland - 28.02.2013, Page 14
14 28. febrúar 2013 Upplýsingar og pantanir erpur@simnet.is eða í síma 868-0357 Ísterta frá Rjómabúinu Erpsstöðum í fermingarveisluna. Úrval bragðtegunda. Algert kjaftæði! Sveitarstjórn Dalabyggðar: Framkvæmdaleyfi veitt vegna brúar yfir Reykjadalsá Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að gefa út fram-kvæmdaleyfi að fengnum með- mælum Skipulagsstofnunar vegna byggingar nýrrar tvíbreiðrar brúar á Reykjadalsá ásamt endurbyggingu Vestfjarðarvegar um brúna og breytinga á Fellsendavegi og Hlíðarvegi. Nýja brúin liggur um 40 m frá eldri brú og efni til vegagerðar verður tekið úr núverandi vegi og úr námum sem skilgreindar eru á aðalskipulagi Dala- byggðar 2004-2016. Fyrir liggur jákvæð umsögn Veiðimálastofnunar og heimild Fiskistofu. Vegagerðin hefur leitað um- sagnar heilbrigðisfulltrúa Dalabyggðar og lítur svo á að framkvæmdarsvæðið falli ekki undir vatnsverndarsvæði. Sveitarstjórn fellst á sjónarmið Vega- gerðarinnar varðandi það að fram- kvæmdasvæði falli ekki undir vatns- verndarsvæði þar sem ósamræmi er milli uppdráttar og greinargerðar að- alskipulags og að vatnsból Fellsenda hefur að auki verið fært frá því að að- alskipulagið var unnið. GlöGGt er Gests auGað Volvo kryppa frá Volvo Personvagnar-Svíþjóð. Þessir bílar voru framleiddir frá 1943-1966 í aðeins mismunandi útfærslum (PV444 og PV544). fyrsta gerð þessa bíls var með fjögurra strokka B4B vél 1400 sem var aðeins 40 hestöfl og var hámarkshraði 125 km/klst. Stöðugt var unnið að stækkun vélarinnar og þegar framleiðslu var hætt var komin B16 vél sem gaf hvorki meira en né minna en 60 hestöfl. Trabant frá VeB Sachering í Seickau í austur Þýskalandi. alls voru framleiddir tæplega 3,1 milljón svona bíla á árinum 1957-1991. Lengst af voru þeir með 600 rúmsentimtra vél , tveggja strokka tvígengisvél. Hann var valinn af tímaritnu Time, einn af fimmtíu verstu bíltegundum sem framleiddar hafa verið. arið 1989, eftir hrun kommúnismans var ný vél frá Volkwagen sett í þennan bíl, VW Polo 1,0L fjögurra strokka. framleiðslunni var fljótlega hætt eftir það. fÍaT 127 frá fIaT á Ítalíu. Þessir bílar voru framleiddir á árunum 1971-1983. fyrirmyndin var fíat 850 en 127 bíllinn var mun nútímalegri. Hann var valinn bíll ársins í evrópu 1972 og var í mörg ár einn mest seldi bíllinn í evrópu. Hann var lengst af búinn 900 rúmsentimetra fjögurra strokka vél sem gaf af sér 44 hestöfl en undir lokin var hægt að fá þá með 1300 vél og var hún 74 hestöfl. Sá bíll sem tók við af fÍaT 127 var fÍaT Uno. Akranes: Bílar liðinna tíma Án efa hafa öll sveitarfélög í landinu sinn sjarma, hvert auðvitað á sinn hátt. Ágætur lesandi Vesturlands blaðs sendi á rit- stjórnina þessar myndir af þremur eldri bílum sem hann rakst á á ferð sinni um Akraneskaupstað, bílum sem eru orðnir sjaldséðir í það að minnsta í höfuðborginni. Þetta vakti hjá honum ljúfar minningar um gamla tíma. Til gamans birtum við þessar myndir en þær eru allar teknar á Akranesi. Nú er það nostalgian í al- gleymingi og upprifjun gamalla ljúfra stunda. Það er oft ljúft að hugsa til genginna tíma!

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.